Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 23:09 Fanney B. Pétursdóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum Aðsend Fanney B. Pétursdóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum, segir marga viðskiptavini hafa samband við þjónustuver Póstsins á degi hverjum vegna falsaðra skilaboða sem hafa borist þeim. „Þessir svikapóstar og -skilaboð eru alltaf í gangi. Við svörum fyrirspurnum frá viðskiptavinum okkar vegna slíkra skilaboða daglega. Svo koma greinilega toppar í þeim og þá geta símtölin og skriflegar fyrirspurnir til okkar numið hundruðum á hverjum einasta degi.“ Hún segir starfsfólk Póstsins hafa fullan skilning á því að fólk sé ringlað og jafnvel hrætt, enda hafi margar sögur borist af því hversu umfangsmikið svona netsvindl getur verið og fólk jafnvel tapað háum fjárhæðum. Orðin lunkin að bera kennsl á svindlið „Við í þjónustuverinu erum orðin býsna lunkin í að þekkja þetta svindl. Auðvitað vitum við líka hvernig vinnubrögð Póstsins eru varðandi tilkynningar, sendingar og svo framvegis og þau eru ekkert í líkingu við það sem kemur frá þessum netþrjótum. En við skiljum hins vegar vel að viðskiptavinir okkar vilji athuga málið og átti sig ekki endilega á því undir eins að þetta sé svindl, sérstaklega af því að glæpamennirnir sem stunda þetta eru sérfræðingar í þessu og eru alltaf að verða kræfari og meira sannfærandi.“ Fanney segir algengt að viðskiptavinir fái skilaboð í nafni Póstsins um að reynt hafi verið að afhenda sendingu til hans án árangurs. „Hann þurfi því að smella á meðfylgjandi hlekk svo hægt sé að klára málið. Þess er líka krafist að viðskiptavinurinn bregðist strax við, gangi frá greiðslu eða staðfesti upplýsingar. Mörgum bregður og geta því auðveldlega gengið í gildruna í hálfgerðu óðagoti. Glæpamennirnir reyna nefnilega að spila inn á ótta og snögg viðbrögð svo fólk grípi hugsunarlaust til aðgerða og falli fyrir svindlinu. Þess vegna borgar sig að staldra við og skoða skilaboðin vandlega því það er svo margt sem gefur strax til kynna að þetta sé svindl.“ Gott að staldra við Fanney segir einnig gott að skoða netfang sendanda vel. chipslepesz7@hotmail.com sé til dæmis netfang sem ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Stundum líkjast netföngin þó netföngum frá viðkomandi fyrirtæki en eru örlítið frábrugðin. Eru oft með tölustöfum inni í miðju netfangi eða vefslóð, eins og nýlegt dæmi sýnir“, segir hún en netfangið sem hún vísar í: https://postaui.top/is. Þá segir Fanney gott að rýna vel í málfar og orðalag. „Mörg svikaskilaboð innihalda stafsetningar- eða málfarsvillur sem gefa til kynna að um svik sé að ræða.“ Hér að neðan er dæmi um orðalag í svikapósti sem viðskiptavini þeirra barst nýlega: „Pakkinn þinn er kominn á vöruhús okkar á staðnum en hefur ekki verið afhentur vegna rangs sendingarheimilis eða ófullnægjandi upplýsinga.“ Svo er hlekkur sem viðskiptavinur er beðinn um að smella á og segir í skilaboðunum: „Svaraðu Y og opnaðu SMS-virkjunartengilinn aftur eða afritaðu tengilinn og opnaðu hann í vafra.“ Fanney segir best fyrir viðskiptavini, vilji þau verja sig, að skrá sig inn á heimasíðu Póstsins til að fylgjast með öllum sendingum sem eru á leiðinni. „Þannig geta þau gengið úr skugga um að það sé engin sending væntanleg og borið saman sendingarnúmer.“ Pósturinn Tækni Neytendur Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
„Þessir svikapóstar og -skilaboð eru alltaf í gangi. Við svörum fyrirspurnum frá viðskiptavinum okkar vegna slíkra skilaboða daglega. Svo koma greinilega toppar í þeim og þá geta símtölin og skriflegar fyrirspurnir til okkar numið hundruðum á hverjum einasta degi.“ Hún segir starfsfólk Póstsins hafa fullan skilning á því að fólk sé ringlað og jafnvel hrætt, enda hafi margar sögur borist af því hversu umfangsmikið svona netsvindl getur verið og fólk jafnvel tapað háum fjárhæðum. Orðin lunkin að bera kennsl á svindlið „Við í þjónustuverinu erum orðin býsna lunkin í að þekkja þetta svindl. Auðvitað vitum við líka hvernig vinnubrögð Póstsins eru varðandi tilkynningar, sendingar og svo framvegis og þau eru ekkert í líkingu við það sem kemur frá þessum netþrjótum. En við skiljum hins vegar vel að viðskiptavinir okkar vilji athuga málið og átti sig ekki endilega á því undir eins að þetta sé svindl, sérstaklega af því að glæpamennirnir sem stunda þetta eru sérfræðingar í þessu og eru alltaf að verða kræfari og meira sannfærandi.“ Fanney segir algengt að viðskiptavinir fái skilaboð í nafni Póstsins um að reynt hafi verið að afhenda sendingu til hans án árangurs. „Hann þurfi því að smella á meðfylgjandi hlekk svo hægt sé að klára málið. Þess er líka krafist að viðskiptavinurinn bregðist strax við, gangi frá greiðslu eða staðfesti upplýsingar. Mörgum bregður og geta því auðveldlega gengið í gildruna í hálfgerðu óðagoti. Glæpamennirnir reyna nefnilega að spila inn á ótta og snögg viðbrögð svo fólk grípi hugsunarlaust til aðgerða og falli fyrir svindlinu. Þess vegna borgar sig að staldra við og skoða skilaboðin vandlega því það er svo margt sem gefur strax til kynna að þetta sé svindl.“ Gott að staldra við Fanney segir einnig gott að skoða netfang sendanda vel. chipslepesz7@hotmail.com sé til dæmis netfang sem ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Stundum líkjast netföngin þó netföngum frá viðkomandi fyrirtæki en eru örlítið frábrugðin. Eru oft með tölustöfum inni í miðju netfangi eða vefslóð, eins og nýlegt dæmi sýnir“, segir hún en netfangið sem hún vísar í: https://postaui.top/is. Þá segir Fanney gott að rýna vel í málfar og orðalag. „Mörg svikaskilaboð innihalda stafsetningar- eða málfarsvillur sem gefa til kynna að um svik sé að ræða.“ Hér að neðan er dæmi um orðalag í svikapósti sem viðskiptavini þeirra barst nýlega: „Pakkinn þinn er kominn á vöruhús okkar á staðnum en hefur ekki verið afhentur vegna rangs sendingarheimilis eða ófullnægjandi upplýsinga.“ Svo er hlekkur sem viðskiptavinur er beðinn um að smella á og segir í skilaboðunum: „Svaraðu Y og opnaðu SMS-virkjunartengilinn aftur eða afritaðu tengilinn og opnaðu hann í vafra.“ Fanney segir best fyrir viðskiptavini, vilji þau verja sig, að skrá sig inn á heimasíðu Póstsins til að fylgjast með öllum sendingum sem eru á leiðinni. „Þannig geta þau gengið úr skugga um að það sé engin sending væntanleg og borið saman sendingarnúmer.“
Pósturinn Tækni Neytendur Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira