Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 10:23 Palestínskar konur hughreysta hvora aðra eftir að ástvinir þeirra féllu í loftárás á Gasaströndinni á dögunum. AFP/Omar Al-Qattaa Sérfræðingar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sakað Ísraela um umfangsmikil og kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum, og þar á meðal kynferðisofbeldi, frá 7. október 2023. Markmiðið sé að undiroka og stjórna palestínsku þjóðinni. Í skýrslu sem gefin var út í dag segja rannsakendur Sameinuðu þjóðanna meðal annars að Ísraelar hafi vísvitandi gert árásir á heilbrigðisstofnanir þar sem frjósemi og heilsa kvenna var sérstaklega í fyrirrúmi. Þá var komið í veg fyrir að lyf og aðrar nauðsynjar fyrir óléttar konur hafi komist til Gasastrandarinnar og mun þetta hafa leitt til dauða óléttra kvenna og nýfæddra barna. Þá segir þar að kynferðisofbeldi ísraelskra hermanna gegn Palestínumönnum hafi aukist mjög og er þar talað um bæði nauðganir og annarskonar kynferðisbrot. Rannsakendur segja þessi brot hafa verið framin að skipan leiðtoga ísraelska hersins og pólitískra leiðtoga, eða í það minnsta með þegjandi þögn þeirra. Ráðamenn í Ísrael hafna niðurstöðum rannsóknarinnar og segja rannsakendur mannréttindaráðsins (OHCHR) hlutdræga og saka þá um að koma öðruvísi fram við Ísrael en önnur ríki. Erindrekar Ísrael gagnvart Sameinuðu þjóðunum segja skýrsluna ótrúverðuga og að augljóst sé að rannsakendur OHCHR hafi haft áður mótaðar skoðanir og sérstakar niðurstöður í huga fyrir rannsóknina. Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu Rannsakendur OHCHR segja árásir Ísraela á Gasaströndinni hafa haft sérstaklega mikil áhrif á palestínskar konur og stúlkur. Ísraelar eru einnig sakaðir um að hafa beitt hungri sem vopni, neitað íbúum aðgengi að nauðsynjum og matvælum og um markvissa stefnu í að rústa heilbrigðiskerfi Gasastrandarinnar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að Ísraelar hafi með kerfisbundnum hætti beitt kynferðisofbeldi frá því hernaður þeirra á Gasaströndinni hófst. Brotið hafi verið á mönnum og drengjum og myndefni af þessum brotum hafi verið dreift á netinu. Rannsakendur telja að kerfisbundin brot þessi þjóni þeim tilgangi að undiroka og gera út af við palestínsku þjóðina. Um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sé að ræða. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25 „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Í skýrslu sem gefin var út í dag segja rannsakendur Sameinuðu þjóðanna meðal annars að Ísraelar hafi vísvitandi gert árásir á heilbrigðisstofnanir þar sem frjósemi og heilsa kvenna var sérstaklega í fyrirrúmi. Þá var komið í veg fyrir að lyf og aðrar nauðsynjar fyrir óléttar konur hafi komist til Gasastrandarinnar og mun þetta hafa leitt til dauða óléttra kvenna og nýfæddra barna. Þá segir þar að kynferðisofbeldi ísraelskra hermanna gegn Palestínumönnum hafi aukist mjög og er þar talað um bæði nauðganir og annarskonar kynferðisbrot. Rannsakendur segja þessi brot hafa verið framin að skipan leiðtoga ísraelska hersins og pólitískra leiðtoga, eða í það minnsta með þegjandi þögn þeirra. Ráðamenn í Ísrael hafna niðurstöðum rannsóknarinnar og segja rannsakendur mannréttindaráðsins (OHCHR) hlutdræga og saka þá um að koma öðruvísi fram við Ísrael en önnur ríki. Erindrekar Ísrael gagnvart Sameinuðu þjóðunum segja skýrsluna ótrúverðuga og að augljóst sé að rannsakendur OHCHR hafi haft áður mótaðar skoðanir og sérstakar niðurstöður í huga fyrir rannsóknina. Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu Rannsakendur OHCHR segja árásir Ísraela á Gasaströndinni hafa haft sérstaklega mikil áhrif á palestínskar konur og stúlkur. Ísraelar eru einnig sakaðir um að hafa beitt hungri sem vopni, neitað íbúum aðgengi að nauðsynjum og matvælum og um markvissa stefnu í að rústa heilbrigðiskerfi Gasastrandarinnar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að Ísraelar hafi með kerfisbundnum hætti beitt kynferðisofbeldi frá því hernaður þeirra á Gasaströndinni hófst. Brotið hafi verið á mönnum og drengjum og myndefni af þessum brotum hafi verið dreift á netinu. Rannsakendur telja að kerfisbundin brot þessi þjóni þeim tilgangi að undiroka og gera út af við palestínsku þjóðina. Um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sé að ræða.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25 „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49
Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25
„Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46
Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent