Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2025 08:44 Stjórnarandstöðuþingmenn kveiktu á litríkum reykblysum í mótmælaskyni. AP/Boglarka Bodnar Ungverska þingið hefur bannað alla Pride viðburði í landinu og heimilað yfirvöldm að notast við andlitsgreiningarbúnað til að bera kennsl á þá sem brjóta gegn banninu. Um er að ræða breytingu á lögum sem banna einstaklingum að efna til eða mæta á viðburði sem brjóta gegn umdeildum „barnaverndarlögum“, sem aftur banna það að „kynna“ samkynhneigð fyrir börnum yngri en 18 ára. Nýju lögin voru lögð fram á mánudag og samþykkt í gær, með 136 atkvæðum gegn 27. Amnesty International eru meðal þeirra sem hafa fordæmt lagasetninguna og segja hana nýjasta skrefið í herferð stjórnvalda gegn hinsegin fólki. Sú staðhæfing að Pride viðburðir, á borð við Gleðigönguna íslensku, séu skaðlegir börnum byggi á engu öðru en fordómum. Um sé að ræða skref 30 ár aftur í tímann. Hadja Lahbib, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins í jafnréttismálum, segir löggjöfina gegn anda gilda sambandsin; allir eigi að njóta frelsis til að vera þeir sjálfir og lifa og elska eins og þeir vilja. Rétturinn til að safnast saman á friðsamlegan hátt sé grundvallarréttur sem Evrópusambandið ætti að hafa í hávegum. „Þetta er ekki barnavernd, þetta er fasismi,“ sögðu skipuleggjendur Budapest Pride í yfirlýsingu. Hátíðin fagni 30 ára afmæli í ár og verði haldin, jafnvel þótt þátttakendur eigi yfir höfði sér peningasekt. Guardian fjallar ítarlega um málið. Ungverjaland Mannréttindi Evrópusambandið Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Um er að ræða breytingu á lögum sem banna einstaklingum að efna til eða mæta á viðburði sem brjóta gegn umdeildum „barnaverndarlögum“, sem aftur banna það að „kynna“ samkynhneigð fyrir börnum yngri en 18 ára. Nýju lögin voru lögð fram á mánudag og samþykkt í gær, með 136 atkvæðum gegn 27. Amnesty International eru meðal þeirra sem hafa fordæmt lagasetninguna og segja hana nýjasta skrefið í herferð stjórnvalda gegn hinsegin fólki. Sú staðhæfing að Pride viðburðir, á borð við Gleðigönguna íslensku, séu skaðlegir börnum byggi á engu öðru en fordómum. Um sé að ræða skref 30 ár aftur í tímann. Hadja Lahbib, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins í jafnréttismálum, segir löggjöfina gegn anda gilda sambandsin; allir eigi að njóta frelsis til að vera þeir sjálfir og lifa og elska eins og þeir vilja. Rétturinn til að safnast saman á friðsamlegan hátt sé grundvallarréttur sem Evrópusambandið ætti að hafa í hávegum. „Þetta er ekki barnavernd, þetta er fasismi,“ sögðu skipuleggjendur Budapest Pride í yfirlýsingu. Hátíðin fagni 30 ára afmæli í ár og verði haldin, jafnvel þótt þátttakendur eigi yfir höfði sér peningasekt. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Ungverjaland Mannréttindi Evrópusambandið Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira