Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2025 11:36 Tuttugu og fimm erlendir menntamálaráðherrar sækja alþjóðlega ráðstefnu á Íslandi á morgun. Vísir/Vilhelm Leiðtogafundur ISTP 2025 hefst á morgun mánudag og stendur til miðvikudags. Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og Education International standa að fundinum, en 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa. Mennta- og barnamálaráðuneytið greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að sendinefndir OECD og Education International (alþjóðlegu kennarasamtökunum) muni ræða málefni kennara og menntaumbætur ásamt menntamálaráðherrum og kennaraforystu landanna sem sækja fundinn. Um er að ræða stærsta alþjóðlega fund leiðtoga á sviði menntamála sem haldinn hefur verið á Íslandi. Í tilkynningunni segir eftirfarandi um fundinn: 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa 26 sendinefndir mæta á viðburðinn, þ.m.t. sendinefnd OECD og Education International Um 200 þátttakendur frá 24 ríkjum Leiðir saman æðstu valdhafa á sviði menntamála ásamt leiðtogum kennaraforystunnar frá löndum sem standa framarlega í menntamálum í viðræður um menntaumbætur Auk ráðherranna sækja nafntogaðir leiðtogar á sviði menntamála fundinn á borð við Dr. Mugwena Maluleke, forseta Education International, og Andreas Schleicher, yfirmanns menntamála hjá OECD – nánari upplýsingar undir Biographies Haldinn árlega frá 2011, nú í fyrsta sinn á Íslandi ISTP stendur fyrir International Summit on the Teaching Profession Vefur ISTP 2025, með nánari upplýsingum um dagskrá og viðfangsefnið Nýr menntamálaráðherra kynntur á eftir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, sagði af sér ráðherraembætti síðastliðinn fimmtudag. Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag, klukkan 15 og sá síðari klukkan 15:15. Gera má ráð fyrir að á fyrri fundinum muni Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veita Ásthildi Lóu lausn úr embætti. Jafnframt má gera ráð fyrir að á seinni fundinum verði nýr ráðherra skipaður. Greint hefur verið frá því að Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, verði nýr barna- og menntamálaráðherra. Hann vildi sjálfur ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en sagðist vera á leiðinni á fund. Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Grunnskólar Tengdar fréttir Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðuneytið greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að sendinefndir OECD og Education International (alþjóðlegu kennarasamtökunum) muni ræða málefni kennara og menntaumbætur ásamt menntamálaráðherrum og kennaraforystu landanna sem sækja fundinn. Um er að ræða stærsta alþjóðlega fund leiðtoga á sviði menntamála sem haldinn hefur verið á Íslandi. Í tilkynningunni segir eftirfarandi um fundinn: 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa 26 sendinefndir mæta á viðburðinn, þ.m.t. sendinefnd OECD og Education International Um 200 þátttakendur frá 24 ríkjum Leiðir saman æðstu valdhafa á sviði menntamála ásamt leiðtogum kennaraforystunnar frá löndum sem standa framarlega í menntamálum í viðræður um menntaumbætur Auk ráðherranna sækja nafntogaðir leiðtogar á sviði menntamála fundinn á borð við Dr. Mugwena Maluleke, forseta Education International, og Andreas Schleicher, yfirmanns menntamála hjá OECD – nánari upplýsingar undir Biographies Haldinn árlega frá 2011, nú í fyrsta sinn á Íslandi ISTP stendur fyrir International Summit on the Teaching Profession Vefur ISTP 2025, með nánari upplýsingum um dagskrá og viðfangsefnið Nýr menntamálaráðherra kynntur á eftir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, sagði af sér ráðherraembætti síðastliðinn fimmtudag. Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag, klukkan 15 og sá síðari klukkan 15:15. Gera má ráð fyrir að á fyrri fundinum muni Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veita Ásthildi Lóu lausn úr embætti. Jafnframt má gera ráð fyrir að á seinni fundinum verði nýr ráðherra skipaður. Greint hefur verið frá því að Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, verði nýr barna- og menntamálaráðherra. Hann vildi sjálfur ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en sagðist vera á leiðinni á fund.
Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Grunnskólar Tengdar fréttir Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43