„Við reyndum að gera alls konar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. mars 2025 21:42 Lárus Jónsson. Jón Gautur Hannesson Lárus Jónsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var auðmjúkur eftir tap gegn Álfnesingum í kvöld sagði andstæðingana einfaldlega hafa verið betra liðið í leiknum sem Þórsarar komust aldrei í takt við. „Mig langar kannski bara frekar að óska Álftanes til hamingju. Þeir spiluðu mjög vel og við áttum einhvern veginn ekki svör við því. Ég ætla ekkert að fara að rakka liðið mitt niður, þeir voru alveg að berjast,“ sagði Lárus eftir leik en blaðamanni fannst hans menn þó andlausari í leiknum en Lárus vildi meina. „Mér fannst Álftanes alltaf hafa svör við því sem við vorum að gera. Þeir eru bara búnir að spila betur en við upp á síðkastið og mér fannst þeir hafa stjórn á leiknum. Við náðum aldrei að snúa honum við en strákarnir voru alveg að reyna, þannig að ég ætla ekkert að setja út á það. Frekar hrósa Álftnesingum.“ Þórsarar byrjuðu leikinn illa og skoruðu aðeins ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. „Vörnin var alveg góð, ég held þeir hafi verið með átján stig þegar ein og hálf mínúta var eftir af fyrsta leikhluta. Sóknarleikurinn byrjaði á tveimur töpuðum boltum og við náðum ekki takti.“ Þórsarar spiluðu reyndar betri sóknarleik í öðrum leikhluta en fengu þá sömuleiðis á sig mörg stig. „Í öðrum leikhluta voru bæði lið sjóðandi heit en í síðari hálfleik voru þeir með stjórn á leiknum. Við reyndum að sprengja þetta upp, reyndum að gera alls konar. Mér fannst Álftanes spila rosalega vel og margir að leggja í púkkið. Það var ekkert eitt sem við þurftum að stoppa.“ Lykilmenn Þórsara Nikolas Tomsick og Mustapha Heron voru í brasi lengst af og mörg af þeim tuttugu og þremur stigum sem Heron skoraði komu þegar úrslitin voru ráðin. „Tomsick er með brot í hnénu og er að reyna að gera sitt besta, hann er ekkert að æfa. Þeir eru að leggja allt í þetta og ég myndi frekar segja að Haukur [Helgi Pálsson] hafi gert vel á [Mustapha] Heron að taka taktinn úr hans leik. Auðvitað hefði ég óskað þess að þeir væru báðir með 30 stig en mér fannst aðrir stíga upp, Emil steig upp,“ sagði Lárus en Emil Karel Einarsson átti góðan leik fyrir gestina og skoraði 19 stig. „Álftanes var bara betra en við og við þurfum að sætta okkur við það. Það þýðir ekkert að dvelja of lengi við þetta.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Þór Þorlákshöfn Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
„Mig langar kannski bara frekar að óska Álftanes til hamingju. Þeir spiluðu mjög vel og við áttum einhvern veginn ekki svör við því. Ég ætla ekkert að fara að rakka liðið mitt niður, þeir voru alveg að berjast,“ sagði Lárus eftir leik en blaðamanni fannst hans menn þó andlausari í leiknum en Lárus vildi meina. „Mér fannst Álftanes alltaf hafa svör við því sem við vorum að gera. Þeir eru bara búnir að spila betur en við upp á síðkastið og mér fannst þeir hafa stjórn á leiknum. Við náðum aldrei að snúa honum við en strákarnir voru alveg að reyna, þannig að ég ætla ekkert að setja út á það. Frekar hrósa Álftnesingum.“ Þórsarar byrjuðu leikinn illa og skoruðu aðeins ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. „Vörnin var alveg góð, ég held þeir hafi verið með átján stig þegar ein og hálf mínúta var eftir af fyrsta leikhluta. Sóknarleikurinn byrjaði á tveimur töpuðum boltum og við náðum ekki takti.“ Þórsarar spiluðu reyndar betri sóknarleik í öðrum leikhluta en fengu þá sömuleiðis á sig mörg stig. „Í öðrum leikhluta voru bæði lið sjóðandi heit en í síðari hálfleik voru þeir með stjórn á leiknum. Við reyndum að sprengja þetta upp, reyndum að gera alls konar. Mér fannst Álftanes spila rosalega vel og margir að leggja í púkkið. Það var ekkert eitt sem við þurftum að stoppa.“ Lykilmenn Þórsara Nikolas Tomsick og Mustapha Heron voru í brasi lengst af og mörg af þeim tuttugu og þremur stigum sem Heron skoraði komu þegar úrslitin voru ráðin. „Tomsick er með brot í hnénu og er að reyna að gera sitt besta, hann er ekkert að æfa. Þeir eru að leggja allt í þetta og ég myndi frekar segja að Haukur [Helgi Pálsson] hafi gert vel á [Mustapha] Heron að taka taktinn úr hans leik. Auðvitað hefði ég óskað þess að þeir væru báðir með 30 stig en mér fannst aðrir stíga upp, Emil steig upp,“ sagði Lárus en Emil Karel Einarsson átti góðan leik fyrir gestina og skoraði 19 stig. „Álftanes var bara betra en við og við þurfum að sætta okkur við það. Það þýðir ekkert að dvelja of lengi við þetta.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Þór Þorlákshöfn Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira