Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar 14. mars 2025 09:32 Í vikunni skrifaði Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, pistil þar sem hann viðraði áhyggjur sínar yfir nýju stjórnarfrumvarpi sem tryggir öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Frumvarpið byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir meðal annars að ríkisstjórnin ætli að stöðva kjaragliðnun lífeyrisþega, stíga stór skref í baráttunni gegn fátækt og binda í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Í einföldu máli er lagt til að árlegar breytingar á greiðslum almannatrygginga muni framvegis taka mið af hækkun launavísitölu. Áfram verði síðan tryggt að hækkunin verði aldrei minni en hækkun verðlags. Þetta er gert til að stuðla að því að greiðslurnar fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði og tryggi að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Með grein Gunnars fylgdi línurit sem sýnir hvernig þróun örorkulífeyris hefði litið út ef ofangreint frumvarp hefði verið gildandi lög allt frá efnahagshruninu. Gunnar bendir á að örorkulífeyrir hefði, við þær fordæmalausu aðstæður sem þá ríktu, hækkað umfram launaþróun. Eins indælt og það væri að búa í þessum hliðstæða veruleika þar sem vel er hlúð að veikum og öldruðum, þá segir raunveruleikinn því miður allt aðra sögu. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega minnkaði nefnilega mun meira en hjá launafólki eftir efnahagshrunið. Þegar upp var staðið, samkvæmt Hagfræðistofu HÍ, jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, þrátt fyrir litla verðbólgu, á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi fólks jókst um 15 prósent. Þótt hagur flestra hafi farið að vænkast eftir hrun sátu örorkulífeyrisþegar eftir – og gera enn. Þeir tóku á sig byrðarnar af hruninu en fengu aldrei að njóta uppgangsins sem fylgdi í kjölfarið. Í dag er gjáin milli greiðslna almannatrygginga og almennrar launaþróunar orðin svo djúp að eldra fólk og öryrkjar eru dæmd til sárafátæktar. Þetta er fólkið sem hefur á undanförnum árum búið við svo mikla kjaragliðnun að það hefur þurft að velja á milli þess að kaupa mat eða lyf, fólk sem neyðist til að skilja við maka sinn á gamals aldri eða senda börnin sín út af heimilinu vegna skerðinga í almannatryggingakerfinu. Í greininni talar Gunnar einnig um að frumvarpið muni draga úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði. En staðreyndin er að fólk velur ekki að verða öryrkjar eða eldast út af vinnumarkaði. Örorka er neyðarúrræði þeirra sem missa starfsgetu vegna veikinda eða slysa og ellilífeyrir er sjálfsagt réttindamál eftir áratuga starf. Það ætti þó að gleðja Gunnar að í nýju örorkulífeyriskerfi eru mýmargir hvatar og stuðningsúrræði fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér á vinnumarkaði. Ný ríkisstjórn mun svara ákalli þeirra verst settu og leggur fram með stolti stjórnarfrumvarp sem stöðvar strax kjaragliðnun milli lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði og bindur í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við ætlum að tryggja að greiðslur almannatrygginga fylgi launaþróun og að þeir sem fá greiðslur frá almannatryggingum fái nú í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í vikunni skrifaði Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, pistil þar sem hann viðraði áhyggjur sínar yfir nýju stjórnarfrumvarpi sem tryggir öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Frumvarpið byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir meðal annars að ríkisstjórnin ætli að stöðva kjaragliðnun lífeyrisþega, stíga stór skref í baráttunni gegn fátækt og binda í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Í einföldu máli er lagt til að árlegar breytingar á greiðslum almannatrygginga muni framvegis taka mið af hækkun launavísitölu. Áfram verði síðan tryggt að hækkunin verði aldrei minni en hækkun verðlags. Þetta er gert til að stuðla að því að greiðslurnar fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði og tryggi að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Með grein Gunnars fylgdi línurit sem sýnir hvernig þróun örorkulífeyris hefði litið út ef ofangreint frumvarp hefði verið gildandi lög allt frá efnahagshruninu. Gunnar bendir á að örorkulífeyrir hefði, við þær fordæmalausu aðstæður sem þá ríktu, hækkað umfram launaþróun. Eins indælt og það væri að búa í þessum hliðstæða veruleika þar sem vel er hlúð að veikum og öldruðum, þá segir raunveruleikinn því miður allt aðra sögu. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega minnkaði nefnilega mun meira en hjá launafólki eftir efnahagshrunið. Þegar upp var staðið, samkvæmt Hagfræðistofu HÍ, jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, þrátt fyrir litla verðbólgu, á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi fólks jókst um 15 prósent. Þótt hagur flestra hafi farið að vænkast eftir hrun sátu örorkulífeyrisþegar eftir – og gera enn. Þeir tóku á sig byrðarnar af hruninu en fengu aldrei að njóta uppgangsins sem fylgdi í kjölfarið. Í dag er gjáin milli greiðslna almannatrygginga og almennrar launaþróunar orðin svo djúp að eldra fólk og öryrkjar eru dæmd til sárafátæktar. Þetta er fólkið sem hefur á undanförnum árum búið við svo mikla kjaragliðnun að það hefur þurft að velja á milli þess að kaupa mat eða lyf, fólk sem neyðist til að skilja við maka sinn á gamals aldri eða senda börnin sín út af heimilinu vegna skerðinga í almannatryggingakerfinu. Í greininni talar Gunnar einnig um að frumvarpið muni draga úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði. En staðreyndin er að fólk velur ekki að verða öryrkjar eða eldast út af vinnumarkaði. Örorka er neyðarúrræði þeirra sem missa starfsgetu vegna veikinda eða slysa og ellilífeyrir er sjálfsagt réttindamál eftir áratuga starf. Það ætti þó að gleðja Gunnar að í nýju örorkulífeyriskerfi eru mýmargir hvatar og stuðningsúrræði fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér á vinnumarkaði. Ný ríkisstjórn mun svara ákalli þeirra verst settu og leggur fram með stolti stjórnarfrumvarp sem stöðvar strax kjaragliðnun milli lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði og bindur í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við ætlum að tryggja að greiðslur almannatrygginga fylgi launaþróun og að þeir sem fá greiðslur frá almannatryggingum fái nú í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar