Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. mars 2025 10:25 Mads Mikkelsen hlaut síðastur verðlaun fyrir besta leik karla í aðalhlutverki fyrir leik í kvikmyndinni Bastarðinum árið 2024, í bili. EPA/Claus Bech Bodilprisen, dönsku kvikmyndaverðlaunin, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær en í fyrsta sinn án sérflokka fyrir karl- og kvenleikara. Verðlaun voru veitt fyrir besta leik í aðalhlutverki og besta leik í aukahlutverki án kynjaaðgreiningar. Hin dönsku Bodil-verðlaun sem bera nafn leikkonunnar goðsagnakenndu Bodil Kjer og leikstjórans Bodil Ipsen eru fyrstu dönsku kvikmyndaverðlaunin sem gert hafa út við kynjaaðgreiningu við úthlutun. Félag danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem veita verðlaunin ár hvert, fer nú að fordæmi stórra evrópskra verðlaunahátíða á borð við Berlinale-verðlaunin í Þýskaland og hin ensku Brit-verðlaun. Engin aðgreining í flokki leikstjórnar Danska ríkisútvarpið ræddi við Nönnu Frank Rasmussen, formann Félags danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem segir þessa ákvörðun hafa verið lengi til skoðunar hjá félaginu. „Við höfum rætt það í fleiri ár hvernig það geti verið að listræn gæði, sem er jú það sem við leggjum mat á við útdeilingu Bodil-verðlaunanna, geti verið upp á kyn komið,“ segir Nanna og tekur einnig fram að það séu leikararnir einir sem etja kappi í kynjaskiptum flokkum. „Við höfum aldrei haft kynjaaðgreiningu í flokki bestu leikstjórnar eða kvikmyndatöku,“ segir hún. Fyrirkomulaginu verður haldið aðgreiningarlaust í fjögur ár og að þeim liðnum mun kvikmyndaakademían danska endurmeta það. Óttast að framlög kvenleikara verði ekki metin að verðleikum Á meðan sumir líta á þessa ákvörðun sem mikið framfara skref hafa aðrir áhyggjur. Meðal þeirra er formaður félags danskra leikara, Benjamin Boe Rasmussen, sem óttast að framlög kvenleikara falli á milli skips og bryggju séu þær ekki í sérflokki. „Við sjáum úti í heimi að það er tilhneiging til þess að konurnar gleymist og það óttast ég mikið,“ segir Benjamin Boe. Hann segist ekki vera í vafa um það að dómnefndin muni leggja sig fram við að gæta þess að kvenleikarar fái þá viðurkenningu sem þær eiga skilið og að auðvitað séu sveiflur í kynjahlutfallinu á milli ára. Benjamin er hræddur um að þetta verði til þess að kvenleikarar fái ekki viðurkenningu fyrir framlög sín til kvikmyndalistarinnar til lengri tíma. Bíó og sjónvarp Danmörk Jafnréttismál Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Hin dönsku Bodil-verðlaun sem bera nafn leikkonunnar goðsagnakenndu Bodil Kjer og leikstjórans Bodil Ipsen eru fyrstu dönsku kvikmyndaverðlaunin sem gert hafa út við kynjaaðgreiningu við úthlutun. Félag danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem veita verðlaunin ár hvert, fer nú að fordæmi stórra evrópskra verðlaunahátíða á borð við Berlinale-verðlaunin í Þýskaland og hin ensku Brit-verðlaun. Engin aðgreining í flokki leikstjórnar Danska ríkisútvarpið ræddi við Nönnu Frank Rasmussen, formann Félags danskra kvikmyndagagnrýnenda, sem segir þessa ákvörðun hafa verið lengi til skoðunar hjá félaginu. „Við höfum rætt það í fleiri ár hvernig það geti verið að listræn gæði, sem er jú það sem við leggjum mat á við útdeilingu Bodil-verðlaunanna, geti verið upp á kyn komið,“ segir Nanna og tekur einnig fram að það séu leikararnir einir sem etja kappi í kynjaskiptum flokkum. „Við höfum aldrei haft kynjaaðgreiningu í flokki bestu leikstjórnar eða kvikmyndatöku,“ segir hún. Fyrirkomulaginu verður haldið aðgreiningarlaust í fjögur ár og að þeim liðnum mun kvikmyndaakademían danska endurmeta það. Óttast að framlög kvenleikara verði ekki metin að verðleikum Á meðan sumir líta á þessa ákvörðun sem mikið framfara skref hafa aðrir áhyggjur. Meðal þeirra er formaður félags danskra leikara, Benjamin Boe Rasmussen, sem óttast að framlög kvenleikara falli á milli skips og bryggju séu þær ekki í sérflokki. „Við sjáum úti í heimi að það er tilhneiging til þess að konurnar gleymist og það óttast ég mikið,“ segir Benjamin Boe. Hann segist ekki vera í vafa um það að dómnefndin muni leggja sig fram við að gæta þess að kvenleikarar fái þá viðurkenningu sem þær eiga skilið og að auðvitað séu sveiflur í kynjahlutfallinu á milli ára. Benjamin er hræddur um að þetta verði til þess að kvenleikarar fái ekki viðurkenningu fyrir framlög sín til kvikmyndalistarinnar til lengri tíma.
Bíó og sjónvarp Danmörk Jafnréttismál Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira