Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og John Andrews er hún skrifaði undir samning við Víking.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og John Andrews er hún skrifaði undir samning við Víking. víkingur

Víkingur spilar ekki í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta. Liðinu var dæmdur ósigur í leiknum gegn Keflavík á föstudaginn þar sem það tefldi fram ólöglegum leikmanni.

Víkingar unnu leikinn með fimm mörkum gegn engu. Einn leikmanna liðsins, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, spilaði leikinn þrátt fyrir að vera enn skráð í Val.

Fyrir vikið var Víkingi dæmdur 3-0 ósigur auk þess sem félagið fékk 120 þúsund króna sekt frá KSÍ.

Í stað Víkings fer FH í undanúrslit Lengjubikarsins og mætir þar Þór/KA. Leikurinn fer fram á föstudaginn sem og hinn undanúrslitaleikurinn milli Íslandsmeistara Breiðabliks og bikarmeistara Vals.

Þórdís var í byrjunarliði Víkings í leiknum en nýverið samdi hún við Víking sem endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar á síðasta ári.

Víkingur mætir Þór/KA í 1. umferð Bestu deildarinnar miðvikudaginn 16. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×