Að minnsta kosti tólf létust í fylkinu Missouri þegar hvirfilbylurinn tók að myndast á föstudag.
Í Kansas kom mikill sandstormur þar sem 55 farartæki lenti í árekstri og að minnsta kosti átta létust. Í Texas var einnig sandbylur sem olli 38 bíla árekstri og dauða fjögurra einstaklinga. Í Arkansas hafa þrír látist, þrír í Alabama og sex í Mississippi.
Ofsafengnir vindar fara yfir svæði í mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem meira en hundrað milljónir Bandaríkjamanna búa. 320 þúsund eru án rafmagns. Neyðarástand er í gildi í fylkjunum Arkansas, Georgíu og Oklahoma. Í Oklahoma hafa kviknað um 150 gróðureldar vegna vindanna sem voru um 36 metrar á sekúndu.
Þá er flóðhætta í fjölda ríkja, svo sem Texas, Louisiana, Tennesse, Kentcky og Alabama.
Mike Kehoe, ríkisstjóri Missouri, sagði í umfjöllun BBC að umfang eyðileggingarinnar væri yfirþyrmandi.
„Hundruð heimila, skóla og fyrirtækja hafa ýmist verið eyðilögð eða stórskemmd,“ segir hann í yfirlýsingu.