Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar 14. mars 2025 13:03 Fyrir ekki svo löngu ræddi ég við hóp ungmenna um ýmislegt sem hafði drifið á daga þeirra. Uppvaxtarárin geta verið alls konar. Í grunninn eru þetta bara litlar manneskjur sem eru að feta sig í lífinu og mæta ýmsum ógnum og áskorunum. Ég varð hins vegar hissa þegar þau sögðu mér: „Við treystum ekki lögreglunni“. Hvernig stendur á því að þessi hópur hafði komist að svona niðurstöðu hafandi hingað til aldrei haft nein sérstök kynni af lögreglunni. Kannski í mjög einfölduðu máli, hvar læra börnin okkar þetta? Í byrjun vikunnar fannst maður í Gufuneskirkjugarði sem lést skömmu síðar vegna áverka sem honum voru að sögn veittir eftir fjárkúgun og ofbeldi. Af fréttum að dæma tilheyra sakborningar málsins svokölluðum tálbeituhópi, sem stendur saman af ungu fólki sem hafa á undanförnum vikum tekið sér lögin í eigin hendur og útdeilt refsingum í nafni þess sem stundum er kallað hefndarréttlæti (e. vigilante justice). Tilgangurinn er látinn helga meðalið. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar - eins og birtist í þessu máli. Í lok vikunnar lýsti Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra, því svo yfir eftir að hafa tapað bótamáli gegn íslenska ríkinu að hún væri „löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“ Auðvitað eru þetta tveir aðskildir atburðir en allt verður til úr einhverju. Það skiptir máli hvernig fólk sem á að vita betur talar um réttarkerfið okkar. Þar eru tapsárir ráðherrar síst undanskildir. Dómsmál eru í flestum tilfellum flutt fyrir opnum tjöldum og röksemdir dómstóla birtar opinberlega. Þetta er grundvallarregla í lýðræðisríki sem þjónar þeim tilgang að tryggja gagnsæjan og réttlátan framgang réttvísinnar. Telji ráðherrann sig hafa eitthvað um dómsniðurstöðuna að segja ber honum að gæta þess að tjáningin samræmist stöðu hans í samfélaginu eða einfaldlega leita endurskoðunar með áfrýjun. Palladómar um réttarkerfið í heild sinni frá ráðamönnum þjóðarinnar - sem einhver kann að treysta - grafa undan trausti og geta ýtt undir glundroða. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Dómstólar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu ræddi ég við hóp ungmenna um ýmislegt sem hafði drifið á daga þeirra. Uppvaxtarárin geta verið alls konar. Í grunninn eru þetta bara litlar manneskjur sem eru að feta sig í lífinu og mæta ýmsum ógnum og áskorunum. Ég varð hins vegar hissa þegar þau sögðu mér: „Við treystum ekki lögreglunni“. Hvernig stendur á því að þessi hópur hafði komist að svona niðurstöðu hafandi hingað til aldrei haft nein sérstök kynni af lögreglunni. Kannski í mjög einfölduðu máli, hvar læra börnin okkar þetta? Í byrjun vikunnar fannst maður í Gufuneskirkjugarði sem lést skömmu síðar vegna áverka sem honum voru að sögn veittir eftir fjárkúgun og ofbeldi. Af fréttum að dæma tilheyra sakborningar málsins svokölluðum tálbeituhópi, sem stendur saman af ungu fólki sem hafa á undanförnum vikum tekið sér lögin í eigin hendur og útdeilt refsingum í nafni þess sem stundum er kallað hefndarréttlæti (e. vigilante justice). Tilgangurinn er látinn helga meðalið. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar - eins og birtist í þessu máli. Í lok vikunnar lýsti Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra, því svo yfir eftir að hafa tapað bótamáli gegn íslenska ríkinu að hún væri „löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“ Auðvitað eru þetta tveir aðskildir atburðir en allt verður til úr einhverju. Það skiptir máli hvernig fólk sem á að vita betur talar um réttarkerfið okkar. Þar eru tapsárir ráðherrar síst undanskildir. Dómsmál eru í flestum tilfellum flutt fyrir opnum tjöldum og röksemdir dómstóla birtar opinberlega. Þetta er grundvallarregla í lýðræðisríki sem þjónar þeim tilgang að tryggja gagnsæjan og réttlátan framgang réttvísinnar. Telji ráðherrann sig hafa eitthvað um dómsniðurstöðuna að segja ber honum að gæta þess að tjáningin samræmist stöðu hans í samfélaginu eða einfaldlega leita endurskoðunar með áfrýjun. Palladómar um réttarkerfið í heild sinni frá ráðamönnum þjóðarinnar - sem einhver kann að treysta - grafa undan trausti og geta ýtt undir glundroða. Höfundur er lögmaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun