Hitti Arnór á Anfield Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2025 13:04 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. Það hefur gengið á ýmsu hjá Arnóri síðustu vikur en hann var tekinn út úr hópi Blackburn í ensku B-deildinni sem skráður var til leiks eftir félagsskiptagluggann í janúar. Hann sat því eftir allslaus með lokaðan glugga verandi óheimilt að spila með liðinu það sem eftir lifði leiktíðar. Veikindi og meiðsli hafa einkennt tímabilið hjá Arnóri en hann gat aðeins spilað fimm leiki með Blackburn, þann síðasta 26. október. Arnór fékk sig lausan frá enska liðinu um miðjan febrúar og var því frjálst að finna sér nýtt félag. Hann samdi við Malmö í Svíþjóð og er þar að komast í form á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á rifnum kálfavöðva. Vegna þess sem hefur gengið á er Arnór ekki í hópnum að þessu sinni en Arnar segir hann á góðum stað með nýju liði. Þeir hafi rætt málin þegar þeir hittust á Anfield í Liverpool er Hákon Arnar Haraldsson mætti enska liðinu með Lille í Meistaradeild Evrópu 21. janúar síðastliðinn. „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon spila við Liverpool. Hann er komiinn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni,“ sagði Arnar um Arnór við Stöð 2 í gær. Landsliðið kemur saman í næstu viku og spilar fyrri leikinn við Kósóvó í Pristina á fimmtudaginn kemur, 20. mars. Síðari leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sá leikur er sunnudaginn eftir, 23. mars. Báðir leikir verða sýndur í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og verður landsliðinu fylgt eftir hvert fótmál þar ytra. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. 7. febrúar 2025 15:09 Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. 19. febrúar 2025 16:51 Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift. 17. febrúar 2025 22:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Arnóri síðustu vikur en hann var tekinn út úr hópi Blackburn í ensku B-deildinni sem skráður var til leiks eftir félagsskiptagluggann í janúar. Hann sat því eftir allslaus með lokaðan glugga verandi óheimilt að spila með liðinu það sem eftir lifði leiktíðar. Veikindi og meiðsli hafa einkennt tímabilið hjá Arnóri en hann gat aðeins spilað fimm leiki með Blackburn, þann síðasta 26. október. Arnór fékk sig lausan frá enska liðinu um miðjan febrúar og var því frjálst að finna sér nýtt félag. Hann samdi við Malmö í Svíþjóð og er þar að komast í form á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á rifnum kálfavöðva. Vegna þess sem hefur gengið á er Arnór ekki í hópnum að þessu sinni en Arnar segir hann á góðum stað með nýju liði. Þeir hafi rætt málin þegar þeir hittust á Anfield í Liverpool er Hákon Arnar Haraldsson mætti enska liðinu með Lille í Meistaradeild Evrópu 21. janúar síðastliðinn. „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon spila við Liverpool. Hann er komiinn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni,“ sagði Arnar um Arnór við Stöð 2 í gær. Landsliðið kemur saman í næstu viku og spilar fyrri leikinn við Kósóvó í Pristina á fimmtudaginn kemur, 20. mars. Síðari leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sá leikur er sunnudaginn eftir, 23. mars. Báðir leikir verða sýndur í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og verður landsliðinu fylgt eftir hvert fótmál þar ytra.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. 7. febrúar 2025 15:09 Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. 19. febrúar 2025 16:51 Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift. 17. febrúar 2025 22:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
„Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. 7. febrúar 2025 15:09
Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. 19. febrúar 2025 16:51
Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift. 17. febrúar 2025 22:00