Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segist ekki geta sagt til um kyn þessa sakbornings að svo stöddu.
Málið varðar rannsókn á andláti karlmanns á sjötugsaldri sem fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun og lést stuttu eftir komu á spítala.
Lögregla hóf leit að manninum kvöldið áður eftir tilkynningu um að hann hefði horfið af heimili sínu og óttast væri um hann. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kviknaði fljótlega grunur að um frelsissviptingu væri að ræða.
Alls hafa níu verið handteknir við rannsókn málsins, en allir nema áðurnefndir fjórir verið sleppt úr haldi.
Í tilkynningu lögreglunnar fá því í gær kom fram að lögregla hefði frá því rannsókn hófst lagt hald á nokkrar bifreiðar, farið í húsleitir og yfirheyrt fjölda vitna.