Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2025 21:16 Úr leik Ármanns og ÍA á leiktíðinni. Ármann Körfubolti Deildarkeppni 1. deildar karla í körfubolta er nú lokið. Fyrir lokaumferðina var ljóst að ÍA væru deildarmeistarar og myndu leika í Bónus-deildinni á næstu leiktíð. Liðin í 2. til 9. sæti fara í úrslitakeppnina um hitt sætið sem í boði er í Bónus-deildinni. Ármann endar í 2. sæti deildarinnar eftir öruggan sigur á Þór Akureyri, lokatölur 124-102. Stigahæstur var Jaxson Schuler Baker með 28 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar. Gestirnir frá Akureyri enda í 6. sæti. Hamar endar í 3. sæti eftir sigur á Snæfelli í framlengdum leik, lokatölur í Hveragerði 126-118. Jaeden Edmund King var stigahæstur hjá Hamri með 38 stig. Hann tók einnig 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Snæfell endar í 8. sæti. Sindri endar í 4. sæti eftir sigur á KFG í Garðabæ, lokatölur 87-91 í jöfnum leik. Gísli Þórarinn Hallsson var stigahæstur hjá Sindra með 23 stig. KFG endar í 12. sæti sem er jafnframt botnsætið. Fjölnir lagði Skallagrím, 109-83, og endar í 5. sæti. Sigvaldi Eggertsson var stigahæstur hjá Fjölni með 31 stig. Þar á eftir kom Lewis Junior Diankulu með 25 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Skallagrímur endar í 11. sæti. Topplið ÍA tapaði þá nokkuð óvænt á Selfossi, lokatölur 115-108. Follie Bogan stigahæstur í liði heimamanna með 29 stig á meðan Skarphéðinn Árni Þorbergsson skoraði 21 stig. Kristófer Már Gíslason var stigahæstur í liði ÍA með 26 stig. Með sigrinum fór Selfoss í 9. sætið á kostnað KV sem tapaði með sex stiga mun gegn Breiðabliki í kvöld, lokatölur í Kópavogi 100-94. Blikar enda í 7. sæti. Í úrslitakeppninni mætast liðin í 2. og 9. sæti, 3. og 8. sæti og svo koll af kolli. Lítill munur er á liðunum í 2. til 5. sæti og því má búast við hörku úrslitakeppni. Þá má ekki afskrifa liðin þar fyrir neðan sem hafa mörg hver reynslu úr efstu deild á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð. Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Ármann endar í 2. sæti deildarinnar eftir öruggan sigur á Þór Akureyri, lokatölur 124-102. Stigahæstur var Jaxson Schuler Baker með 28 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar. Gestirnir frá Akureyri enda í 6. sæti. Hamar endar í 3. sæti eftir sigur á Snæfelli í framlengdum leik, lokatölur í Hveragerði 126-118. Jaeden Edmund King var stigahæstur hjá Hamri með 38 stig. Hann tók einnig 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Snæfell endar í 8. sæti. Sindri endar í 4. sæti eftir sigur á KFG í Garðabæ, lokatölur 87-91 í jöfnum leik. Gísli Þórarinn Hallsson var stigahæstur hjá Sindra með 23 stig. KFG endar í 12. sæti sem er jafnframt botnsætið. Fjölnir lagði Skallagrím, 109-83, og endar í 5. sæti. Sigvaldi Eggertsson var stigahæstur hjá Fjölni með 31 stig. Þar á eftir kom Lewis Junior Diankulu með 25 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Skallagrímur endar í 11. sæti. Topplið ÍA tapaði þá nokkuð óvænt á Selfossi, lokatölur 115-108. Follie Bogan stigahæstur í liði heimamanna með 29 stig á meðan Skarphéðinn Árni Þorbergsson skoraði 21 stig. Kristófer Már Gíslason var stigahæstur í liði ÍA með 26 stig. Með sigrinum fór Selfoss í 9. sætið á kostnað KV sem tapaði með sex stiga mun gegn Breiðabliki í kvöld, lokatölur í Kópavogi 100-94. Blikar enda í 7. sæti. Í úrslitakeppninni mætast liðin í 2. og 9. sæti, 3. og 8. sæti og svo koll af kolli. Lítill munur er á liðunum í 2. til 5. sæti og því má búast við hörku úrslitakeppni. Þá má ekki afskrifa liðin þar fyrir neðan sem hafa mörg hver reynslu úr efstu deild á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira