„Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2025 15:32 Stephen Curry í viðtali eftir leikinn sögulega gegn Sacramento Kings. ap/Godofredo A. Vásquez Stephen Curry varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora fjögur þúsund þriggja stiga körfur. Þjálfari hans líkti honum við ballerínu eftir leikinn. Curry og félagar í Golden State Warriors mættu Sacramento Kings í Kaliforníuslag í nótt. Fyrir leikinn hafði Curry skorað 3.998 þrista á ferli sínum í NBA og vantaði því aðeins tvo til viðbótar til að ná fjögur þúsund þristum. Curry skoraði sinn fjögur þúsundasta þrist í 3. leikhluta í leiknum í nótt sem Golden State vann, 130-104. 4,000 3-POINTERS AND COUNTING...STEPH CURRY, IN A CLASS OF HIS OWN 🙌 pic.twitter.com/kS6sqJRjzW— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry var annars nokkuð rólegur í leiknum og skoraði aðeins ellefu stig. Draymond Green var stigahæstur hjá Stríðsmönnunum en sjö leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þrátt fyrir að hafa þjálfað Curry síðan 2014 er hann enn að koma Steve Kerr, þjálfara Golden State, á óvart. „Þetta er svo rosaleg tala. Það er erfitt að ná utan um þetta og hver veit, kannski verður þetta met slegið einn daginn,“ sagði Kerr en Curry er sá leikmaður í sögu NBA sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur (4.000). Næstur honum er James Harden, leikmaður Los Angeles Clippers, með 3.127 þrista. 4,000 career regular-season threes.Once unimaginable, now reality.Game changed, FOREVER. pic.twitter.com/eLyt3JJCzQ— Golden State Warriors (@warriors) March 14, 2025 „Þetta er meira en bara tölurnar. Þetta er flæðið og fágunin. Þetta er dirfskan að taka suma af þessum þristum en líka tilfinningin og fegurðin í þessu. Þetta er magnað. Þú horfir á hreyfingarnar hans á vellinum. Hann er eins og ballerína. Þú ert ekki bara að horfa á íþróttir, heldur list.“ Curry náði metinu yfir flesta þrista í sögu NBA af Ray Allen 2021. Allen skoraði 2.973 þrista á sínum langa ferli í NBA. Curry is the first player in NBA history to reach 4,000 3-POINTERS MADE in a career 👏 https://t.co/sZ0249wW4B pic.twitter.com/K3rzGgEtpI— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry og félagar í Golden State hafa verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð. Þeir sitja í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 38 sigra og 28 töp. NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Curry og félagar í Golden State Warriors mættu Sacramento Kings í Kaliforníuslag í nótt. Fyrir leikinn hafði Curry skorað 3.998 þrista á ferli sínum í NBA og vantaði því aðeins tvo til viðbótar til að ná fjögur þúsund þristum. Curry skoraði sinn fjögur þúsundasta þrist í 3. leikhluta í leiknum í nótt sem Golden State vann, 130-104. 4,000 3-POINTERS AND COUNTING...STEPH CURRY, IN A CLASS OF HIS OWN 🙌 pic.twitter.com/kS6sqJRjzW— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry var annars nokkuð rólegur í leiknum og skoraði aðeins ellefu stig. Draymond Green var stigahæstur hjá Stríðsmönnunum en sjö leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þrátt fyrir að hafa þjálfað Curry síðan 2014 er hann enn að koma Steve Kerr, þjálfara Golden State, á óvart. „Þetta er svo rosaleg tala. Það er erfitt að ná utan um þetta og hver veit, kannski verður þetta met slegið einn daginn,“ sagði Kerr en Curry er sá leikmaður í sögu NBA sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur (4.000). Næstur honum er James Harden, leikmaður Los Angeles Clippers, með 3.127 þrista. 4,000 career regular-season threes.Once unimaginable, now reality.Game changed, FOREVER. pic.twitter.com/eLyt3JJCzQ— Golden State Warriors (@warriors) March 14, 2025 „Þetta er meira en bara tölurnar. Þetta er flæðið og fágunin. Þetta er dirfskan að taka suma af þessum þristum en líka tilfinningin og fegurðin í þessu. Þetta er magnað. Þú horfir á hreyfingarnar hans á vellinum. Hann er eins og ballerína. Þú ert ekki bara að horfa á íþróttir, heldur list.“ Curry náði metinu yfir flesta þrista í sögu NBA af Ray Allen 2021. Allen skoraði 2.973 þrista á sínum langa ferli í NBA. Curry is the first player in NBA history to reach 4,000 3-POINTERS MADE in a career 👏 https://t.co/sZ0249wW4B pic.twitter.com/K3rzGgEtpI— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry og félagar í Golden State hafa verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð. Þeir sitja í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 38 sigra og 28 töp.
NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira