Þetta var þriðji sigur Belfius Mons í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 9. sæti deildarinnar með fimmtán sigra og tólf töp. BNXT-deildin er sameiginleg deild Hollands og Belgíu.
Styrmir skoraði sautján stig í leiknum í dag, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Þorlákshafnarbúinn hitti úr sex af tíu skotum sínum inni í teig og skoraði sex stig af vítalínunni.
Elvar Már Friðriksson skoraði nítján stig og gaf fimm stoðsendingar þegar Maroussi tapaði fyrir AEK Aþenu, 104-83, í lokaumferð grísku úrvalsdeildarinnar.
Maroussi endaði í ellefta og næstneðsta sæti og fer í umspil um að halda sér í deildinni.