Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 16:03 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón „Þetta er virkilega góð tilfinning,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, um valið á hans fyrsta leikmannahópi. Arnar kynnti 23 manna hópinn sem tekst á við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar síðar í mánuðinum. Fyrsti leikurinn undir stjórn Arnars verður í Pristina 20. mars næst komandi og sá síðari, sem telst sem heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni þremur dögum síðar. Liðið sem vinnur einvígið verður í B-deild Þjóðadeildarinnar en tapliðið fer í C-deild. Klippa: Arnar um landsliðsvalið, nýjan fyrirliða og næstu gullkynslóð Arnar tók við í janúar og hefur legið yfir valinu síðan. „Þetta var erfitt og mikil áskorun en að lokum er ég mjög sáttur við mitt val og þá möguleika sem við höfum innan þessa hóps. Þetta er erfitt. Við erum með mikið magn leikmanna, eiginlega meira en maður heldur. Sem er jákvætt. Auðvitað er leiðinlegt að menn séu ekki valdir, það langar alla að vera með í þessu verkefni, en því miður er bara hægt að velja 23. Svona lítur hópurinn út núna og svo sjáum við til næst,“ segir Arnar um valið. Orri og Hákon leiðtogar til framtíðar Arnar tilkynnti jafnframt um nýjan landsliðsfyrirliða. Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði frá árinu 2012 en Jóhann Berg Guðmundsson borið bandið undanfarin misseri þar sem Aron hefur verið töluvert frá vegna meiðsla. Fyrirliðatíð Arons er aftur á móti lokið. Orri Steinn Óskarsson er nýr landsliðsfyrirliði, aðeins tvítugur, og er hann sá þriðji yngsti í sögunni til að bera bandið, á eftir Eyleifi Hafsteinssyni og Ásgeiri Sigurvinssyni, sem báru bandið í stökum leikjum í fjarveru þáverandi fyrirliða, Jóhannesar Eðvaldssonar. Bæði Eyleifur og Ásgeir voru þá tvítugir, líkt og Orri Steinn. Orri er hins vegar sá yngsti til að vera tilnefndur formlega sem fyrirliði landsliðsins. Aron Einar átti fyrra met en hann var 23 ára þegar hann var gerður að fyrirliða fyrir 13 árum síðan. Aðspurður um hvaða eiginleikar Orra kalli á það að hann sé nýr fyrirliði segir Arnar: „Ég hafði einhverja sterka skoðun á því fyrir nokkrum mánuðum síðan að næsti fyrirliði myndi koma frá þessari kynslóð, nýju gullkynslóðinni. Að þeir myndu fá rödd. Mér finnst þeir vera tilbúnir, þeir eru komnir á ansi hátt stig með sínum félagsliðum,“ „Orri er þroskaður einstaklingur sem kemur vel fyrir í fjölmiðlum. Hann er á frábærum stað í Sociedad og þeir meta hann mikils. Ég fór og heimsótti hann, fékk að vera með honum í þrjá daga, og fékk að kynnast honum betur. Þá varð ég enn sannfærðari um að valið sé rétt,“ „Hákon (Arnar Haraldsson) er varafyrirliði. Þetta eru ólíkar týpur en báðir eiga sameiginlegt að þeir eru miklir leiðtogar inni á velli. Þeir þurfa að læra á nýtt hlutverk, að sjálfsögðu. En það er mín sýn að þetta færi þeirra leik upp á nýtt stig, að fá þessa ábyrgð. Ég vonast til að þeir fái góðan stuðning frá eldri leikmönnum og frá þjóðinni,“ segir Arnar. Aron Einar veiti jafnvægi Arnar ákvað hins vegar að velja Aron Einar í hópinn. Vera hans þar sé mikilvæg. „Ég held að þetta snúist um að hann sé fit. Hann hefur náð góðri æfingatörn síðustu mánuði og spilað fáa, en erfiða leiki í Meistaradeild Asíu. Ég hef spjallað við hann reglulega og hann er mjög spenntur og hungraður. Mér fannst mikilvægt að hafa sterka viðveru frá þessari kynslóð í þessum hópi. Þú vilt hafa gott jafnvægi í hvaða hópi sem er. Mér finnst þessi hópur hafa gott jafnvægi í aldri og hæfileikum,“ segir Arnar. Gylfi ekki á réttum stað Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum þar sem hann er að komast af stað eftir meiðsli og Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur og verður ekki með. Arnar útilokar ekki að Gylfi Þór fái sæti í hópnum eftir að tímabilið er komið af stað hér heima. „Mér finnst þetta ekki rétti tímapunkturinn að velja leikmenn sem eru á Íslandi í mars-mánuði. Þetta er búinn að vera djöfullegur vetur og skrýtinn að mörgu leyti. Ég veit að leikmenn eru ósammála og þeir segjast allir vera í toppstandi og klárir, sem er bara frábært. En það er mín skoðun sem gildir og í þetta skipti verðum við að gefa honum betri tíma til að komast í betra stand með sínu félagsliði. Vonandi verður hann í toppstandi þegar næsti hópur er valinn,“ Hitti Arnór í Liverpool Arnór Sigurðsson er ekki heldur í hópnum. Þeir Arnar hafa verið í samskiptum en Arnór samdi nýverið við Malmö í Svíþjóð. Hann er að komast af stað eftir meiðsli. „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon spila við Liverpool. Hann er komiinn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni,“ segir Arnar. Ný gullkynslóð Arnar ítrekar þá að ný gullkynslóð sé komin í landsliðið. Hana leiði nýju fyrirliðarnir, Orri Steinn og Hákon Arnar. „Ég er alveg sannfærður um það. Ég held ég sé ekkert að setja auka pressu á þá með því að segja það. Þeir hafa sannað það síðustu ár og mánuði á stærsta sviði sem til er, á erfiðum útivöllum. Þeir eru tilbúnir í slaginn,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira
Fyrsti leikurinn undir stjórn Arnars verður í Pristina 20. mars næst komandi og sá síðari, sem telst sem heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni þremur dögum síðar. Liðið sem vinnur einvígið verður í B-deild Þjóðadeildarinnar en tapliðið fer í C-deild. Klippa: Arnar um landsliðsvalið, nýjan fyrirliða og næstu gullkynslóð Arnar tók við í janúar og hefur legið yfir valinu síðan. „Þetta var erfitt og mikil áskorun en að lokum er ég mjög sáttur við mitt val og þá möguleika sem við höfum innan þessa hóps. Þetta er erfitt. Við erum með mikið magn leikmanna, eiginlega meira en maður heldur. Sem er jákvætt. Auðvitað er leiðinlegt að menn séu ekki valdir, það langar alla að vera með í þessu verkefni, en því miður er bara hægt að velja 23. Svona lítur hópurinn út núna og svo sjáum við til næst,“ segir Arnar um valið. Orri og Hákon leiðtogar til framtíðar Arnar tilkynnti jafnframt um nýjan landsliðsfyrirliða. Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði frá árinu 2012 en Jóhann Berg Guðmundsson borið bandið undanfarin misseri þar sem Aron hefur verið töluvert frá vegna meiðsla. Fyrirliðatíð Arons er aftur á móti lokið. Orri Steinn Óskarsson er nýr landsliðsfyrirliði, aðeins tvítugur, og er hann sá þriðji yngsti í sögunni til að bera bandið, á eftir Eyleifi Hafsteinssyni og Ásgeiri Sigurvinssyni, sem báru bandið í stökum leikjum í fjarveru þáverandi fyrirliða, Jóhannesar Eðvaldssonar. Bæði Eyleifur og Ásgeir voru þá tvítugir, líkt og Orri Steinn. Orri er hins vegar sá yngsti til að vera tilnefndur formlega sem fyrirliði landsliðsins. Aron Einar átti fyrra met en hann var 23 ára þegar hann var gerður að fyrirliða fyrir 13 árum síðan. Aðspurður um hvaða eiginleikar Orra kalli á það að hann sé nýr fyrirliði segir Arnar: „Ég hafði einhverja sterka skoðun á því fyrir nokkrum mánuðum síðan að næsti fyrirliði myndi koma frá þessari kynslóð, nýju gullkynslóðinni. Að þeir myndu fá rödd. Mér finnst þeir vera tilbúnir, þeir eru komnir á ansi hátt stig með sínum félagsliðum,“ „Orri er þroskaður einstaklingur sem kemur vel fyrir í fjölmiðlum. Hann er á frábærum stað í Sociedad og þeir meta hann mikils. Ég fór og heimsótti hann, fékk að vera með honum í þrjá daga, og fékk að kynnast honum betur. Þá varð ég enn sannfærðari um að valið sé rétt,“ „Hákon (Arnar Haraldsson) er varafyrirliði. Þetta eru ólíkar týpur en báðir eiga sameiginlegt að þeir eru miklir leiðtogar inni á velli. Þeir þurfa að læra á nýtt hlutverk, að sjálfsögðu. En það er mín sýn að þetta færi þeirra leik upp á nýtt stig, að fá þessa ábyrgð. Ég vonast til að þeir fái góðan stuðning frá eldri leikmönnum og frá þjóðinni,“ segir Arnar. Aron Einar veiti jafnvægi Arnar ákvað hins vegar að velja Aron Einar í hópinn. Vera hans þar sé mikilvæg. „Ég held að þetta snúist um að hann sé fit. Hann hefur náð góðri æfingatörn síðustu mánuði og spilað fáa, en erfiða leiki í Meistaradeild Asíu. Ég hef spjallað við hann reglulega og hann er mjög spenntur og hungraður. Mér fannst mikilvægt að hafa sterka viðveru frá þessari kynslóð í þessum hópi. Þú vilt hafa gott jafnvægi í hvaða hópi sem er. Mér finnst þessi hópur hafa gott jafnvægi í aldri og hæfileikum,“ segir Arnar. Gylfi ekki á réttum stað Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum þar sem hann er að komast af stað eftir meiðsli og Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur og verður ekki með. Arnar útilokar ekki að Gylfi Þór fái sæti í hópnum eftir að tímabilið er komið af stað hér heima. „Mér finnst þetta ekki rétti tímapunkturinn að velja leikmenn sem eru á Íslandi í mars-mánuði. Þetta er búinn að vera djöfullegur vetur og skrýtinn að mörgu leyti. Ég veit að leikmenn eru ósammála og þeir segjast allir vera í toppstandi og klárir, sem er bara frábært. En það er mín skoðun sem gildir og í þetta skipti verðum við að gefa honum betri tíma til að komast í betra stand með sínu félagsliði. Vonandi verður hann í toppstandi þegar næsti hópur er valinn,“ Hitti Arnór í Liverpool Arnór Sigurðsson er ekki heldur í hópnum. Þeir Arnar hafa verið í samskiptum en Arnór samdi nýverið við Malmö í Svíþjóð. Hann er að komast af stað eftir meiðsli. „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon spila við Liverpool. Hann er komiinn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni,“ segir Arnar. Ný gullkynslóð Arnar ítrekar þá að ný gullkynslóð sé komin í landsliðið. Hana leiði nýju fyrirliðarnir, Orri Steinn og Hákon Arnar. „Ég er alveg sannfærður um það. Ég held ég sé ekkert að setja auka pressu á þá með því að segja það. Þeir hafa sannað það síðustu ár og mánuði á stærsta sviði sem til er, á erfiðum útivöllum. Þeir eru tilbúnir í slaginn,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira