Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2025 13:32 Víkingar komust í umspil um sæti í 16-liða úslitum Sambandsdeildar Evrópu og féllu naumlega úr keppni eftir tap gegn Panathinaikos. Getty/Milos Bicanski Nú er orðið ljóst að næstu bikarmeistarar Íslands í fótbolta karla fara í undankeppni Evrópudeildarinnar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað Sambandsdeildar Evrópu. Liðið sem endar í 2. sæti Bestu deildarinnar í ár sleppur auk þess við fyrsta stig undankeppni Sambandsdeildarinnar. Með þeim einstaka árangri sínum að komast áfram úr deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í vetur náðu Víkingar að bæta við nægilega mörgum stigum fyrir Ísland til að koma Bestu deildinni upp í 33. sæti styrkleikalista UEFA. Það er afar dýrmætt, eins og Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA bendir á í færslu á Twitter, því aðeins efstu 33 löndin fá að senda fulltrúa í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Ísland er í 33. sæti á Evrópulistanum og þar með fyrir ofan mikilvægt strik sem skilar næstu bikarmeisturum í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar.@footrankings Silfurliðið úr Bestu fær að sitja hjá Liðin úr næstu deildum á eftir þeirri íslensku hafa nú öll fallið úr keppni. Ísland er rétt fyrir ofan Bosníu en bosníska liðið Borac féll í gær úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengdan leik gegn Rapid Vín í Austurríki. Þar með getur Bosnía ekki lengur náð Íslandi. Það er því eftir enn meira að sækjast en áður fyrir íslensku liðin á komandi keppnistímabili: Hverju skilar árangur 2025? 1) Íslandsmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar sumarið 2026. 2) Bikarmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar sumarið 2026. 3) Liðið í 2. sæti Bestu deildar fer í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. 4) Liðið í 3. sæti Bestu deildar fer í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. *Ef bikarmeistarar enda í einu af efstu þremur sætum Bestu deildar fer liðið í 4. sæti í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. Breytingarnar hafa áhrif á Evrópukeppnirnar sem hefjast 2026. Bikarmeistararnir í fyrra, KA-menn, munu sem sagt leika í undankeppni Sambandsdeildarinnar í ár en næstu bikarmeistarar græða á árangrinum sem nú hefur náðst. Það að byrja í undankeppni Evrópudeildar þýðir að næstu bikarmeistarar fá að minnsta kosti tvö Evrópueinvígi, því ef lið falla út í undankeppni Evrópudeildar fara þau í undankeppni Sambandsdeildar. Eins og fram kemur hér að ofan mun silfurliðið í Bestu deildinni í ár einnig græða á árangrinum og sleppa við fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári. Frábært, algjörlega frábært fyrir íslenskan fótbolta. pic.twitter.com/qMnipMEe1V— saevar petursson (@saevarp) March 13, 2025 Í sumar leika Íslandsmeistarar Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildarinnar (og geta svo færst í undankeppni Evrópudeildar og/eða Sambandsdeildar ef þeir falla úr keppni) en KA, Víkingur og Valur leika í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur og Valur höfnuðu í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar. Evrópudeild UEFA Besta deild karla Mjólkurbikar karla Sambandsdeild Evrópu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Með þeim einstaka árangri sínum að komast áfram úr deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í vetur náðu Víkingar að bæta við nægilega mörgum stigum fyrir Ísland til að koma Bestu deildinni upp í 33. sæti styrkleikalista UEFA. Það er afar dýrmætt, eins og Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA bendir á í færslu á Twitter, því aðeins efstu 33 löndin fá að senda fulltrúa í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Ísland er í 33. sæti á Evrópulistanum og þar með fyrir ofan mikilvægt strik sem skilar næstu bikarmeisturum í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar.@footrankings Silfurliðið úr Bestu fær að sitja hjá Liðin úr næstu deildum á eftir þeirri íslensku hafa nú öll fallið úr keppni. Ísland er rétt fyrir ofan Bosníu en bosníska liðið Borac féll í gær úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengdan leik gegn Rapid Vín í Austurríki. Þar með getur Bosnía ekki lengur náð Íslandi. Það er því eftir enn meira að sækjast en áður fyrir íslensku liðin á komandi keppnistímabili: Hverju skilar árangur 2025? 1) Íslandsmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar sumarið 2026. 2) Bikarmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar sumarið 2026. 3) Liðið í 2. sæti Bestu deildar fer í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. 4) Liðið í 3. sæti Bestu deildar fer í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. *Ef bikarmeistarar enda í einu af efstu þremur sætum Bestu deildar fer liðið í 4. sæti í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. Breytingarnar hafa áhrif á Evrópukeppnirnar sem hefjast 2026. Bikarmeistararnir í fyrra, KA-menn, munu sem sagt leika í undankeppni Sambandsdeildarinnar í ár en næstu bikarmeistarar græða á árangrinum sem nú hefur náðst. Það að byrja í undankeppni Evrópudeildar þýðir að næstu bikarmeistarar fá að minnsta kosti tvö Evrópueinvígi, því ef lið falla út í undankeppni Evrópudeildar fara þau í undankeppni Sambandsdeildar. Eins og fram kemur hér að ofan mun silfurliðið í Bestu deildinni í ár einnig græða á árangrinum og sleppa við fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári. Frábært, algjörlega frábært fyrir íslenskan fótbolta. pic.twitter.com/qMnipMEe1V— saevar petursson (@saevarp) March 13, 2025 Í sumar leika Íslandsmeistarar Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildarinnar (og geta svo færst í undankeppni Evrópudeildar og/eða Sambandsdeildar ef þeir falla úr keppni) en KA, Víkingur og Valur leika í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur og Valur höfnuðu í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar.
Hverju skilar árangur 2025? 1) Íslandsmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar sumarið 2026. 2) Bikarmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar sumarið 2026. 3) Liðið í 2. sæti Bestu deildar fer í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. 4) Liðið í 3. sæti Bestu deildar fer í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. *Ef bikarmeistarar enda í einu af efstu þremur sætum Bestu deildar fer liðið í 4. sæti í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026.
Evrópudeild UEFA Besta deild karla Mjólkurbikar karla Sambandsdeild Evrópu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn