Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Glimmer og gleði
Skemmtikraftarnir Eva Ruza Miljevic og Hjálmar Örn Jóhannesonvoru í stíl í fjólubláu pallíettudressi um helgina.
Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, var glæsileg í silfurlituðum pallíettukjól á árshátíð BioEffect um helgina.
Ferðalög
Helga Þóra Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar, er á ferðalagi ásamt vinkonu sinni um Asíu.
Ísabella Ósk, dóttir Bubba Morthens, og vinkona hennar Birna Mjöll er einnig í heimsreisu, eða „ljóskureisu“ eins og þær kalla það. Þær eru nú komnar til Kon Lanta í Taílandi.
Samfélagsmiðlastjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir spókaði sig um í sólinni á erlendri grundu eins og henni einnig er lagið.
Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar, naut lífsins með ástinni í fríi á Tenerife.
Leikkonan Aldís Amah Hamilton pósaði við Hollywood-skiltið.
Notaleg helgi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir átti ljúfan sunnudag með fjölskyldunni.
Nýtt lag frá Laufeyju
Stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir birti hljóðbrot af nýja laginu Silver lining.
Sykurpabbinn
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason lét sérsmíða grill á tennurnar sínar með áletruninni „Sykurpabbi“.
Pósað í sólinni
Fyrirsætan Birta Abiba sat fyrir hjá hollenska sund- og undirfataframleiðandanum Sam Friday.
Mottumars!
Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson birti mynd af mottunni í tilefni af Mottumars.
Litrík helgi
Svana Lovísa Kristjánsdóttir, áhrifvavaldur og blómakona, birti myndir af blómahafi helgarinnar.
Gleðileg heimsókn á Bessastaði
Forsetahjónin, frú Halla Tómasdóttir forseti og eiginmaður hennar Björn Skúlason, fengu góða heimsókn á Bessastaði í vikunni í tilefni af af alþjóðlega Downs-deginum.
Kaffi og sól
Móeiður Lárusdóttir fékk sér kaffi í sólinni í Aþenu.
Flottir í setti
Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime var gestur Gísla Marteins Baldurssonar í Vikunni síðastliðið föstudagskvöld.
Tímamót!
Tara Sif Birgisdóttir, dansari og fasteignasali, og eiginmaður hennar Elfar Elí Schweitz festu kaup á húsi í Kópavogi. Hjónin hafa þegar ráðist í heljarinnar framkvæmdir.
Þakklát Helga Björns
Tónlistarkonan Gugusar samdi þrjú remix af lögum tónlistarmannsins Helga Björnssonar sem hún flutti á Hlustendaverðlaununum síðastliðið fimmtudagskvöld.
Afmælishelgi
Áhrifavaldurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir fagnaði 37 ára afmæli sínu um helgina.
Dress marsmánaðar
Ljósmyndarinn Saga Sig birti myndir af flottum dressum sem hún klæddist í mánuðinum.