Handbolti

Valur aftur á topp Olís deildarinnar

Aron Guðmundsson skrifar
Lovísa Thompson reyndist ansi drjúg fyrir topplið Vals í dag.
Lovísa Thompson reyndist ansi drjúg fyrir topplið Vals í dag. Vísir/Ernir Eyjólfsson

Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals tylltu sér aftur á topp Olís deildar kvenna í dag með sannfærandi fimmtán marka sigri á Þór/KA, 31-16.

Liðin mættust í N1-höllinni á Hlíðarenda í leik sem var jafn framan af en Valskonur áttu eftir að herða tök sín eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og þegar að hann rann sitt skeið leiddu þær 15-8.

Forystuna létu heimakonur aldrei af hendi og fór svo að fimmtán marka sigur Vals var niðurstaðan í lokin, 31-16. 

Sigurinn fleytir liðinu aftur upp í toppsæti deildarinnar þar sem að Valur er með 22 stig, sama stigafjölda en mun betri markatölu en lið ÍBV þegar að bæði lið hafa spilað þrettán leiki.

Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir var markahæst í liði Vals í dag með sex mörk. Þá var Lovísa Thomspon einnig öflug í sóknarleik liðsins með fimm mörk og þrjár stoðsendingar. 

Hafdís Renötudóttir átti síðan mjög góðan leiki í marki Vals. Hún varði sextán skot og var með markvörslu upp á 55,2 prósent. 

Hjá KA/Þór var það Trude Blestrud Hakonsen sem var markahæst með fimm mörk. KA/Þór vermir 6.sæti deildarinnar eftir leik dagsins og er þar með ellefu stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×