Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar 13. mars 2025 11:31 Undanfarin ár hefur netöryggi skipað æ stærri sess í umræðunni um öryggi grunnstoða íslensks samfélags. Gagnaöryggi og stafrænar ógnir sem hér áður fyrr voru einkum tengdar óprúttnum aðilum, eru nú orðnar að áhersluatriðum hjá stórveldum heimsins, meðal annars í hernaðarlegum skilningi. Hér áður fyrr var netöryggi fyrst og fremst umræðuefni innan tölvudeilda, en sífellt verður þáttur þess í almannaöryggi mikilvægari. Þjónustur sem alls ekki mega rofna, svo sem orkuflutningur, heilbrigðiskerfi, bankastarfsemi og fjarskipti um sæstreng, gætu verið í meiri hættu en marga grunar. Spurningin er: Hvernig tryggjum við öryggi okkar innviða sem best? Nýlega tók gildi evrópsk tilskipun um netöryggi, kölluð NIS2. Þessi tilskipun leggur auknar kröfur á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu svo hægt sé að mæta netöryggisógninni. NIS2 kallar meðal annars á auknar kröfur og ábyrgð æðstu stjórnenda og tilhögun stjórnskipan netöryggismála. Stjórnvöldum er heimilt að gera úttektir og prófanir á því hvort rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu uppfylli kröfur netöryggislaga og geta beitt dagssektum og stjórnvaldssektum. Stjórnendum sem sinna ekki öryggisskyldu sinni gætu í alvarlegustu tilvikum beðið ákæra. Það er mikilvægt að stjórnendur fái stuðning og réttu verkfærin til mæta þessari nýju tilskipun og auknum kröfum. Sem betur fer eigum við íslenskt hugvit sem stenst erlendum lausnum fyllilega snúning. Nanitor er íslenskt félag sem hefur þegar haslað sér völl á alþjóðlegum markaði með nútímalegar öryggislausnir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Uppsetning á lausn Nanitor tekur um sólarhring og veitir skýra mynd af netöryggisástandi og forgangsraðar aðgerðum. Eftir 24klst tekur við sífelld vöktun. Til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis og ræða lausnir fyrir íslenska innviði, heldur Nanitor viðburð í Grósku 24. mars í samstarfi við Fjarskiptastofu og Lex lögmannsstofu. Viðburðurinn er sérstaklega miðaður að stjórnendum netöryggismála opinberra stofnana, og gefur innsýn í þær aðgerðir sem íslensk fyrirtæki og stofnanir geta ráðist í til að tryggja öryggi sitt. Fyrirtækjum er einnig boðið að taka þátt kjósi þau að kynna sér þessi málefni, sem snerti sennilega frekar mörg fyrirtæki á Íslandi. Netöryggi er ekki lengur mál tölvudeilda heldur lykilatriði í öryggi þeirrar þjónustu sem daglegt líf okkar byggir á. Spurningin er ekki hvort netárásir verði heldur hvenær þær raungerast. Þess vegna er mikilvægt að Ísland leggi metnað í að standa framarlega í netöryggismálum og nýti íslenskt hugvit til að verja okkar mikilvægustu innviði. Höfundur er framkvæmdastjóri Nanitor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur netöryggi skipað æ stærri sess í umræðunni um öryggi grunnstoða íslensks samfélags. Gagnaöryggi og stafrænar ógnir sem hér áður fyrr voru einkum tengdar óprúttnum aðilum, eru nú orðnar að áhersluatriðum hjá stórveldum heimsins, meðal annars í hernaðarlegum skilningi. Hér áður fyrr var netöryggi fyrst og fremst umræðuefni innan tölvudeilda, en sífellt verður þáttur þess í almannaöryggi mikilvægari. Þjónustur sem alls ekki mega rofna, svo sem orkuflutningur, heilbrigðiskerfi, bankastarfsemi og fjarskipti um sæstreng, gætu verið í meiri hættu en marga grunar. Spurningin er: Hvernig tryggjum við öryggi okkar innviða sem best? Nýlega tók gildi evrópsk tilskipun um netöryggi, kölluð NIS2. Þessi tilskipun leggur auknar kröfur á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu svo hægt sé að mæta netöryggisógninni. NIS2 kallar meðal annars á auknar kröfur og ábyrgð æðstu stjórnenda og tilhögun stjórnskipan netöryggismála. Stjórnvöldum er heimilt að gera úttektir og prófanir á því hvort rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu uppfylli kröfur netöryggislaga og geta beitt dagssektum og stjórnvaldssektum. Stjórnendum sem sinna ekki öryggisskyldu sinni gætu í alvarlegustu tilvikum beðið ákæra. Það er mikilvægt að stjórnendur fái stuðning og réttu verkfærin til mæta þessari nýju tilskipun og auknum kröfum. Sem betur fer eigum við íslenskt hugvit sem stenst erlendum lausnum fyllilega snúning. Nanitor er íslenskt félag sem hefur þegar haslað sér völl á alþjóðlegum markaði með nútímalegar öryggislausnir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Uppsetning á lausn Nanitor tekur um sólarhring og veitir skýra mynd af netöryggisástandi og forgangsraðar aðgerðum. Eftir 24klst tekur við sífelld vöktun. Til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis og ræða lausnir fyrir íslenska innviði, heldur Nanitor viðburð í Grósku 24. mars í samstarfi við Fjarskiptastofu og Lex lögmannsstofu. Viðburðurinn er sérstaklega miðaður að stjórnendum netöryggismála opinberra stofnana, og gefur innsýn í þær aðgerðir sem íslensk fyrirtæki og stofnanir geta ráðist í til að tryggja öryggi sitt. Fyrirtækjum er einnig boðið að taka þátt kjósi þau að kynna sér þessi málefni, sem snerti sennilega frekar mörg fyrirtæki á Íslandi. Netöryggi er ekki lengur mál tölvudeilda heldur lykilatriði í öryggi þeirrar þjónustu sem daglegt líf okkar byggir á. Spurningin er ekki hvort netárásir verði heldur hvenær þær raungerast. Þess vegna er mikilvægt að Ísland leggi metnað í að standa framarlega í netöryggismálum og nýti íslenskt hugvit til að verja okkar mikilvægustu innviði. Höfundur er framkvæmdastjóri Nanitor.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar