Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar 17. mars 2025 15:02 Á þriggja til fjögurra ára fresti skipast veður í lofti þar sem vindar almennings ákvarða stefnu skipsins að nýju. Þjóðinni er lofuð búbót, endurbótum á stefni skipsins og nýjum seglum sjái fólk sér fært að blása skipinu til vinstri eða hægri hverju sinni. Allt virðist þetta þó fyrst og fremst gert til þess að tryggja einn hlut framar öðrum þar sem flestir hásetar skipsins eru hálfgerðir sjóðræningjar; annars konar kerfisfræðingar innan hins opinbera. Undanfarin ár höfum við fylgst með nýjum einstaklingum stíga fram undir yfirskrift breytinga, núna síðast í borginni, sem er vissulega kunnuglegt stef í lands- og sveitarstjórnarpólitík. Það sem hefur þó borið hæst er hvernig þessi verðandi umbreytingaröfl, þessir beyttu hnífar sem vildu skera á óréttláta strengi sérhagsmuna verða bitlausir þegar þau fá loksins sæti við borðið. Orðræðan verður önnur þegar þau átta sig á því að þau eru brynvarin, þótt það sé ekki nema til nokkurra ára og stundum mánaða í senn. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir ólgusjó er lífið oftast nokkuð gott í brúnni. Ný borgarstjórn hefur því valdið mér miklu hugarangri undanfarna daga í ljósi umræðunnar um kaup kjörinna aðila sem eru í engu samræmi við stöðuna í borginni. Ef við skoðum stjórnunaraðferðir Reykjavíkurborgar út frá sjónarhorni atvinnurekandans ætti það alltaf að vera fyrsta verk að tryggja reksturinn, launagreiðslur og annað sem snýr að almennu utanumhaldi á verkefnum svo allt standi undir sér áður en eigin hagur er skoðaður. Á einfaldri íslensku má segja að enginn ætti að greiða sér ofurlaun þegar illa gengur, hvað þá þegar brimið sem brotnar á fleyinu er við það að sökkva sjálfu skipinu. Það skýtur því skökku við að sjá forsvarsmenn sem starfa í okkar þágu greiða sér laun með almannafé þar sem upphæðirnar samsvarar sér einungis meðal bankastjóra og atvinnufjárfesta ofarlega í tekjublaði Frjálsrar verslunar eða á topplista Forbes yfir tekjuhæstu opinberu starfsmenn heims. Pælum aðeins í því. Þessi laun endurspegla engan veginn hvernig borginni hefur verið stýrt og ef reksturinn stendur ekki undir sér þarf að endurskoða alla þætti sem setja svip sinn á kostnaðarliði hans. Er innri áttavitinn rétt stilltur? Lausnin við leikskóla vandamáli landsins liggur þó vissulega ekki í því að afnema launagreiðslur til borgarstjóra eða annarra stjórnanda innan borgarinnar, rétt eins og við endurreisum ekki heilbrigðiskerfið með því að fella niður laun landlæknis. Þegar tvöföld mánaðarlaun æðsta stjórnanda borgarinnar eru aftur á móti á við árslaun leikskólakennara á meðan rík mannekla er hjá þeirri starfsstétt spyr maður sig hvort núverandi borgarstjóri sé með rétt stilltan áherslu áttavita. Væri þetta ekki hið opinbera mætti færa rök fyrir því að reksturinn stæði ekki undir sér með svona háum stjórnunarkostnað miðað við stöðu fyrirtækisins, raunar væri löngu búið að taka félagið til gjaldþrotaskipta. Rót vangaveltna minna liggur þó í einfaldri spurningu: starfar þetta fólk raunverulega fyrir okkur eða eru þau fyrst og fremst að hugsa um sinn eigin starfsferil á sviði stjórnmála? Það gleymist nefnilega gjarnan að rétt eins og aðilar sem sinna störfum fjarri hinu opinbera er þetta allt fólk sem er að reyna vinna sér upp ákveðinn metorðastiga. Að mínu mati fer þessi stjórnartíð nýrrar borgarstjórnar ekki vel af stað en dæmið sem sannar regluna er hversu miklu þau koma í verk út kjörtímabilið og því verður áhugavert að sjá hvernig næstu vikur og mánuðir þróast. Munu þau beita sér fyrir raunverulegum umbætum á kerfinu, styttingu biðtíma leikskóla og þar eftir götum eða erum við komin á þann stað að valdaseta og viðbótar greiðslur vegna nefndarstarfa skipta þau meira máli? Lærum af reynslunni, svona einu sinni. Munum það næst þegar gengið er til kosninga hver skilgreining þeirra sem starfa í okkar þágu er á árangri og umbætum. Hlustum ekki á loforð um breytta tíma, horfum frekar til baka og lærum af reynslunni. Vegna þess að þegar þau sem halda í stjórntaumana í dag sækjast eftir sæti um borð í bátnum að nýju vilja þau skiljanlega vera á besta stað aftur. Þau segja það sem segja þarf til þess að skila sér á fyrsta farrými en gleyma því svo jafnóðum þegar þau setjast í brakandi leðrið hvernig það er að sitja í tausætis-þrengslunum meðal almennings. Það hefur alltaf verið okkar hlutverk að benda á brotalamirnar og kalla eftir breytingum. Við vitum það öll að úrbætur og stórtækar umbreytingar gerast ekki yfir nóttu en ef við sættum okkur ávallt við status-quo stemninguna sem hefur lengi vel snúist fyrst og fremst um ofgreiðslur til þeirra sem illa standa sig við umsjón á okkar almannafé mun þetta aldrei breytast. Höfundur er óflokksbundinn símsmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á þriggja til fjögurra ára fresti skipast veður í lofti þar sem vindar almennings ákvarða stefnu skipsins að nýju. Þjóðinni er lofuð búbót, endurbótum á stefni skipsins og nýjum seglum sjái fólk sér fært að blása skipinu til vinstri eða hægri hverju sinni. Allt virðist þetta þó fyrst og fremst gert til þess að tryggja einn hlut framar öðrum þar sem flestir hásetar skipsins eru hálfgerðir sjóðræningjar; annars konar kerfisfræðingar innan hins opinbera. Undanfarin ár höfum við fylgst með nýjum einstaklingum stíga fram undir yfirskrift breytinga, núna síðast í borginni, sem er vissulega kunnuglegt stef í lands- og sveitarstjórnarpólitík. Það sem hefur þó borið hæst er hvernig þessi verðandi umbreytingaröfl, þessir beyttu hnífar sem vildu skera á óréttláta strengi sérhagsmuna verða bitlausir þegar þau fá loksins sæti við borðið. Orðræðan verður önnur þegar þau átta sig á því að þau eru brynvarin, þótt það sé ekki nema til nokkurra ára og stundum mánaða í senn. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir ólgusjó er lífið oftast nokkuð gott í brúnni. Ný borgarstjórn hefur því valdið mér miklu hugarangri undanfarna daga í ljósi umræðunnar um kaup kjörinna aðila sem eru í engu samræmi við stöðuna í borginni. Ef við skoðum stjórnunaraðferðir Reykjavíkurborgar út frá sjónarhorni atvinnurekandans ætti það alltaf að vera fyrsta verk að tryggja reksturinn, launagreiðslur og annað sem snýr að almennu utanumhaldi á verkefnum svo allt standi undir sér áður en eigin hagur er skoðaður. Á einfaldri íslensku má segja að enginn ætti að greiða sér ofurlaun þegar illa gengur, hvað þá þegar brimið sem brotnar á fleyinu er við það að sökkva sjálfu skipinu. Það skýtur því skökku við að sjá forsvarsmenn sem starfa í okkar þágu greiða sér laun með almannafé þar sem upphæðirnar samsvarar sér einungis meðal bankastjóra og atvinnufjárfesta ofarlega í tekjublaði Frjálsrar verslunar eða á topplista Forbes yfir tekjuhæstu opinberu starfsmenn heims. Pælum aðeins í því. Þessi laun endurspegla engan veginn hvernig borginni hefur verið stýrt og ef reksturinn stendur ekki undir sér þarf að endurskoða alla þætti sem setja svip sinn á kostnaðarliði hans. Er innri áttavitinn rétt stilltur? Lausnin við leikskóla vandamáli landsins liggur þó vissulega ekki í því að afnema launagreiðslur til borgarstjóra eða annarra stjórnanda innan borgarinnar, rétt eins og við endurreisum ekki heilbrigðiskerfið með því að fella niður laun landlæknis. Þegar tvöföld mánaðarlaun æðsta stjórnanda borgarinnar eru aftur á móti á við árslaun leikskólakennara á meðan rík mannekla er hjá þeirri starfsstétt spyr maður sig hvort núverandi borgarstjóri sé með rétt stilltan áherslu áttavita. Væri þetta ekki hið opinbera mætti færa rök fyrir því að reksturinn stæði ekki undir sér með svona háum stjórnunarkostnað miðað við stöðu fyrirtækisins, raunar væri löngu búið að taka félagið til gjaldþrotaskipta. Rót vangaveltna minna liggur þó í einfaldri spurningu: starfar þetta fólk raunverulega fyrir okkur eða eru þau fyrst og fremst að hugsa um sinn eigin starfsferil á sviði stjórnmála? Það gleymist nefnilega gjarnan að rétt eins og aðilar sem sinna störfum fjarri hinu opinbera er þetta allt fólk sem er að reyna vinna sér upp ákveðinn metorðastiga. Að mínu mati fer þessi stjórnartíð nýrrar borgarstjórnar ekki vel af stað en dæmið sem sannar regluna er hversu miklu þau koma í verk út kjörtímabilið og því verður áhugavert að sjá hvernig næstu vikur og mánuðir þróast. Munu þau beita sér fyrir raunverulegum umbætum á kerfinu, styttingu biðtíma leikskóla og þar eftir götum eða erum við komin á þann stað að valdaseta og viðbótar greiðslur vegna nefndarstarfa skipta þau meira máli? Lærum af reynslunni, svona einu sinni. Munum það næst þegar gengið er til kosninga hver skilgreining þeirra sem starfa í okkar þágu er á árangri og umbætum. Hlustum ekki á loforð um breytta tíma, horfum frekar til baka og lærum af reynslunni. Vegna þess að þegar þau sem halda í stjórntaumana í dag sækjast eftir sæti um borð í bátnum að nýju vilja þau skiljanlega vera á besta stað aftur. Þau segja það sem segja þarf til þess að skila sér á fyrsta farrými en gleyma því svo jafnóðum þegar þau setjast í brakandi leðrið hvernig það er að sitja í tausætis-þrengslunum meðal almennings. Það hefur alltaf verið okkar hlutverk að benda á brotalamirnar og kalla eftir breytingum. Við vitum það öll að úrbætur og stórtækar umbreytingar gerast ekki yfir nóttu en ef við sættum okkur ávallt við status-quo stemninguna sem hefur lengi vel snúist fyrst og fremst um ofgreiðslur til þeirra sem illa standa sig við umsjón á okkar almannafé mun þetta aldrei breytast. Höfundur er óflokksbundinn símsmiður.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun