VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar 12. mars 2025 10:47 Nú standa yfir kosningar til formanns og stjórnar hjá VR, þar eru nokkrir frambærilegir kostir og sitjandi formaður Halla Gunnarsdóttir. Því miður hefur allt starf innan VR farið á verri veg og mikil sundrung innan stjórnar sem er ekki heillavænlegt fyrir félagið. Það er því sérkennilegt að sjá í fjölmiðlum þegar Halla heldur því fram að eftir að hún tók við formennsku hafi aldrei verið meiri friður og samvinna innan stjórnar VR, því er hins vegar þveröfugt farið og sjaldan verið eins mikil sundrung og ósætti þar innan dyra. Réttkjörnir stjórnarmenn eru sakaðir um vanhæfi til þess að gegna stjórnarstörfum og eru hundeltir af rannsóknarnefnd um hæfi. Flestir stjórnarmenn reyna að vinna að heilindum í þeim málum sem því er falið að gegna, það er erfitt þegar sakir eru bornar upp á fólk sem standast enga skoðun. Fundarstjórn er nánast engin þar sem fólk veður upp með frekju og æsing ef allir eru ekki sammála því sem er verið að leggja fram af formanni og jafnvel er slökkt á viðkomandi í miðjum umræðum (þeir sem eru á fjarfundi). Þetta eru vinnubrögð sem Halla Gunnarsdóttir kemur með að borðinu fyrir VR félaga. Það er algjörlega ljóst að ef Halla nær kjöri sem formaður VR að okkar flotta félag fer þá endanlega í vaskinn og allt það góða starf sem hefur verið unnið síðastliðin ár eru unnin fyrir gýg. Ég virkilega vona að fólk kjósi rétt og að það kjósi ekki yfir sig þá óeiningu sem Halla Gunnarsdóttir stendur fyrir. Nú í lok kosningabaráttunnar notar hún úthringiverið sitt til þess að rægja meðframbjóðanda sinn Bjarna Þór Sigurðsson. Það er ekki drengileg framkoma en kemur ekki á óvart því miður. Bjarni Þór á ekki skilið þá ófræingarherferð sem Halla stendur fyrir gagnvart honum. Ég hef unnið með Bjarna í mörg ár innan stjórnar og ber honum söguna vel og yrði hann mun betri kostur fyrir VR ef hann næði kjöri sem formaður VR. Höfundur er stjórnarmaður í VR og fyrrverandi varaformaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir kosningar til formanns og stjórnar hjá VR, þar eru nokkrir frambærilegir kostir og sitjandi formaður Halla Gunnarsdóttir. Því miður hefur allt starf innan VR farið á verri veg og mikil sundrung innan stjórnar sem er ekki heillavænlegt fyrir félagið. Það er því sérkennilegt að sjá í fjölmiðlum þegar Halla heldur því fram að eftir að hún tók við formennsku hafi aldrei verið meiri friður og samvinna innan stjórnar VR, því er hins vegar þveröfugt farið og sjaldan verið eins mikil sundrung og ósætti þar innan dyra. Réttkjörnir stjórnarmenn eru sakaðir um vanhæfi til þess að gegna stjórnarstörfum og eru hundeltir af rannsóknarnefnd um hæfi. Flestir stjórnarmenn reyna að vinna að heilindum í þeim málum sem því er falið að gegna, það er erfitt þegar sakir eru bornar upp á fólk sem standast enga skoðun. Fundarstjórn er nánast engin þar sem fólk veður upp með frekju og æsing ef allir eru ekki sammála því sem er verið að leggja fram af formanni og jafnvel er slökkt á viðkomandi í miðjum umræðum (þeir sem eru á fjarfundi). Þetta eru vinnubrögð sem Halla Gunnarsdóttir kemur með að borðinu fyrir VR félaga. Það er algjörlega ljóst að ef Halla nær kjöri sem formaður VR að okkar flotta félag fer þá endanlega í vaskinn og allt það góða starf sem hefur verið unnið síðastliðin ár eru unnin fyrir gýg. Ég virkilega vona að fólk kjósi rétt og að það kjósi ekki yfir sig þá óeiningu sem Halla Gunnarsdóttir stendur fyrir. Nú í lok kosningabaráttunnar notar hún úthringiverið sitt til þess að rægja meðframbjóðanda sinn Bjarna Þór Sigurðsson. Það er ekki drengileg framkoma en kemur ekki á óvart því miður. Bjarni Þór á ekki skilið þá ófræingarherferð sem Halla stendur fyrir gagnvart honum. Ég hef unnið með Bjarna í mörg ár innan stjórnar og ber honum söguna vel og yrði hann mun betri kostur fyrir VR ef hann næði kjöri sem formaður VR. Höfundur er stjórnarmaður í VR og fyrrverandi varaformaður.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar