Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 15:00 Eiríkur Valberg vildi ekki tjá sig um mögulega ferð íslenskra lögreglumanna á fund írskra kollega sinna þegar eftir því var leitað. Lögregluyfirvöld á Íslandi segjast ekki geta staðfest þá staðhæfingu Davíðs Karls Wiium, bróður Jóns Þrastar Jónssonar, að íslenska lögreglan og sú írska muni funda um hvarf Jóns í Haag í Hollandi á næstunni. Jón hvarf sporlaust, eins og kunnugt er, í Dublin árið 2019. Davíð ræddi stöðu málsins í Kastljósinu á RÚV í gær en þar greindi hann frá því að fjölskyldan hefði átt fund með lögregluyfirvöldum á Írlandi, þar sem hún hefði fengið fullnægjandi svör um leitina að Jóni í almenningsgarði í Dublin og um rannsókn málsins almennt. Lögreglan hefði til að mynda sannfært fjölskylduna um að það væri ekki minni áhersla lögð á rannsókn málsins jafnvel þótt það væri flokkað sem mannshvarf frekar en morð. Fréttastofa ræddi við Eirík Valberg, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagðist ekki geta staðfest að íslenskir lögreglumenn hygðust ferðast út til Haag til að funda með írskum kollegum sínum. Þá sagðist hann heldur ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Davíðs að Europol ætlaði að koma að málum. Eiríkur varðist raunar allra fregna og sagði rannsóknina algjörlega á forræði lögreglunnar á Írlandi. Það væri þannig hennar að stjórna því hvað gefið væri út um stöðu málsins. Eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Davíð sagði í Kastljósi að fjölskyldu Jóns hefði þótt samvinnu lögregluyfirvalda hérlendis og á Írlandi ábótavant. Virðast vonir fjölskyldunnar standa til þess að aðkoma Europol muni liðka fyrir samskiptum, eins og Davíð komst að orði. „Ég upplifi það þannig, og sérstaklega af heimsókn okkar núna til Írlands, að lögreglan líti ekki á það sem svo, nei,“ sagði Davíð í Kastljósinu, spurður að því hvort hann teldi lögreglu enn meta málið þannig að Jón hefði bara látið sig hverfa. „Að því sögðu þá hef ég ekkert í höndunum sem að fullyrðir það. En mín samtöl við teymið sem fer með rannsókn málsins úti á Írlandi, sem við teljum að sé afbragðsfólk... Það er nýr yfirmaður kominn í málið, við hittum æðstu menn og konur hjá lögreglunni og það er okkar tilfinning að þeir séu farnir að líta á málið meira í áttina að því að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, frekar en að hann hafi einfaldlega látið sig hverfa.“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá þurfum við öll að geta byrjað í sorgarferli,“ sagði Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns, í Kastljósinu um mikilvægi þess að fá svör. „Það er alltaf gat, lífið verður aldrei eins.“ Erlend sakamál Íslendingar erlendis Lögreglumál Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Jón hvarf sporlaust, eins og kunnugt er, í Dublin árið 2019. Davíð ræddi stöðu málsins í Kastljósinu á RÚV í gær en þar greindi hann frá því að fjölskyldan hefði átt fund með lögregluyfirvöldum á Írlandi, þar sem hún hefði fengið fullnægjandi svör um leitina að Jóni í almenningsgarði í Dublin og um rannsókn málsins almennt. Lögreglan hefði til að mynda sannfært fjölskylduna um að það væri ekki minni áhersla lögð á rannsókn málsins jafnvel þótt það væri flokkað sem mannshvarf frekar en morð. Fréttastofa ræddi við Eirík Valberg, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagðist ekki geta staðfest að íslenskir lögreglumenn hygðust ferðast út til Haag til að funda með írskum kollegum sínum. Þá sagðist hann heldur ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Davíðs að Europol ætlaði að koma að málum. Eiríkur varðist raunar allra fregna og sagði rannsóknina algjörlega á forræði lögreglunnar á Írlandi. Það væri þannig hennar að stjórna því hvað gefið væri út um stöðu málsins. Eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Davíð sagði í Kastljósi að fjölskyldu Jóns hefði þótt samvinnu lögregluyfirvalda hérlendis og á Írlandi ábótavant. Virðast vonir fjölskyldunnar standa til þess að aðkoma Europol muni liðka fyrir samskiptum, eins og Davíð komst að orði. „Ég upplifi það þannig, og sérstaklega af heimsókn okkar núna til Írlands, að lögreglan líti ekki á það sem svo, nei,“ sagði Davíð í Kastljósinu, spurður að því hvort hann teldi lögreglu enn meta málið þannig að Jón hefði bara látið sig hverfa. „Að því sögðu þá hef ég ekkert í höndunum sem að fullyrðir það. En mín samtöl við teymið sem fer með rannsókn málsins úti á Írlandi, sem við teljum að sé afbragðsfólk... Það er nýr yfirmaður kominn í málið, við hittum æðstu menn og konur hjá lögreglunni og það er okkar tilfinning að þeir séu farnir að líta á málið meira í áttina að því að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, frekar en að hann hafi einfaldlega látið sig hverfa.“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá þurfum við öll að geta byrjað í sorgarferli,“ sagði Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns, í Kastljósinu um mikilvægi þess að fá svör. „Það er alltaf gat, lífið verður aldrei eins.“
Erlend sakamál Íslendingar erlendis Lögreglumál Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira