Innlent

Sjö­tti úr­skurðaður í gæslu­varð­hald

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi.
Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink

Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun og lagt hefur verið hald á bifreið í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns, sem fannst látinn í Gufunesi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Alls sitja nú sex í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fjórir karlmenn og tvær konur. Rannsóknin snýr að fjárkúgun og frelsissviptingu karlmanns á sjötugsaldri, sem talinn er hafa verið numinn á brott af heimili sínu í Þorlákshöfn. 

Hann fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi á þriðjudagsmorgun og lést stuttu eftir komu á spítala.

Lögregla hóf leit að manninum kvöldið áður eftir tilkynningu um að hann hefði horfið af heimili sínu og óttast væri um hann. Fljótt kviknaði grunur að um frelsissviptingu væri að ræða. Alls voru tíu handteknir við rannsókn málsins.


Tengdar fréttir

Rannsókninni miðar vel áfram

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti karlmanns á sjötugsaldri sem fannst í Gufunesi á þriðjudaginn miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Fimm eru í gæsluvarðhaldi, þrír karlmenn og tvær konur.

Fimmti úrskurðaður í varðhald

Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að konu og karlmanni yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi í eina viku vegna rannsóknar Lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. 

Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða

Lögreglan á Suðurlandi ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningi vegna rannsóknar á manndrápsmáli. Ef Héraðsdómur Suðurlands fellst á það verða fjórir einstaklingar í gæsluvarðhaldi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×