Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2025 10:26 Maður gengur fram hjá höfuðstöðvum kínverska fyrirtækisins Huawei í Brussel. Fyrirtækið er sakað um að múta Evrópuþingmönnum til þess að ganga erinda þess. AP/Sylvain Plazy Saksóknarar í Belgíu rannsaka nú spillingarmál á Evrópuþinginu í Brussel sem er sagt snúast um meintar mútugreiðslur kínverska tæknirisans Huawei. Rannsóknin er sögð beinast að fimmtán fyrrverandi og núverandi þingmönnum auk fulltrúa tæknifyrirtækisins. Húsleit var gerð á 21 stað í Brussel, Flæmingjalandi og Vallóníu í Belgíu og Portúgal og nokkrir voru handteknir í aðgerðunum á fimmtudag, að sögn blaðsins Politico. Belgísku saksóknararnir sögðust þá rannsaka greiðslur til stjórnmálamanna fyrir að tala fyrir tilteknum skoðunum og óhóflegar gjafir eins og matar- og ferðaútgjald og regluleg boð á fótboltaleiki til þess að fá þá til þess að ganga erinda Huawei. Þetta á að hafa átt sér stað reglulega og á laun frá árinu 2021 allt fram á þennan dag. Hollenskir og belgískir fjölmiðlar sem sögðu fyrst frá hneykslinu fullyrða að málið tengist fimmtán núverandi og fyrrverandi Evrópuþingmönnum og að einn háttsettur málafylgjumaður Huawei sé einn þeirra grunuðu. Politico segir að lögreglumenn hafi innsiglað skrifstofur aðstoðarmanna ítalskra og búlgaskra Evrópuþingmanna. Annað stóra spillingarmálið á örfáum árum Evrópuþingið gerði málafylgjumenn Huawei brottræka úr húsakynnum þess „í varúðarskyni“ á föstudag. Talsmaður Huawei sagði fyrirtækið taka ásökunum alvarlega. Það liði enga spillingu eða lögbrot. Kínverska fyrirtækið er sagt hafa haft alla anga úti til þess að hafa áhrif á valdamenn í Brussel á öðrum áratug aldarinnar. Eftir að áhyggjur vestrænna ríkja af því að þau reiddu sig á 5G-búnað frá Kína jukust árið 2019 hafi Huawei boðið bæði fjölmiðla- og stjórnmálamönnum fúlgur fjár til þess að hafa áhrif á ríkisstjórnir í Evrópu. Fjöldi Evrópuríkja hefur bannað kaup á tækjabúnaði frá Huawei af ótta við að kommúnistastjórn Kína geti nýtt hann til njósna. Huawei hefur ítrekað hafnað þeim ásökunum. Þetta er annað stóra spillingarmálið sem kemur upp á Evrópuþinginu á innan við þremur árum. Árið 2022 komu fram ásakanir um að Evrópuþingmenn hefðu þegið fé frá katörskum stjórnvöldum til þess að gera lítið úr áhyggjum af aðbúnaði verkafólks í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem var haldið þar það ár. Belgía Evrópusambandið Huawei Efnahagsbrot Kína Tengdar fréttir Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Húsleit var gerð á 21 stað í Brussel, Flæmingjalandi og Vallóníu í Belgíu og Portúgal og nokkrir voru handteknir í aðgerðunum á fimmtudag, að sögn blaðsins Politico. Belgísku saksóknararnir sögðust þá rannsaka greiðslur til stjórnmálamanna fyrir að tala fyrir tilteknum skoðunum og óhóflegar gjafir eins og matar- og ferðaútgjald og regluleg boð á fótboltaleiki til þess að fá þá til þess að ganga erinda Huawei. Þetta á að hafa átt sér stað reglulega og á laun frá árinu 2021 allt fram á þennan dag. Hollenskir og belgískir fjölmiðlar sem sögðu fyrst frá hneykslinu fullyrða að málið tengist fimmtán núverandi og fyrrverandi Evrópuþingmönnum og að einn háttsettur málafylgjumaður Huawei sé einn þeirra grunuðu. Politico segir að lögreglumenn hafi innsiglað skrifstofur aðstoðarmanna ítalskra og búlgaskra Evrópuþingmanna. Annað stóra spillingarmálið á örfáum árum Evrópuþingið gerði málafylgjumenn Huawei brottræka úr húsakynnum þess „í varúðarskyni“ á föstudag. Talsmaður Huawei sagði fyrirtækið taka ásökunum alvarlega. Það liði enga spillingu eða lögbrot. Kínverska fyrirtækið er sagt hafa haft alla anga úti til þess að hafa áhrif á valdamenn í Brussel á öðrum áratug aldarinnar. Eftir að áhyggjur vestrænna ríkja af því að þau reiddu sig á 5G-búnað frá Kína jukust árið 2019 hafi Huawei boðið bæði fjölmiðla- og stjórnmálamönnum fúlgur fjár til þess að hafa áhrif á ríkisstjórnir í Evrópu. Fjöldi Evrópuríkja hefur bannað kaup á tækjabúnaði frá Huawei af ótta við að kommúnistastjórn Kína geti nýtt hann til njósna. Huawei hefur ítrekað hafnað þeim ásökunum. Þetta er annað stóra spillingarmálið sem kemur upp á Evrópuþinginu á innan við þremur árum. Árið 2022 komu fram ásakanir um að Evrópuþingmenn hefðu þegið fé frá katörskum stjórnvöldum til þess að gera lítið úr áhyggjum af aðbúnaði verkafólks í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem var haldið þar það ár.
Belgía Evrópusambandið Huawei Efnahagsbrot Kína Tengdar fréttir Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37