Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2025 06:58 Bráðlætið virðist vera að koma í bakið á Trump og Musk, sem hafa nú ítrekað verið gerðir afturreka af dómstólum. Getty/Andrew Harnik Alríkisdómari hefur fyrirskipað stjórnvöldum í Bandaríkjunum að draga til baka sumar ákvarðanir sem voru teknar þegar USAid var holuð að innan af Doge, niðurskurðarapparatinu sem Elon Musk veitir forystu. Stjórnvöldum hefur verið gert að vinda ofan af uppsögnum starfsfólks og veita þeim aftur aðgang að netföngum sínum og kerfum. Þá sagði dómarinn að USAid ætti að fá að snúa aftur í höfuðstöðvar sínar í Ronald Reagan byggingunni, sem var lokað. Um er að ræða tímabundna ákvörðun, þar til dómur hefur verið kveðinn upp í máli starfsmanna USAid gegn stjórnvöldum, sem snýst meðal annars um aðkomu Musk að því að vefsíða USAid var tekin niður og höfuðstöðvum stofnunarinnar lokað. Alríkisdómarinn, Theodore Chuang, sagði Musk líklega hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þar sem hann hefði ekki verið skipaður í embætti af öldungadeild þingsins. Andstætt fullyrðingum stjórnvalda um að Musk væri aðeins ráðgjafi, virtist hann raunar hafa tekið ákvörðunina um að „loka“ USAid. Að minnsta kosti 25 þúsund verið sagt upp Þetta er ekki eina niðurstaða dómstóla sem hefur farið gegn vilja Donald Trump Bandaríkjaforseta en samkvæmt málsgögnum vinna stofnanir nú að því að draga til baka uppsagnir 25 þúsund nýráðinna starfsmanna sem sagt var upp á svo til einu bretti. Dómarinn James Bredar komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að uppsagnirnar hefðu líklega verið ólögmætar og brotið gegn reglum um fjöldauppsagnir. Ákvörðun Bredar er, líkt og ákvörðun Chuang, tímabundin að því leyti að mál eru í gangi fyrir dómstólum þar sem skorið verður úr um lögmæti aðgerðanna. Stjórnvöld hafa eða hyggjast áfrýja niðurstöðum beggja. Þessu til viðbótar hefur Trump verið gerður afturreka með ákvörðun sína um að banna trans fólk í hernum en dómarinn Ana Reyes sagði hana líklega brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólksins. Reyes gaf stjórnvöldum þrjá daga til að áfrýja. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Stjórnvöldum hefur verið gert að vinda ofan af uppsögnum starfsfólks og veita þeim aftur aðgang að netföngum sínum og kerfum. Þá sagði dómarinn að USAid ætti að fá að snúa aftur í höfuðstöðvar sínar í Ronald Reagan byggingunni, sem var lokað. Um er að ræða tímabundna ákvörðun, þar til dómur hefur verið kveðinn upp í máli starfsmanna USAid gegn stjórnvöldum, sem snýst meðal annars um aðkomu Musk að því að vefsíða USAid var tekin niður og höfuðstöðvum stofnunarinnar lokað. Alríkisdómarinn, Theodore Chuang, sagði Musk líklega hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þar sem hann hefði ekki verið skipaður í embætti af öldungadeild þingsins. Andstætt fullyrðingum stjórnvalda um að Musk væri aðeins ráðgjafi, virtist hann raunar hafa tekið ákvörðunina um að „loka“ USAid. Að minnsta kosti 25 þúsund verið sagt upp Þetta er ekki eina niðurstaða dómstóla sem hefur farið gegn vilja Donald Trump Bandaríkjaforseta en samkvæmt málsgögnum vinna stofnanir nú að því að draga til baka uppsagnir 25 þúsund nýráðinna starfsmanna sem sagt var upp á svo til einu bretti. Dómarinn James Bredar komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að uppsagnirnar hefðu líklega verið ólögmætar og brotið gegn reglum um fjöldauppsagnir. Ákvörðun Bredar er, líkt og ákvörðun Chuang, tímabundin að því leyti að mál eru í gangi fyrir dómstólum þar sem skorið verður úr um lögmæti aðgerðanna. Stjórnvöld hafa eða hyggjast áfrýja niðurstöðum beggja. Þessu til viðbótar hefur Trump verið gerður afturreka með ákvörðun sína um að banna trans fólk í hernum en dómarinn Ana Reyes sagði hana líklega brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólksins. Reyes gaf stjórnvöldum þrjá daga til að áfrýja.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira