16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2025 20:05 Bílalestin með húsin þegar lagt var af stað frá Selfossi um miðjan dag á fimmtudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsum á Húsavík fjölgað um sex í gær eftir að hafa verið upp á vörubílspöllum í sextán klukkutíma þar sem þau voru flutt á tólf vörubílum frá Selfossi í lögreglufylgd. Taka þurfti niður raflínur á nokkrum stöðum á leiðinni. Það tók töluverðan tíma og þurfti mikið skipulag við að koma öllum húseiningunum upp á vagna vörubílanna tólf en öll húsinu voru smíðuð á útisvæði SG húsa á Selfossi. Húsin voru svo flutt í lögreglufylgd á Húsavík þar sem meðalhraðinn var um 50 kílómetrar en ferðalagið tók um sextán klukkutíma en húsin voru smíðuð fyrir Leigufélagið Bjarg. „Þetta er töluverður viðbúnaður búin að vera í kringum þetta, töluverð vinna. Þetta voru náttúrulega 600 fermetrar af húsum plús bílarnir, þannig að við slöguðum í þúsund fermetra, sem voru á ferðinni með húsinu en það voru tólf trukkar í einu,” segir Kristján I. Vignisson, yfirmaður krana- og flutningaþjónustu hjá Jáverki á Selfossi. Það hlítur að vera gaman að taka þátt í svona verkefni eða hvað? „Já, það er alltaf gaman að taka þátt í verkefnum þegar þau ganga vel enda var ég með landsliðið af flutningabílstjórum með mér í þessu skemmtilega verkefni,” segir Kristján. Og þeir 55 starfsmenn, sem vinna hjá SG húsum á Selfossi hafa meira en nóg að gera að smíða einingahús, sem er flutt um allt land eins og þetta dæmi með Húsavík sýnir best. „Þetta eru bara timburhús, sem voru smíðuð hér á Selfossi og sett saman hérna og flutt síðan til Húsavíkur, hannað og smíðað á Selfossi,” segir Baldur Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri SG húsa. Hann er stoltur af verkefninu. „Já, það þarf ekki að flytja allt inn, þetta er íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður. Og við erum líka að byggja fjölbýlishús fyrir Bjarg en við fórum með 28 íbúðir á Akranes nýlega og erum að fara með 24 í Mosfellsbæ á næstunni,” segir Baldur. Kristján I. Vignisson, yfirmaður krana- og flutningaþjónustu hjá Jáverki á Selfossi (t.h.) og Baldur Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri hjá SG hús á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Norðurþing Lögreglumál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Það tók töluverðan tíma og þurfti mikið skipulag við að koma öllum húseiningunum upp á vagna vörubílanna tólf en öll húsinu voru smíðuð á útisvæði SG húsa á Selfossi. Húsin voru svo flutt í lögreglufylgd á Húsavík þar sem meðalhraðinn var um 50 kílómetrar en ferðalagið tók um sextán klukkutíma en húsin voru smíðuð fyrir Leigufélagið Bjarg. „Þetta er töluverður viðbúnaður búin að vera í kringum þetta, töluverð vinna. Þetta voru náttúrulega 600 fermetrar af húsum plús bílarnir, þannig að við slöguðum í þúsund fermetra, sem voru á ferðinni með húsinu en það voru tólf trukkar í einu,” segir Kristján I. Vignisson, yfirmaður krana- og flutningaþjónustu hjá Jáverki á Selfossi. Það hlítur að vera gaman að taka þátt í svona verkefni eða hvað? „Já, það er alltaf gaman að taka þátt í verkefnum þegar þau ganga vel enda var ég með landsliðið af flutningabílstjórum með mér í þessu skemmtilega verkefni,” segir Kristján. Og þeir 55 starfsmenn, sem vinna hjá SG húsum á Selfossi hafa meira en nóg að gera að smíða einingahús, sem er flutt um allt land eins og þetta dæmi með Húsavík sýnir best. „Þetta eru bara timburhús, sem voru smíðuð hér á Selfossi og sett saman hérna og flutt síðan til Húsavíkur, hannað og smíðað á Selfossi,” segir Baldur Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri SG húsa. Hann er stoltur af verkefninu. „Já, það þarf ekki að flytja allt inn, þetta er íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður. Og við erum líka að byggja fjölbýlishús fyrir Bjarg en við fórum með 28 íbúðir á Akranes nýlega og erum að fara með 24 í Mosfellsbæ á næstunni,” segir Baldur. Kristján I. Vignisson, yfirmaður krana- og flutningaþjónustu hjá Jáverki á Selfossi (t.h.) og Baldur Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri hjá SG hús á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Norðurþing Lögreglumál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira