Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. mars 2016 07:00 Sigmundur Davíð hefur verið í eldlínunni undanfarna daga. vísir/valli Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum. Reynt var að hafa tal af öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en bara náðist í Guðlaug Þór Þórðarson og Vilhjálm Bjarnason, sem vildu ekki tjá sig. Ítrekað var reynt að ná í Bjarna Benediktsson, formann flokksins, án árangurs. Nokkrir þingmenn flokksins hafa þó tjáð sig annars staðar. Brynjar Níelsson sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að málið væri óþægilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið sérstaklega í ljósi undangenginna samninga við kröfuhafa og vegna afnáms hafta. Hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundi um málið og fái allar staðreyndir upp á borðið.Og áður en Sigmundur Davíð steig fram í viðtali við Fréttablaðið lýsti Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins, þeirri skoðun að forsætisráðherra væri í erfiðri stöðu og þyrfti að skýra málið fyrir þjóðinni. Vilhjálmur Bjarnason lýsti þá þeirri skoðun sinni í samtali við Stöð 2 að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar og að málið rýri traust á milli stjórnarflokkanna.Óttarr Proppé kallar eftir svörum frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/StefánÓttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tjáði sig um málið í gær á Facebook og kvaðst eiga erfitt með forsætisráðherra sem takmarki siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Þá víkur hann að ábyrgðarhlutverki Sjálfstæðisflokksins. „Eru sjálfstæðismenn sammála forsætisráðherra sínum um skilgreiningar á siðferði og hvað sé eðlilegt? Ég hlakka til að frétta það. Held að fleiri séu í svipaðri stöðu.“ Þá sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, í samtali við útvarpsfréttir RÚV í gær að stofna ætti rannsóknarnefnd um málið en slíkt hafi verið gert af minna tilefni. Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum. Reynt var að hafa tal af öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en bara náðist í Guðlaug Þór Þórðarson og Vilhjálm Bjarnason, sem vildu ekki tjá sig. Ítrekað var reynt að ná í Bjarna Benediktsson, formann flokksins, án árangurs. Nokkrir þingmenn flokksins hafa þó tjáð sig annars staðar. Brynjar Níelsson sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að málið væri óþægilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið sérstaklega í ljósi undangenginna samninga við kröfuhafa og vegna afnáms hafta. Hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundi um málið og fái allar staðreyndir upp á borðið.Og áður en Sigmundur Davíð steig fram í viðtali við Fréttablaðið lýsti Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins, þeirri skoðun að forsætisráðherra væri í erfiðri stöðu og þyrfti að skýra málið fyrir þjóðinni. Vilhjálmur Bjarnason lýsti þá þeirri skoðun sinni í samtali við Stöð 2 að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar og að málið rýri traust á milli stjórnarflokkanna.Óttarr Proppé kallar eftir svörum frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/StefánÓttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tjáði sig um málið í gær á Facebook og kvaðst eiga erfitt með forsætisráðherra sem takmarki siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Þá víkur hann að ábyrgðarhlutverki Sjálfstæðisflokksins. „Eru sjálfstæðismenn sammála forsætisráðherra sínum um skilgreiningar á siðferði og hvað sé eðlilegt? Ég hlakka til að frétta það. Held að fleiri séu í svipaðri stöðu.“ Þá sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, í samtali við útvarpsfréttir RÚV í gær að stofna ætti rannsóknarnefnd um málið en slíkt hafi verið gert af minna tilefni.
Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30
Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00
Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53