Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2025 07:03 Eins og sjá má voru nokkrir áverkar á kálfa konunnar eftir flugeldinn sem hafnaði á henni. Móðir á fertugsaldri ætlar að halda sig frá Mjóddinni eftir að strákagengi skaut flugeld í kálfa hennar um hábjartan dag. Konan kærði drenginn eftir skítkast hans í hennar garð. Hegðun á borð við þessa yrði að hafa einhverjar afleiðingar. Konan býr úti á landi og ók til borgarinnar í verslunarhugleiðingum þann 23. janúar. Hún ætlaði meðal annars að kaupa regnföt á ungan dreng sinn á útsölumarkaði í Mjódd. Hún var að yfirgefa markaðinn og á leið yfir í næstu byggingu þegar hún sá hóp af unglingum, strákagengi. Einn hafi verið á hækjum sér að fikta við eitthvað og félagar hans verið að kalla. Hún hafi gengið af stað og skyndilega fengið flugeld í kálfann. Buxurnar bráðnaðar af Konan, sem óttast viðbrögð strákanna og baðst undan því að koma fram undir nafni, segir að sér hafi brugðið en ákveðið um leið að ræða við strákahópinn. „Ég fer strax til þeirra og segi þeim að þetta sér stórhættulegt. Svona geri maður ekki. Ég messa aðeins yfir þeim og læt þá aðeins heyra það,“ segir konan. Karlmaður sem hún taldi vera öryggisvörð hafi komið aðvífandi, sagst myndu ræða við þá og konan gengið í burt. „Ég finn að mér er drulluillt í fætinum og sé að buxurnar eru bráðnaðar af,“ segir konan. Hún hugsað með sér að það yrðu að vera einhverjar afleiðingar. Strákarnir gætu ekki komist upp með slíka hegðun. Meintur öryggisvörður hafi verið farinn og hún spurt strákana hvort þeir gerðu sér grein fyrir að þeir væru búnir að skemma buxurnar hennar. Létu eins og þeir töluðu ekki íslensku „Þá byrjar rosalegur kjaftur,“ segir konan. Þeir hafi spurt hana hvort hún væri „broke“ og af hverju hún gæti ekki bara keypt sér nýjar buxur? Þeir hafi sakað hana um að vera undir áhrifum, vera klikkuð og fleiri dólgslæti. Þeir hafi á tímabili látið eins og þeir töluðu ekki íslensku en hafi svo hætt því og talað íslensku við hana. Konan segist hafa leitað uppi meintan öryggisvörð sem reyndist vera fyrrverandi öryggisvörður í Mjóddinni. Sá hafi sagt um þekkt strákagengi að ræða sem væri ítrekað vísað úr verslunarmiðstöðvum á borð við Mjóddina. Það þýddi lítið að gera en mælti því með því að hún hefði samband við lögregluna, sem hún gerði. Lögreglan var mætt á vettvang tveimur mínútum síðar, tvær lögreglukonur. Tekin var skýrsla af konunni í lögreglubílnum og þær svo sagt henni að þær ætluðu að reyna að hafa uppi á drengnum miðað við lýsingar konunnar. Hætt væri við því að þeir væru farnir. Konan hafi boðist til að fara með þeim til að bera kennsl á drenginn sem skaut flugeldinum og hafði sig mest í frammi. Hissa að konan væri ekki hrædd „Þær urðu rosalega hissa að ég skildi treysta mér til þess og þora því,“ segir konan. Eftir á að hyggja veltir hún fyrir sér hvort hún hefði þorað því væri hún búsett á höfuðborgarsvæðinu. Strákahópurinn hafi verið á sama stað og strax farið á háa c-ið. „Þeir sýndu lögreglunni mikla vanvirðingu og mér, sögðu að ég væri á lyfjum, klikkuð.“ Lögreglan hafi beðið þá að róa sig en það hafi drengurinn ekki gert. Lögreglukonurnar bentu konunni á að hún gæti yfirgefið svæðið þar sem drengurinn væri fundinn. Konan hafi velt fyrir sér framhaldinu enda ljóst að drengurinn ætti verulegt bágt og foreldrana vantað aðstoð. Buxurnar, sem voru ónýtar, höfðu kostað hana fimmtán þúsund krónur. „Ég hefði getað verið með fjögurra ára barnið með mér. Þannig að ég ákveð að kæra málið.“ Foreldrarnir talið of mikið gert úr þessu Almennilegur lögreglumaður á ákærusviði hafi hringt í hana viku síðar og hún rifjað upp atburðina. Hún lagði áherslu á að málið hefði einhverjar afleiðingar. Hún hafi fengið að heyra að vanvirðingin og dónaskapurinn hafi haldið áfram alla leið niður á lögreglustöð. Barnavernd hafi verið kölluð á svæðið og foreldrarnir líka. „Hann sagði mér að foreldrunum hefði fundist of mikið gert úr þessu, að lögregla kæmi á svæðið og tæki barnið. Svo væri algjör óþarfi að blanda barnavernd í málið.“ Þá hafi lögregla bent á að hún gæti lítið gert því drengurinn væri undir fimmtán ára aldri. Ekki var mælt með einkamáli þar sem drengurinn fengi þá að vita nafn og heimilisfang kæranda. Sem konan hefur engan áhuga á að strákurinn viti. „Ég vildi bara skila mínu sem almennur borgari - ekki bara labba í burtu eins og það hefði ekkert gerst.“ Hún minnir á að útsölumarkaðurinn sé í sömu byggingu og heilsugæslan. Því sé fullt af veiku fólki, börnum og eldra fólki á svæðinu. Fréttastofa fékk staðfest hjá lögreglunni í Kópavogi sem sinnir útköllum í Breiðholti, þar á meðal Mjóddinni, að málið hefði ratað til lögreglu. Málinu væri lokið. Lögreglumál Ofbeldi barna Reykjavík Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Konan býr úti á landi og ók til borgarinnar í verslunarhugleiðingum þann 23. janúar. Hún ætlaði meðal annars að kaupa regnföt á ungan dreng sinn á útsölumarkaði í Mjódd. Hún var að yfirgefa markaðinn og á leið yfir í næstu byggingu þegar hún sá hóp af unglingum, strákagengi. Einn hafi verið á hækjum sér að fikta við eitthvað og félagar hans verið að kalla. Hún hafi gengið af stað og skyndilega fengið flugeld í kálfann. Buxurnar bráðnaðar af Konan, sem óttast viðbrögð strákanna og baðst undan því að koma fram undir nafni, segir að sér hafi brugðið en ákveðið um leið að ræða við strákahópinn. „Ég fer strax til þeirra og segi þeim að þetta sér stórhættulegt. Svona geri maður ekki. Ég messa aðeins yfir þeim og læt þá aðeins heyra það,“ segir konan. Karlmaður sem hún taldi vera öryggisvörð hafi komið aðvífandi, sagst myndu ræða við þá og konan gengið í burt. „Ég finn að mér er drulluillt í fætinum og sé að buxurnar eru bráðnaðar af,“ segir konan. Hún hugsað með sér að það yrðu að vera einhverjar afleiðingar. Strákarnir gætu ekki komist upp með slíka hegðun. Meintur öryggisvörður hafi verið farinn og hún spurt strákana hvort þeir gerðu sér grein fyrir að þeir væru búnir að skemma buxurnar hennar. Létu eins og þeir töluðu ekki íslensku „Þá byrjar rosalegur kjaftur,“ segir konan. Þeir hafi spurt hana hvort hún væri „broke“ og af hverju hún gæti ekki bara keypt sér nýjar buxur? Þeir hafi sakað hana um að vera undir áhrifum, vera klikkuð og fleiri dólgslæti. Þeir hafi á tímabili látið eins og þeir töluðu ekki íslensku en hafi svo hætt því og talað íslensku við hana. Konan segist hafa leitað uppi meintan öryggisvörð sem reyndist vera fyrrverandi öryggisvörður í Mjóddinni. Sá hafi sagt um þekkt strákagengi að ræða sem væri ítrekað vísað úr verslunarmiðstöðvum á borð við Mjóddina. Það þýddi lítið að gera en mælti því með því að hún hefði samband við lögregluna, sem hún gerði. Lögreglan var mætt á vettvang tveimur mínútum síðar, tvær lögreglukonur. Tekin var skýrsla af konunni í lögreglubílnum og þær svo sagt henni að þær ætluðu að reyna að hafa uppi á drengnum miðað við lýsingar konunnar. Hætt væri við því að þeir væru farnir. Konan hafi boðist til að fara með þeim til að bera kennsl á drenginn sem skaut flugeldinum og hafði sig mest í frammi. Hissa að konan væri ekki hrædd „Þær urðu rosalega hissa að ég skildi treysta mér til þess og þora því,“ segir konan. Eftir á að hyggja veltir hún fyrir sér hvort hún hefði þorað því væri hún búsett á höfuðborgarsvæðinu. Strákahópurinn hafi verið á sama stað og strax farið á háa c-ið. „Þeir sýndu lögreglunni mikla vanvirðingu og mér, sögðu að ég væri á lyfjum, klikkuð.“ Lögreglan hafi beðið þá að róa sig en það hafi drengurinn ekki gert. Lögreglukonurnar bentu konunni á að hún gæti yfirgefið svæðið þar sem drengurinn væri fundinn. Konan hafi velt fyrir sér framhaldinu enda ljóst að drengurinn ætti verulegt bágt og foreldrana vantað aðstoð. Buxurnar, sem voru ónýtar, höfðu kostað hana fimmtán þúsund krónur. „Ég hefði getað verið með fjögurra ára barnið með mér. Þannig að ég ákveð að kæra málið.“ Foreldrarnir talið of mikið gert úr þessu Almennilegur lögreglumaður á ákærusviði hafi hringt í hana viku síðar og hún rifjað upp atburðina. Hún lagði áherslu á að málið hefði einhverjar afleiðingar. Hún hafi fengið að heyra að vanvirðingin og dónaskapurinn hafi haldið áfram alla leið niður á lögreglustöð. Barnavernd hafi verið kölluð á svæðið og foreldrarnir líka. „Hann sagði mér að foreldrunum hefði fundist of mikið gert úr þessu, að lögregla kæmi á svæðið og tæki barnið. Svo væri algjör óþarfi að blanda barnavernd í málið.“ Þá hafi lögregla bent á að hún gæti lítið gert því drengurinn væri undir fimmtán ára aldri. Ekki var mælt með einkamáli þar sem drengurinn fengi þá að vita nafn og heimilisfang kæranda. Sem konan hefur engan áhuga á að strákurinn viti. „Ég vildi bara skila mínu sem almennur borgari - ekki bara labba í burtu eins og það hefði ekkert gerst.“ Hún minnir á að útsölumarkaðurinn sé í sömu byggingu og heilsugæslan. Því sé fullt af veiku fólki, börnum og eldra fólki á svæðinu. Fréttastofa fékk staðfest hjá lögreglunni í Kópavogi sem sinnir útköllum í Breiðholti, þar á meðal Mjóddinni, að málið hefði ratað til lögreglu. Málinu væri lokið.
Lögreglumál Ofbeldi barna Reykjavík Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira