Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2025 13:02 Ísraelsríki var stofnað í Palestínu árið 1948 af Þjóðabandalaginu (forverum Sameinuðu þjóðanna) sem afhentu gyðingum yfir 50% af landi Palestínu. Fyrir áttu gyðingar einungis um 6% af landi í Palestínu, en frá aldamótum 1900 höfðu gyðingar keypt þar jarðir og t.d. stofnað samyrkjubú. Íbúar Palestínu voru ekki sátt við að missa eignir sínar og missa meira en helmings alls lands undir hið nýstofnaða ríki og veittu andspyrnu. Sú andspyrna var brotin á bak aftur með þvílíku afli og landstuldi af hálfu Ísraela að eftir stóðu íbúar Palestínu með einungis um 20% lands og Ísraelar með um 80% lands Palestínu. Áfram líður tíminn og árið 1967 hernema ísraelsk stjórnvöld það sem eftir er af Palestínu. Kallað sex daga stríðið. Ísraelsk stjórnvöld eru þá með ógnarstjórn á öllu landi og öllum íbúum Palestínu. Palestínskir íbúar lifa eftir herlögum meðan Ísraelar lifa við landslög, á því er mikill lífsgæða munur. Opinber tölfræði segir okkur að íbúar Palestínu hafi lifað við kúgun ofbeldi og dauða allt frá stofnun Ísraelsríkis - ekki öfugt. Allar þessar sístækkandi ólöglegu landtökubyggðir tala sínu máli. Það rænir engin landi án þess að beita ofbeldi, kúgun og útrýmingu þeirra sem fyrir eru. Það var svo seint árið 1987 sem íbúar í Palestínu stofna herskáa andspyrnuhreyfingu að nafni Hamas. Fjörutíu árum eftir að Ísraelsríki tók yfir 88% af landi þeirra. Tuttugu árum eftir að rest af landi var hertekið af Ísraelum með tilheyrandi, ofbeldi, dauða og lífsgæðaskerðingu. Með öðrum orðum, það tók Palestínska þjóð heilt land og 40 ár að stofna herskáa andspyrnuhreyfingu. Síðan eru liðin 37 ár en ekkert hefur breyst. Enn þá sýna öll opinber gögn (frá stofnunum sem við erum vön að taka mark á) hversu mikill munur er á myrtum sitt hvoru megin og hversu ólík lífsgæðin eru. Árið 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum á móti 16.000 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Frá árinu 2008 til 2022 drápu Ísraelsmenn 6.736 íbúa Palestínu á móti 317 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Árið 2023 frá 1. jan. til 7. okt. myrtu Ísraelsmenn 237 íbúa Palestínu en Palestínumenn drápu 4 Ísraela. Þið þekkið svo atburðarásina eftir 7. okt. Inn í þessum tölum eru ekki allt það palestínska fólk deyr vegna vosbúðar eða vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og ekki tölur yfir fólk sem leggst á flótta vegna ofsókna og stuldi á eigum þess og landi. Það er bara önnur þjóðin sem hefur flúið undan ofsóknum og ofbeldi og bara önnur þjóðin sem lifir við herlög með öllum þeim takmörkunum lífsgæða sem því fylgir. Flóttafólk er varla vandamálið heldur það sem það er að flýja. Herskár andspyrnuhreyfingar eru varla vandamálið heldur hvers vegna þær verða til. Hvað er orsök og hvað er afleiðing? Yfirstandandi þjóðarmorð og langavarandi útrýming palestínskrar þjóðar verður ekki réttlæt vegna tilvistar Hamas. Veit það er þægilegri tilhugsun fyrir okkur áhorfendur (alþjóðasamfélagið) og því er haldið að okkur - en það stenst bara ekki skoðun. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ísraelsríki var stofnað í Palestínu árið 1948 af Þjóðabandalaginu (forverum Sameinuðu þjóðanna) sem afhentu gyðingum yfir 50% af landi Palestínu. Fyrir áttu gyðingar einungis um 6% af landi í Palestínu, en frá aldamótum 1900 höfðu gyðingar keypt þar jarðir og t.d. stofnað samyrkjubú. Íbúar Palestínu voru ekki sátt við að missa eignir sínar og missa meira en helmings alls lands undir hið nýstofnaða ríki og veittu andspyrnu. Sú andspyrna var brotin á bak aftur með þvílíku afli og landstuldi af hálfu Ísraela að eftir stóðu íbúar Palestínu með einungis um 20% lands og Ísraelar með um 80% lands Palestínu. Áfram líður tíminn og árið 1967 hernema ísraelsk stjórnvöld það sem eftir er af Palestínu. Kallað sex daga stríðið. Ísraelsk stjórnvöld eru þá með ógnarstjórn á öllu landi og öllum íbúum Palestínu. Palestínskir íbúar lifa eftir herlögum meðan Ísraelar lifa við landslög, á því er mikill lífsgæða munur. Opinber tölfræði segir okkur að íbúar Palestínu hafi lifað við kúgun ofbeldi og dauða allt frá stofnun Ísraelsríkis - ekki öfugt. Allar þessar sístækkandi ólöglegu landtökubyggðir tala sínu máli. Það rænir engin landi án þess að beita ofbeldi, kúgun og útrýmingu þeirra sem fyrir eru. Það var svo seint árið 1987 sem íbúar í Palestínu stofna herskáa andspyrnuhreyfingu að nafni Hamas. Fjörutíu árum eftir að Ísraelsríki tók yfir 88% af landi þeirra. Tuttugu árum eftir að rest af landi var hertekið af Ísraelum með tilheyrandi, ofbeldi, dauða og lífsgæðaskerðingu. Með öðrum orðum, það tók Palestínska þjóð heilt land og 40 ár að stofna herskáa andspyrnuhreyfingu. Síðan eru liðin 37 ár en ekkert hefur breyst. Enn þá sýna öll opinber gögn (frá stofnunum sem við erum vön að taka mark á) hversu mikill munur er á myrtum sitt hvoru megin og hversu ólík lífsgæðin eru. Árið 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum á móti 16.000 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Frá árinu 2008 til 2022 drápu Ísraelsmenn 6.736 íbúa Palestínu á móti 317 Ísraelum sem Palestínumenn drápu. Árið 2023 frá 1. jan. til 7. okt. myrtu Ísraelsmenn 237 íbúa Palestínu en Palestínumenn drápu 4 Ísraela. Þið þekkið svo atburðarásina eftir 7. okt. Inn í þessum tölum eru ekki allt það palestínska fólk deyr vegna vosbúðar eða vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og ekki tölur yfir fólk sem leggst á flótta vegna ofsókna og stuldi á eigum þess og landi. Það er bara önnur þjóðin sem hefur flúið undan ofsóknum og ofbeldi og bara önnur þjóðin sem lifir við herlög með öllum þeim takmörkunum lífsgæða sem því fylgir. Flóttafólk er varla vandamálið heldur það sem það er að flýja. Herskár andspyrnuhreyfingar eru varla vandamálið heldur hvers vegna þær verða til. Hvað er orsök og hvað er afleiðing? Yfirstandandi þjóðarmorð og langavarandi útrýming palestínskrar þjóðar verður ekki réttlæt vegna tilvistar Hamas. Veit það er þægilegri tilhugsun fyrir okkur áhorfendur (alþjóðasamfélagið) og því er haldið að okkur - en það stenst bara ekki skoðun. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar