Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2025 10:34 Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja nærri því sex hundruð manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela sem hófust á nýjan leik á þriðjudaginn. AP/Jehad Alshrafi Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í morgun að Ísraelar muni innlima hluta Gasastrandarinnar. Það verði gert ef leiðtogar Hamas sleppi ekki þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðherrann hefur skipað hernum að hernema einhver hverfi Gasastrandarinnar og hefur Palestínumönnum verið skipað að yfirgefa þessi svæði. Ísraelar sendu á dögunum hermenn inn á Gasaströndina á nýjan leik og hófu umfangsmiklar loftárásir á svæðið, sem hefur þegar orðið verulega illa úti vegna margra mánaða árása og átaka. Nærri því sex hundruð manns liggja í valnum frá því árásir Ísraela hófust aftur í vikunni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Talskona UNICEF sagði að frá því á þriðjudaginn hefðu rúmlega tvö hundruð börn dáið í árásum Ísraela. Áður en vopnahléið tók gildi í janúar höfðu rúmlega 48 þúsund Palestínumenn fallið, samkvæmt áðurnefndu heilbrigðisráðuneyti, sem gerir ekki greinarmun milli borgara og vígamanna. Sjá einnig: Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Ummerki eru á lofti um að þessi áfangi hernaðar Ísraela á Gasaströndinni gæti orðið enn harðneskjulegri. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar og lagt til að rúmar tvær milljónir íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir á brott. Bandaríkjamenn hafa sett enn minni hömlur á Ísraela en gert var í stjórnartíð Joes Biden. Þar að auki er ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, sterkari en áður, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, og þar sem færri gíslar eru á Gasa hefur ísraelski herinn meira athafnafrelsi. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að herinn muni leggja undir sig sífellt stærri hluta Gasastrandarinnar, þar til Hamas sleppi þeim gíslum sem vígamenn samtakanna halda enn. Þessi svæði verði innlimuð í Ísrael.EPA/ABIR SULTAN Ætla að taka meira og meira land Katz sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagðist hafa skipað ísraelska hernum að hernema frekara svæði á Gasaströndinni og vísa íbúum á brott þaðan. Þetta myndi halda áfram þar til gíslunum yrði sleppt. „Svo lengi sem Hamas neitar, munu þeir missa meira og meira land sem bætist við Ísrael,“ sagði í yfirlýsingunni. Hann sagði einnig að umfang aðgerða Ísraela á Gasa myndi aukast og aukast, þar til gíslunum yrði sleppt. Í frétt Times of Israel segir að Katz hafi einnig sagt að Ísraelar myndu beitta íbúa Gasa „hernaðarlegum og borgaralegum þrýstingi“ til að koma í gegn áætlun Trumps um „sjálfviljugan“ brottflutning íbúanna. Trump hefur talað um Bandaríkin taki yfir stjórn Gasastrandinnar og reisi þar „Rivíeru“ Mið-Austurlanda. Ríkisstjórn Trumps hefur ekkert sagt um nýjar árásir Ísraela né það að Ísraelar hafi rift vopnahléssamkomulagi sem Trump hefur stært sig af því að bera ábyrgð á. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa að engu leyti gagnrýnt árásir Ísraela sem sagðar eru hafa banað nokkur hundruð óbreyttum borgurum á undanförnum dögum. Erindrekar Hvíta hússins gerðu tilraun til að eiga í beinum viðræðum við leiðtoga Hamas um gíslana en hættu vegna þess að Ísraelar brugðust reiðir við. Leiðtogar Hamas sagt að þeir muni eingöngu sleppa síðustu gíslunum sem þeir halda, sem eru í raun einu spilin sem þeir halda, í skiptum fyrir fleiri palestínskra fanga í halda Ísrael, varanlegt vopnahlé og það að Ísraelar hörfi frá Gasaströndinni. Ísraelar segjast vera að undirbúa „sjálfviljugan“ brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni.AP/Jehad Alshrafi Þrátt fyrir umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn Netanjahús í Ísrael virðist sem staða ríkisstjórnar hans hafi eingöngu styrkst. Með því að hefja nýja innrás á Gasa hefur forsætisráðherrann styrkt ríkisstjórn sína á nýjan leik. Fjarhægri-flokkar hafa stutt ríkisstjórnina, eftir að hafa slitið tengsl við hana á sínum tíma vegna vopnahlésins. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Þá hefur Netanjahú rekið eða bolað úr embætti nokkrum háttsettum embættismönnum sem hafa gagnrýnt framgöngu hans. Samhliða þessu hefur staða Hamas-samtakanna versnað til muna. Flestir leiðtogar samtakanna liggja í valnum auk þúsunda vígamanna þeirra. Stuðningur Hamas frá Hezbollah í Líbanon og Sýrlandi og klerkastjórninni í Íran er einnig minni en hann var áður og er talið mjög ólíklegt að þessir aðilar muni reyna að koma Hamas til aðstoðar. Þá eru Bandaríkjamenn að gera umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen, sem hafa einnig skotið eldflaugum að Ísrael og skipum á Rauðahafi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa. 21. mars 2025 10:27 Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt. 18. mars 2025 09:26 Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Yfir 235 eru sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa í nótt en tölurnar byggja á upplýsingum frá sjö heilbrigðisstofnunum á svæðinu. 18. mars 2025 06:28 Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44 Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Innlent Fleiri fréttir Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Sjá meira
Ísraelar sendu á dögunum hermenn inn á Gasaströndina á nýjan leik og hófu umfangsmiklar loftárásir á svæðið, sem hefur þegar orðið verulega illa úti vegna margra mánaða árása og átaka. Nærri því sex hundruð manns liggja í valnum frá því árásir Ísraela hófust aftur í vikunni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Talskona UNICEF sagði að frá því á þriðjudaginn hefðu rúmlega tvö hundruð börn dáið í árásum Ísraela. Áður en vopnahléið tók gildi í janúar höfðu rúmlega 48 þúsund Palestínumenn fallið, samkvæmt áðurnefndu heilbrigðisráðuneyti, sem gerir ekki greinarmun milli borgara og vígamanna. Sjá einnig: Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Ummerki eru á lofti um að þessi áfangi hernaðar Ísraela á Gasaströndinni gæti orðið enn harðneskjulegri. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar og lagt til að rúmar tvær milljónir íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir á brott. Bandaríkjamenn hafa sett enn minni hömlur á Ísraela en gert var í stjórnartíð Joes Biden. Þar að auki er ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, sterkari en áður, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, og þar sem færri gíslar eru á Gasa hefur ísraelski herinn meira athafnafrelsi. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að herinn muni leggja undir sig sífellt stærri hluta Gasastrandarinnar, þar til Hamas sleppi þeim gíslum sem vígamenn samtakanna halda enn. Þessi svæði verði innlimuð í Ísrael.EPA/ABIR SULTAN Ætla að taka meira og meira land Katz sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagðist hafa skipað ísraelska hernum að hernema frekara svæði á Gasaströndinni og vísa íbúum á brott þaðan. Þetta myndi halda áfram þar til gíslunum yrði sleppt. „Svo lengi sem Hamas neitar, munu þeir missa meira og meira land sem bætist við Ísrael,“ sagði í yfirlýsingunni. Hann sagði einnig að umfang aðgerða Ísraela á Gasa myndi aukast og aukast, þar til gíslunum yrði sleppt. Í frétt Times of Israel segir að Katz hafi einnig sagt að Ísraelar myndu beitta íbúa Gasa „hernaðarlegum og borgaralegum þrýstingi“ til að koma í gegn áætlun Trumps um „sjálfviljugan“ brottflutning íbúanna. Trump hefur talað um Bandaríkin taki yfir stjórn Gasastrandinnar og reisi þar „Rivíeru“ Mið-Austurlanda. Ríkisstjórn Trumps hefur ekkert sagt um nýjar árásir Ísraela né það að Ísraelar hafi rift vopnahléssamkomulagi sem Trump hefur stært sig af því að bera ábyrgð á. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa að engu leyti gagnrýnt árásir Ísraela sem sagðar eru hafa banað nokkur hundruð óbreyttum borgurum á undanförnum dögum. Erindrekar Hvíta hússins gerðu tilraun til að eiga í beinum viðræðum við leiðtoga Hamas um gíslana en hættu vegna þess að Ísraelar brugðust reiðir við. Leiðtogar Hamas sagt að þeir muni eingöngu sleppa síðustu gíslunum sem þeir halda, sem eru í raun einu spilin sem þeir halda, í skiptum fyrir fleiri palestínskra fanga í halda Ísrael, varanlegt vopnahlé og það að Ísraelar hörfi frá Gasaströndinni. Ísraelar segjast vera að undirbúa „sjálfviljugan“ brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni.AP/Jehad Alshrafi Þrátt fyrir umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn Netanjahús í Ísrael virðist sem staða ríkisstjórnar hans hafi eingöngu styrkst. Með því að hefja nýja innrás á Gasa hefur forsætisráðherrann styrkt ríkisstjórn sína á nýjan leik. Fjarhægri-flokkar hafa stutt ríkisstjórnina, eftir að hafa slitið tengsl við hana á sínum tíma vegna vopnahlésins. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Þá hefur Netanjahú rekið eða bolað úr embætti nokkrum háttsettum embættismönnum sem hafa gagnrýnt framgöngu hans. Samhliða þessu hefur staða Hamas-samtakanna versnað til muna. Flestir leiðtogar samtakanna liggja í valnum auk þúsunda vígamanna þeirra. Stuðningur Hamas frá Hezbollah í Líbanon og Sýrlandi og klerkastjórninni í Íran er einnig minni en hann var áður og er talið mjög ólíklegt að þessir aðilar muni reyna að koma Hamas til aðstoðar. Þá eru Bandaríkjamenn að gera umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen, sem hafa einnig skotið eldflaugum að Ísrael og skipum á Rauðahafi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa. 21. mars 2025 10:27 Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt. 18. mars 2025 09:26 Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Yfir 235 eru sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa í nótt en tölurnar byggja á upplýsingum frá sjö heilbrigðisstofnunum á svæðinu. 18. mars 2025 06:28 Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44 Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Innlent Fleiri fréttir Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Sjá meira
Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa. 21. mars 2025 10:27
Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt. 18. mars 2025 09:26
Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Yfir 235 eru sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa í nótt en tölurnar byggja á upplýsingum frá sjö heilbrigðisstofnunum á svæðinu. 18. mars 2025 06:28
Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44