Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2025 19:49 Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra segir að gera þurfi gangskör í málefnum barna með fjölþættan vanda. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástand í Breiðholtsskóla, þar sem hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum hafa haldið öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi verið daglegt brauð. Móðir drengs við skólann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ráðist hafi verið á son hennar á leikvelli við Breiðholtsskóla í fyrradag, á sama tíma og foreldrar funduðu um stöðuna. Hún sagði son sinn hafa brotnað saman og grátbeðið hana um að þau flyttu úr hverfinu. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu og að grípa hefði átt inn í mun fyrr. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis þar sem því er vísað á bug að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins. Gripið hafi verið til ýmiskonar úrræða, til dæmis hafi stuðningur og sérkennsla verið aukin, hópaskiptingu verið breytt til að koma á vinnufriði í sjöunda bekk, velferðarsvið og barnavernd hefðu komið að málum og fræðsla hafi verið aukin. Skólastjórnendum finnist aðgerðir hafa skilað árangri, vinnufriður sé mun betri og nemendum líði betur. Þar kemur jafnframt fram að fyrrnefnd árás sé litin alvarlegum augum og starfsfólk skólans hafi aðstoðað lögreglu við rannsóknina. Mennta- og barnamálaráðherra segir þessi mál inni á borði ráðuneytisins og Menntamálastofnunar. „Svo vorum við nú í ríkisstjórninni áðan að samþykkja frá okkur kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda. Þannig að við erum virkilega að fara að taka til hendinni þar og gera gangskör í þessum málum sem hafa verið vanrækt í alveg gríðarlega langan tíma. Það verður að fara í markvissar aðgerðir og við erum að fara að gera það,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástand í Breiðholtsskóla, þar sem hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum hafa haldið öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi verið daglegt brauð. Móðir drengs við skólann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ráðist hafi verið á son hennar á leikvelli við Breiðholtsskóla í fyrradag, á sama tíma og foreldrar funduðu um stöðuna. Hún sagði son sinn hafa brotnað saman og grátbeðið hana um að þau flyttu úr hverfinu. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu og að grípa hefði átt inn í mun fyrr. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis þar sem því er vísað á bug að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins. Gripið hafi verið til ýmiskonar úrræða, til dæmis hafi stuðningur og sérkennsla verið aukin, hópaskiptingu verið breytt til að koma á vinnufriði í sjöunda bekk, velferðarsvið og barnavernd hefðu komið að málum og fræðsla hafi verið aukin. Skólastjórnendum finnist aðgerðir hafa skilað árangri, vinnufriður sé mun betri og nemendum líði betur. Þar kemur jafnframt fram að fyrrnefnd árás sé litin alvarlegum augum og starfsfólk skólans hafi aðstoðað lögreglu við rannsóknina. Mennta- og barnamálaráðherra segir þessi mál inni á borði ráðuneytisins og Menntamálastofnunar. „Svo vorum við nú í ríkisstjórninni áðan að samþykkja frá okkur kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda. Þannig að við erum virkilega að fara að taka til hendinni þar og gera gangskör í þessum málum sem hafa verið vanrækt í alveg gríðarlega langan tíma. Það verður að fara í markvissar aðgerðir og við erum að fara að gera það,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira