Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2025 06:58 Bráðlætið virðist vera að koma í bakið á Trump og Musk, sem hafa nú ítrekað verið gerðir afturreka af dómstólum. Getty/Andrew Harnik Alríkisdómari hefur fyrirskipað stjórnvöldum í Bandaríkjunum að draga til baka sumar ákvarðanir sem voru teknar þegar USAid var holuð að innan af Doge, niðurskurðarapparatinu sem Elon Musk veitir forystu. Stjórnvöldum hefur verið gert að vinda ofan af uppsögnum starfsfólks og veita þeim aftur aðgang að netföngum sínum og kerfum. Þá sagði dómarinn að USAid ætti að fá að snúa aftur í höfuðstöðvar sínar í Ronald Reagan byggingunni, sem var lokað. Um er að ræða tímabundna ákvörðun, þar til dómur hefur verið kveðinn upp í máli starfsmanna USAid gegn stjórnvöldum, sem snýst meðal annars um aðkomu Musk að því að vefsíða USAid var tekin niður og höfuðstöðvum stofnunarinnar lokað. Alríkisdómarinn, Theodore Chuang, sagði Musk líklega hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þar sem hann hefði ekki verið skipaður í embætti af öldungadeild þingsins. Andstætt fullyrðingum stjórnvalda um að Musk væri aðeins ráðgjafi, virtist hann raunar hafa tekið ákvörðunina um að „loka“ USAid. Að minnsta kosti 25 þúsund verið sagt upp Þetta er ekki eina niðurstaða dómstóla sem hefur farið gegn vilja Donald Trump Bandaríkjaforseta en samkvæmt málsgögnum vinna stofnanir nú að því að draga til baka uppsagnir 25 þúsund nýráðinna starfsmanna sem sagt var upp á svo til einu bretti. Dómarinn James Bredar komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að uppsagnirnar hefðu líklega verið ólögmætar og brotið gegn reglum um fjöldauppsagnir. Ákvörðun Bredar er, líkt og ákvörðun Chuang, tímabundin að því leyti að mál eru í gangi fyrir dómstólum þar sem skorið verður úr um lögmæti aðgerðanna. Stjórnvöld hafa eða hyggjast áfrýja niðurstöðum beggja. Þessu til viðbótar hefur Trump verið gerður afturreka með ákvörðun sína um að banna trans fólk í hernum en dómarinn Ana Reyes sagði hana líklega brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólksins. Reyes gaf stjórnvöldum þrjá daga til að áfrýja. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Stjórnvöldum hefur verið gert að vinda ofan af uppsögnum starfsfólks og veita þeim aftur aðgang að netföngum sínum og kerfum. Þá sagði dómarinn að USAid ætti að fá að snúa aftur í höfuðstöðvar sínar í Ronald Reagan byggingunni, sem var lokað. Um er að ræða tímabundna ákvörðun, þar til dómur hefur verið kveðinn upp í máli starfsmanna USAid gegn stjórnvöldum, sem snýst meðal annars um aðkomu Musk að því að vefsíða USAid var tekin niður og höfuðstöðvum stofnunarinnar lokað. Alríkisdómarinn, Theodore Chuang, sagði Musk líklega hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þar sem hann hefði ekki verið skipaður í embætti af öldungadeild þingsins. Andstætt fullyrðingum stjórnvalda um að Musk væri aðeins ráðgjafi, virtist hann raunar hafa tekið ákvörðunina um að „loka“ USAid. Að minnsta kosti 25 þúsund verið sagt upp Þetta er ekki eina niðurstaða dómstóla sem hefur farið gegn vilja Donald Trump Bandaríkjaforseta en samkvæmt málsgögnum vinna stofnanir nú að því að draga til baka uppsagnir 25 þúsund nýráðinna starfsmanna sem sagt var upp á svo til einu bretti. Dómarinn James Bredar komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að uppsagnirnar hefðu líklega verið ólögmætar og brotið gegn reglum um fjöldauppsagnir. Ákvörðun Bredar er, líkt og ákvörðun Chuang, tímabundin að því leyti að mál eru í gangi fyrir dómstólum þar sem skorið verður úr um lögmæti aðgerðanna. Stjórnvöld hafa eða hyggjast áfrýja niðurstöðum beggja. Þessu til viðbótar hefur Trump verið gerður afturreka með ákvörðun sína um að banna trans fólk í hernum en dómarinn Ana Reyes sagði hana líklega brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólksins. Reyes gaf stjórnvöldum þrjá daga til að áfrýja.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira