Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2025 06:58 Bráðlætið virðist vera að koma í bakið á Trump og Musk, sem hafa nú ítrekað verið gerðir afturreka af dómstólum. Getty/Andrew Harnik Alríkisdómari hefur fyrirskipað stjórnvöldum í Bandaríkjunum að draga til baka sumar ákvarðanir sem voru teknar þegar USAid var holuð að innan af Doge, niðurskurðarapparatinu sem Elon Musk veitir forystu. Stjórnvöldum hefur verið gert að vinda ofan af uppsögnum starfsfólks og veita þeim aftur aðgang að netföngum sínum og kerfum. Þá sagði dómarinn að USAid ætti að fá að snúa aftur í höfuðstöðvar sínar í Ronald Reagan byggingunni, sem var lokað. Um er að ræða tímabundna ákvörðun, þar til dómur hefur verið kveðinn upp í máli starfsmanna USAid gegn stjórnvöldum, sem snýst meðal annars um aðkomu Musk að því að vefsíða USAid var tekin niður og höfuðstöðvum stofnunarinnar lokað. Alríkisdómarinn, Theodore Chuang, sagði Musk líklega hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þar sem hann hefði ekki verið skipaður í embætti af öldungadeild þingsins. Andstætt fullyrðingum stjórnvalda um að Musk væri aðeins ráðgjafi, virtist hann raunar hafa tekið ákvörðunina um að „loka“ USAid. Að minnsta kosti 25 þúsund verið sagt upp Þetta er ekki eina niðurstaða dómstóla sem hefur farið gegn vilja Donald Trump Bandaríkjaforseta en samkvæmt málsgögnum vinna stofnanir nú að því að draga til baka uppsagnir 25 þúsund nýráðinna starfsmanna sem sagt var upp á svo til einu bretti. Dómarinn James Bredar komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að uppsagnirnar hefðu líklega verið ólögmætar og brotið gegn reglum um fjöldauppsagnir. Ákvörðun Bredar er, líkt og ákvörðun Chuang, tímabundin að því leyti að mál eru í gangi fyrir dómstólum þar sem skorið verður úr um lögmæti aðgerðanna. Stjórnvöld hafa eða hyggjast áfrýja niðurstöðum beggja. Þessu til viðbótar hefur Trump verið gerður afturreka með ákvörðun sína um að banna trans fólk í hernum en dómarinn Ana Reyes sagði hana líklega brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólksins. Reyes gaf stjórnvöldum þrjá daga til að áfrýja. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Stjórnvöldum hefur verið gert að vinda ofan af uppsögnum starfsfólks og veita þeim aftur aðgang að netföngum sínum og kerfum. Þá sagði dómarinn að USAid ætti að fá að snúa aftur í höfuðstöðvar sínar í Ronald Reagan byggingunni, sem var lokað. Um er að ræða tímabundna ákvörðun, þar til dómur hefur verið kveðinn upp í máli starfsmanna USAid gegn stjórnvöldum, sem snýst meðal annars um aðkomu Musk að því að vefsíða USAid var tekin niður og höfuðstöðvum stofnunarinnar lokað. Alríkisdómarinn, Theodore Chuang, sagði Musk líklega hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þar sem hann hefði ekki verið skipaður í embætti af öldungadeild þingsins. Andstætt fullyrðingum stjórnvalda um að Musk væri aðeins ráðgjafi, virtist hann raunar hafa tekið ákvörðunina um að „loka“ USAid. Að minnsta kosti 25 þúsund verið sagt upp Þetta er ekki eina niðurstaða dómstóla sem hefur farið gegn vilja Donald Trump Bandaríkjaforseta en samkvæmt málsgögnum vinna stofnanir nú að því að draga til baka uppsagnir 25 þúsund nýráðinna starfsmanna sem sagt var upp á svo til einu bretti. Dómarinn James Bredar komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að uppsagnirnar hefðu líklega verið ólögmætar og brotið gegn reglum um fjöldauppsagnir. Ákvörðun Bredar er, líkt og ákvörðun Chuang, tímabundin að því leyti að mál eru í gangi fyrir dómstólum þar sem skorið verður úr um lögmæti aðgerðanna. Stjórnvöld hafa eða hyggjast áfrýja niðurstöðum beggja. Þessu til viðbótar hefur Trump verið gerður afturreka með ákvörðun sína um að banna trans fólk í hernum en dómarinn Ana Reyes sagði hana líklega brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólksins. Reyes gaf stjórnvöldum þrjá daga til að áfrýja.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira