Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2025 11:07 Efling og ASÍ að kvörtuninni til Samkeppniseftirlitsins auk SGS. Vísir Tvö landssambönd og eitt stéttarfélag hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna kjarsamnings Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og Virðingar. Þau telja að samningurinn feli í sér ólöglegt samráð veitingafyrirtækja en félögin hafa nefnt Virðingu gervistéttarfélag. Í kvörtun sinni halda Alþýðusamband Íslands, Starfsgreinasambandið og Efling því fram að Virðing sé í raun undir stjórn veitingafyrirtækja og samningur félagsins við SVEIT feli þannig í sér samráð um launakjör sem sé brot á samkeppnislögum. Kjarasamningur Virðingar og SVEIT hafi þannig ekki verið raunverulegur kjarsamningur heldur einhliða ákvörðun atvinnurekenda. Hann skerði réttindi og kjör launafólks. Forsvarsmenn Eflingar og SVEIT hafa átt í hörðum orðaskiptum undanfarin misseri allt frá því að stéttarfélagi varaði við Virðingu og nefndi það gervistéttarfélag í desember. Framkvæmdastjóri SVEIT vísaði því á bug að samtökin tengdust Virðingu á nokkurn hátt. Efling birti síðar lista yfir fimm veitingastaði sem félagið sagði standa að baki kjarasamningi Virðingar við SVEIT. Þar á meðal voru Subway, Hard Rock Cafe og fleiri staðir. Í tilkynningu ASÍ, SGS og Eflingar nú er því haldið fram að Virðing sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum atvinnurekenda. Það veiti enga þjónustu og hafi engar samskiptaupplýsingar á heimasíðu sinni auk þess sem kjarasamningur Virðingar við SVEIT skerði kjör og réttindi launafólks. Stofnendur og stjórnarmenn Virðingar séu allir annað hvort veitingamenn sjálfir eða bundnir veitingamönnum nánum böndum. Stéttarfélög Samkeppnismál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Í kvörtun sinni halda Alþýðusamband Íslands, Starfsgreinasambandið og Efling því fram að Virðing sé í raun undir stjórn veitingafyrirtækja og samningur félagsins við SVEIT feli þannig í sér samráð um launakjör sem sé brot á samkeppnislögum. Kjarasamningur Virðingar og SVEIT hafi þannig ekki verið raunverulegur kjarsamningur heldur einhliða ákvörðun atvinnurekenda. Hann skerði réttindi og kjör launafólks. Forsvarsmenn Eflingar og SVEIT hafa átt í hörðum orðaskiptum undanfarin misseri allt frá því að stéttarfélagi varaði við Virðingu og nefndi það gervistéttarfélag í desember. Framkvæmdastjóri SVEIT vísaði því á bug að samtökin tengdust Virðingu á nokkurn hátt. Efling birti síðar lista yfir fimm veitingastaði sem félagið sagði standa að baki kjarasamningi Virðingar við SVEIT. Þar á meðal voru Subway, Hard Rock Cafe og fleiri staðir. Í tilkynningu ASÍ, SGS og Eflingar nú er því haldið fram að Virðing sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum atvinnurekenda. Það veiti enga þjónustu og hafi engar samskiptaupplýsingar á heimasíðu sinni auk þess sem kjarasamningur Virðingar við SVEIT skerði kjör og réttindi launafólks. Stofnendur og stjórnarmenn Virðingar séu allir annað hvort veitingamenn sjálfir eða bundnir veitingamönnum nánum böndum.
Stéttarfélög Samkeppnismál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira