Söguleg árás dróna og róbóta Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 13:35 Úkraínskur hermaður á æfingu með dróna. Getty/Roman Chop Úkraínskir hermenn gerðu í desember árás á rússneskar skotgrafir norður af Karkívborg. Það væri í sjálfu sér ekki merkilegt en við árásina var eingöngu notast við dróna og var það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert. Úkraínumenn sendu um fimmtíu dróna, bæði fljúgandi dróna og róbóta á fótum og hjólum að rússneskum hermönnum. Sumir drónanna voru hannaðir til að springa í loft upp og aðrir til að varpa sprengjum úr lofti. Þá voru einnig róbótar sem báru fjarstýrðar byssur. Drónahernaður hefur tekið stakkaskiptum í innrás Rússa í Úkraínu þar sem umfang notkunar þeirra hefur aukist og aukist og ný tækni hefur verið þróuð á miklum hraða í átökunum. Wall Street Journal, sem fjallar um umrædda árás, segir hana hafa verið nokkurskonar tilraunaverkefni. Árásin var gerð af hersveit sjálfboðaliða úr þjóðvarðliði Úkraínu sem heitir Khartíja. Hermenn segja hana ekki hafa gengið áfallalaust fyrir sig en hún hafi heppnast, þó óljóst sé hversu vel. Helstu vandræði voru að róbótarnir áttu að það til að eiga erfitt með að komast leiðar sinnar og festurst í leðju. Þegar úkraínskir hermenn fóru í kjölfarið að skotgröfunum segjast þeir hafa fundið lík rússneskra hermanna þar. Nú eru forsvarsmenn annarra herdeilda sagðir undirbúa sambærilegar aðgerðir. Drónar gegn drónum Meðlimir Khartíja höfðu æft árásina nokkrum sinnum, til að ganga úr skugga um að sendingar drónanna trufluðu ekki aðra dróna og til að kortleggja þær leiðir sem drónarnir áttu að fara. Árásin hófst með því að fjórhjóladrifunum dróna var keyrt að neðanjarðarbyrgi Rússa og stóð árásin svo yfir í rúmar fimm klukkustundir. Upprunalegu árásinni var fylgt eftir með sjálfsprengidrónum úr lofti og róbótum búnum byssum. Þá var einnig fylgst með árásinni úr eftirlitsdrónum og krafðist árásin mikillar samhæfingar hjá flugmönnum og stjórnendum drónanna. Rússneskir drónar voru einnig á svæðinu en Rússar notuðu sjálfsprengidróna gegn róbótum Úkraínumanna á jörðu niðri. Í samtali við blaðamenn WSJ segja úkraínskir hermenn að árásin hafi sýnt þeim hvernig þeir þurfa að breyta drónum, hvaða aðferðir virka og hvað virkar ekki. Slík þróun er Úkraínumönnum gífurlega mikilvæg, sérstaklega þar sem talið er að drónar séu orðnir skæðasta vopn þeirra gegn Rússum. Khartíja herdeildin notar margskonar dróna og róbóta. Varnarmálaráðherra Hollands heimsótti hermenn herdeildarinnar nýlega og lýkti því við að heimsækja nýsköpunarfyrirtæki. The people behind the Khartiia unmanned ground vehicles by @mil_in_ua: https://t.co/djcLmVKCg4 pic.twitter.com/e93ftqmroQ— Khartiia Brigade of the National Guard of Ukraine (@khartiiabrygada) February 14, 2025 Bæta dróna með gervigreind Breska hugveitan Royal United Services Institute (RUSI) birti fyrr á árinu skýrslu um átökin í Úkraínu en þar kom meðal annars fram að tiltölulega einfaldir og smáir sjálfsprengidrónar væru notaðir til að granda um sextíu til sjötíu prósentum af rússneskum hergögnum. Þessum drónum fylgir þó sá varnagli að sextíu til áttatíu prósent þeirra ná ekki til skotmarka sinna, hvort sem það er vegna rafrænna truflana eða hæfni flugmanna. Úkraínumenn hafa því lagt mikið kapp á að búa þessa dróna gervigreindartækni sem gera á þeim kleift að finna skotmörkin sjálfir, þegar sambandið við stjórnendur rofnar. Þetta á líka við róbóta á jörðu niðri og drónabáta. Í grein Economist segir að gervigreind hafi þegar gert Úkraínumönnum kleift að nýta dróna sína betur. Sérfræðingar segja þó í það minnsta einhver ár þar til þessi vinna fari að skila markvissum árangri í formi svo gott sem sjálfstýrðra dróna. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tækni Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. 17. mars 2025 12:46 Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. 17. mars 2025 06:34 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Sumir drónanna voru hannaðir til að springa í loft upp og aðrir til að varpa sprengjum úr lofti. Þá voru einnig róbótar sem báru fjarstýrðar byssur. Drónahernaður hefur tekið stakkaskiptum í innrás Rússa í Úkraínu þar sem umfang notkunar þeirra hefur aukist og aukist og ný tækni hefur verið þróuð á miklum hraða í átökunum. Wall Street Journal, sem fjallar um umrædda árás, segir hana hafa verið nokkurskonar tilraunaverkefni. Árásin var gerð af hersveit sjálfboðaliða úr þjóðvarðliði Úkraínu sem heitir Khartíja. Hermenn segja hana ekki hafa gengið áfallalaust fyrir sig en hún hafi heppnast, þó óljóst sé hversu vel. Helstu vandræði voru að róbótarnir áttu að það til að eiga erfitt með að komast leiðar sinnar og festurst í leðju. Þegar úkraínskir hermenn fóru í kjölfarið að skotgröfunum segjast þeir hafa fundið lík rússneskra hermanna þar. Nú eru forsvarsmenn annarra herdeilda sagðir undirbúa sambærilegar aðgerðir. Drónar gegn drónum Meðlimir Khartíja höfðu æft árásina nokkrum sinnum, til að ganga úr skugga um að sendingar drónanna trufluðu ekki aðra dróna og til að kortleggja þær leiðir sem drónarnir áttu að fara. Árásin hófst með því að fjórhjóladrifunum dróna var keyrt að neðanjarðarbyrgi Rússa og stóð árásin svo yfir í rúmar fimm klukkustundir. Upprunalegu árásinni var fylgt eftir með sjálfsprengidrónum úr lofti og róbótum búnum byssum. Þá var einnig fylgst með árásinni úr eftirlitsdrónum og krafðist árásin mikillar samhæfingar hjá flugmönnum og stjórnendum drónanna. Rússneskir drónar voru einnig á svæðinu en Rússar notuðu sjálfsprengidróna gegn róbótum Úkraínumanna á jörðu niðri. Í samtali við blaðamenn WSJ segja úkraínskir hermenn að árásin hafi sýnt þeim hvernig þeir þurfa að breyta drónum, hvaða aðferðir virka og hvað virkar ekki. Slík þróun er Úkraínumönnum gífurlega mikilvæg, sérstaklega þar sem talið er að drónar séu orðnir skæðasta vopn þeirra gegn Rússum. Khartíja herdeildin notar margskonar dróna og róbóta. Varnarmálaráðherra Hollands heimsótti hermenn herdeildarinnar nýlega og lýkti því við að heimsækja nýsköpunarfyrirtæki. The people behind the Khartiia unmanned ground vehicles by @mil_in_ua: https://t.co/djcLmVKCg4 pic.twitter.com/e93ftqmroQ— Khartiia Brigade of the National Guard of Ukraine (@khartiiabrygada) February 14, 2025 Bæta dróna með gervigreind Breska hugveitan Royal United Services Institute (RUSI) birti fyrr á árinu skýrslu um átökin í Úkraínu en þar kom meðal annars fram að tiltölulega einfaldir og smáir sjálfsprengidrónar væru notaðir til að granda um sextíu til sjötíu prósentum af rússneskum hergögnum. Þessum drónum fylgir þó sá varnagli að sextíu til áttatíu prósent þeirra ná ekki til skotmarka sinna, hvort sem það er vegna rafrænna truflana eða hæfni flugmanna. Úkraínumenn hafa því lagt mikið kapp á að búa þessa dróna gervigreindartækni sem gera á þeim kleift að finna skotmörkin sjálfir, þegar sambandið við stjórnendur rofnar. Þetta á líka við róbóta á jörðu niðri og drónabáta. Í grein Economist segir að gervigreind hafi þegar gert Úkraínumönnum kleift að nýta dróna sína betur. Sérfræðingar segja þó í það minnsta einhver ár þar til þessi vinna fari að skila markvissum árangri í formi svo gott sem sjálfstýrðra dróna.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tækni Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. 17. mars 2025 12:46 Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. 17. mars 2025 06:34 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07
Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08
Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. 17. mars 2025 12:46
Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. 17. mars 2025 06:34