Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2025 07:00 Daryl Clemmons vildi sjá meira af stráknum sínum inn á vellinum og missti algjörlega stjórn á skapi sínu. @projectfootballer Faðir frá Missouri fylki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur sekur fyrir að skjóta unglingaliðsþjálfara sonar síns mörgum sinnum. Þjálfarinn lifði af en pabbinn er á leið í fangelsi. Maðurinn heitir Daryl Clemmons og er 45 ára gamall. Hann skaut þjálfarann alls fimm sinnum. Sonur hans lék amerískan fótbolta fyrir hinn 34 ára gamla þjálfara Shaquille Latimore sem sjálfur er fimm barna faðir og var þjálfa liðið í sjálfboðavinnu. Skotárásin varð nálægt æfingasvæði liðsins og fyrir framan níu og tíu ára gamla stráka sem voru að leika sér í nágrenninu. Clemmons og Latimore voru báðir vopnaðir þegar þeir byrjuðu að rífast yfir spilatíma drengsins. Faðir leikmannsins taldi son sinn fá of lítið að spila og taldi að hann ætti að vera í byrjunarliðinu. Þjálfarinn var ekki sammála því og stóð fastur á sínu. Latimore lét þá vin sinn fá byssuna sína og sagði föðurnum að hann væri til í slag. Pabbinn var ekki alveg á því. Hann þorði ekki í hnefabardaga og tók frekar upp byssuna. „Ég sá ekki byssuna hans fyrr en of seint,“ sagði Latimore í viðtali við St. Louis Post en NY Post segir frá. „Ég hljóp í burtu en hann skaut mig í bakið. Svo kom hann til mín og skaut mig nokkrum sinnum til viðbótar,“ sagði Latimore. Hann hefur sem betur fer náð sér af skotsárunum. „Eftir að hann skaut mig þá sagði hann: Ég sagði þér að ég myndi skjóta þig í rassinn,“ sagði Latimore. Faðirinn flúði í framhaldinu en var handtekinn seinna um kvöldið. Clemmons hefur eins og áður verið dæmdur sekur en það á eftir að úrskurða um refsinguna. Það kemur í ljós seinna í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Project Footballer (@projectfootballer) Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Maðurinn heitir Daryl Clemmons og er 45 ára gamall. Hann skaut þjálfarann alls fimm sinnum. Sonur hans lék amerískan fótbolta fyrir hinn 34 ára gamla þjálfara Shaquille Latimore sem sjálfur er fimm barna faðir og var þjálfa liðið í sjálfboðavinnu. Skotárásin varð nálægt æfingasvæði liðsins og fyrir framan níu og tíu ára gamla stráka sem voru að leika sér í nágrenninu. Clemmons og Latimore voru báðir vopnaðir þegar þeir byrjuðu að rífast yfir spilatíma drengsins. Faðir leikmannsins taldi son sinn fá of lítið að spila og taldi að hann ætti að vera í byrjunarliðinu. Þjálfarinn var ekki sammála því og stóð fastur á sínu. Latimore lét þá vin sinn fá byssuna sína og sagði föðurnum að hann væri til í slag. Pabbinn var ekki alveg á því. Hann þorði ekki í hnefabardaga og tók frekar upp byssuna. „Ég sá ekki byssuna hans fyrr en of seint,“ sagði Latimore í viðtali við St. Louis Post en NY Post segir frá. „Ég hljóp í burtu en hann skaut mig í bakið. Svo kom hann til mín og skaut mig nokkrum sinnum til viðbótar,“ sagði Latimore. Hann hefur sem betur fer náð sér af skotsárunum. „Eftir að hann skaut mig þá sagði hann: Ég sagði þér að ég myndi skjóta þig í rassinn,“ sagði Latimore. Faðirinn flúði í framhaldinu en var handtekinn seinna um kvöldið. Clemmons hefur eins og áður verið dæmdur sekur en það á eftir að úrskurða um refsinguna. Það kemur í ljós seinna í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Project Footballer (@projectfootballer)
Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira