Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. mars 2016 07:00 Sigmundur Davíð hefur verið í eldlínunni undanfarna daga. vísir/valli Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum. Reynt var að hafa tal af öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en bara náðist í Guðlaug Þór Þórðarson og Vilhjálm Bjarnason, sem vildu ekki tjá sig. Ítrekað var reynt að ná í Bjarna Benediktsson, formann flokksins, án árangurs. Nokkrir þingmenn flokksins hafa þó tjáð sig annars staðar. Brynjar Níelsson sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að málið væri óþægilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið sérstaklega í ljósi undangenginna samninga við kröfuhafa og vegna afnáms hafta. Hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundi um málið og fái allar staðreyndir upp á borðið.Og áður en Sigmundur Davíð steig fram í viðtali við Fréttablaðið lýsti Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins, þeirri skoðun að forsætisráðherra væri í erfiðri stöðu og þyrfti að skýra málið fyrir þjóðinni. Vilhjálmur Bjarnason lýsti þá þeirri skoðun sinni í samtali við Stöð 2 að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar og að málið rýri traust á milli stjórnarflokkanna.Óttarr Proppé kallar eftir svörum frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/StefánÓttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tjáði sig um málið í gær á Facebook og kvaðst eiga erfitt með forsætisráðherra sem takmarki siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Þá víkur hann að ábyrgðarhlutverki Sjálfstæðisflokksins. „Eru sjálfstæðismenn sammála forsætisráðherra sínum um skilgreiningar á siðferði og hvað sé eðlilegt? Ég hlakka til að frétta það. Held að fleiri séu í svipaðri stöðu.“ Þá sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, í samtali við útvarpsfréttir RÚV í gær að stofna ætti rannsóknarnefnd um málið en slíkt hafi verið gert af minna tilefni. Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum. Reynt var að hafa tal af öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en bara náðist í Guðlaug Þór Þórðarson og Vilhjálm Bjarnason, sem vildu ekki tjá sig. Ítrekað var reynt að ná í Bjarna Benediktsson, formann flokksins, án árangurs. Nokkrir þingmenn flokksins hafa þó tjáð sig annars staðar. Brynjar Níelsson sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að málið væri óþægilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið sérstaklega í ljósi undangenginna samninga við kröfuhafa og vegna afnáms hafta. Hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundi um málið og fái allar staðreyndir upp á borðið.Og áður en Sigmundur Davíð steig fram í viðtali við Fréttablaðið lýsti Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins, þeirri skoðun að forsætisráðherra væri í erfiðri stöðu og þyrfti að skýra málið fyrir þjóðinni. Vilhjálmur Bjarnason lýsti þá þeirri skoðun sinni í samtali við Stöð 2 að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar og að málið rýri traust á milli stjórnarflokkanna.Óttarr Proppé kallar eftir svörum frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/StefánÓttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tjáði sig um málið í gær á Facebook og kvaðst eiga erfitt með forsætisráðherra sem takmarki siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Þá víkur hann að ábyrgðarhlutverki Sjálfstæðisflokksins. „Eru sjálfstæðismenn sammála forsætisráðherra sínum um skilgreiningar á siðferði og hvað sé eðlilegt? Ég hlakka til að frétta það. Held að fleiri séu í svipaðri stöðu.“ Þá sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, í samtali við útvarpsfréttir RÚV í gær að stofna ætti rannsóknarnefnd um málið en slíkt hafi verið gert af minna tilefni.
Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30
Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00
Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53