Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 18. mars 2025 15:31 Nú hefur Rósa Guðbjartsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs og stjórnarkona í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tjáð sig um stjórnarsetu sína í sambandinu. Hún verður ekki sökuð um að tala skýrt en samkvæmt fréttum í dag ætlar hún að sitja áfram í stjórn sambandsins en gæti e.t.v. hugsanlega hætt þar og í bæjarstjórn á næstunni. Gæti hætt en er ekki viss, þarf að klára einhver verkefni í bæjarstjórn en tilgreinir ekki hver þau eru og treystir því væntanlega ekki nýjum bæjarstjóra Framsóknarflokksins til þess að stýra þeim í örugga höfn eða þá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Óskýrara verður orðasalatið varla. Kannski er erfitt að ætlast til skýrleika þegar sinna þarf jafn mörgum og fjölbreyttum ábyrgðarstörfum og mögulega aldrei hægt að vera alveg viss um í krafti hvaða embættis er talað. Skólastarfi haldið í gíslingu til þess að slá pólitískar keilur Þetta væri hugsanlega aðeins fyndið ef þetta væri ekki svona alvarlegt því hún og hennar fólk í stjórn sambandsins hélt skólastarfi í landinu í gíslingu í pólitískum hráskinnaleik í tengslum við gerð kjarasamninga kennara fyrir skemmstu. Markmiðið var að slá pólitískar keilur til þess að reyna að koma höggi á formann sambandsins og þá verðandi borgarstjóra og láta ríkisstjórnina sitja uppi með vandann. Ómerkileg stjórnarandstöðupólitík var því leiðarljós þessa hóps sem vílaði ekki fyrir sér að nota nemendur, aðstandendur þeirra, kennara og annað starfsfólk sem skiptimynt í pólitískum leikjum sínum. Sem betur fer sýndi Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga pólitíska forystu á ögurstundu sem varð til þess að samið var við kennara og skólastarfi í landinu var bjargað úr klóm fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í stjórn sambandsins. Þingkona sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara Í ljósi alls þessa þá eru það veruleg vonbrigði að forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði valdi því að Rósa Guðbjartsdóttir skuli vera eini bæjarfulltrúinn, sem náði kjöri í síðustu alþingiskosningum, sem hafi ekki beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Krísa flokksins í Hafnarfirði lítur út fyrir að vera alvarleg og djúpstæð því viðtöl við þingkonuna, bæjarfulltrúann, formann bæjarráðs og stjórnarkonuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga benda til þess að hún viti varla hvort hún er að koma eða fara. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og eflaust trufla líka háar launagreiðslur frá Hafnarfirði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ofan á þingfararkaupið dómgreindina. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Mest lesið Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur Rósa Guðbjartsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs og stjórnarkona í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tjáð sig um stjórnarsetu sína í sambandinu. Hún verður ekki sökuð um að tala skýrt en samkvæmt fréttum í dag ætlar hún að sitja áfram í stjórn sambandsins en gæti e.t.v. hugsanlega hætt þar og í bæjarstjórn á næstunni. Gæti hætt en er ekki viss, þarf að klára einhver verkefni í bæjarstjórn en tilgreinir ekki hver þau eru og treystir því væntanlega ekki nýjum bæjarstjóra Framsóknarflokksins til þess að stýra þeim í örugga höfn eða þá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Óskýrara verður orðasalatið varla. Kannski er erfitt að ætlast til skýrleika þegar sinna þarf jafn mörgum og fjölbreyttum ábyrgðarstörfum og mögulega aldrei hægt að vera alveg viss um í krafti hvaða embættis er talað. Skólastarfi haldið í gíslingu til þess að slá pólitískar keilur Þetta væri hugsanlega aðeins fyndið ef þetta væri ekki svona alvarlegt því hún og hennar fólk í stjórn sambandsins hélt skólastarfi í landinu í gíslingu í pólitískum hráskinnaleik í tengslum við gerð kjarasamninga kennara fyrir skemmstu. Markmiðið var að slá pólitískar keilur til þess að reyna að koma höggi á formann sambandsins og þá verðandi borgarstjóra og láta ríkisstjórnina sitja uppi með vandann. Ómerkileg stjórnarandstöðupólitík var því leiðarljós þessa hóps sem vílaði ekki fyrir sér að nota nemendur, aðstandendur þeirra, kennara og annað starfsfólk sem skiptimynt í pólitískum leikjum sínum. Sem betur fer sýndi Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga pólitíska forystu á ögurstundu sem varð til þess að samið var við kennara og skólastarfi í landinu var bjargað úr klóm fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í stjórn sambandsins. Þingkona sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara Í ljósi alls þessa þá eru það veruleg vonbrigði að forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði valdi því að Rósa Guðbjartsdóttir skuli vera eini bæjarfulltrúinn, sem náði kjöri í síðustu alþingiskosningum, sem hafi ekki beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Krísa flokksins í Hafnarfirði lítur út fyrir að vera alvarleg og djúpstæð því viðtöl við þingkonuna, bæjarfulltrúann, formann bæjarráðs og stjórnarkonuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga benda til þess að hún viti varla hvort hún er að koma eða fara. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og eflaust trufla líka háar launagreiðslur frá Hafnarfirði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ofan á þingfararkaupið dómgreindina. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun