Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Fiskikóngurinn 12. mars 2025 12:37 Starfsfólk Fiskikóngsins er samhentur og fjörugur hópur. Fiskikóngurinn fagnar í vikunni 35 ára afmæli með geggjuðum tilboðum. Fiskbúðin Fiskikóngurinn fagnar 35 ára afmæli þessa vikuna en formlegur afmælisdagur er í dag, miðvikudaginn 12. mars. Þessa vikuna er allur fiskur og fiskréttir á 2.600 kr. kílóið auk þess sem boðið er upp á frábær tilboð á hollum og góðum fiski. Sjálfur fiskikóngurinn, Kristján Berg Ásgeirsson, trúir því varla að 35 ár séu liðin síðan hann opnaði fyrstu fiskbúðina. „Þá var ég 18 ára gamall en fyrsta fiskbúðin var staðsett í gamla JL húsinu í vesturbæ Reykjavíkur. Þegar ég lít til baka held ég að helstu minningar mínar snúa að botnlausri vinnu sjö daga vikunnar enda er mikil vinna fólgin í því að reka verslun sem höndlar með jafn viðkvæmt hráefni og ferskan fisk. Þetta er ekki eins og að selja potta! Það þarf að bjóða upp á sem mest úrval en á sama tíma má fiskurinn ekki stoppa of lengi í fiskborðinu.“ Fiskikóngurinn með geggjaða rauðsprettu sem hefur örugglega endað í einhverjum dásamlegum rétti. Aðrar góðar minningar snúa m.a. að frábæru starfsfólki okkar og tryggum viðskiptavinum. „Ég sá nú aldrei fyrir mér að reka þessa búð í 35 ár heldur kannski svona 8-10 ár. En svona líður tíminn hratt þegar það er gaman.“ Fyrstur með ýmsar nýjungar Kristján kom fram með margar nýjungar í rekstri Fiskikóngsins. „Við vorum til dæmis fyrsta fiskbúðin sem tók við kreditkortum og buðum fyrstir upp á fiskrétti. Fiskikóngurinn var líka fyrsta fiskbúðin sem var með opið í hádeginu og árið 2005 byrjuðum við að hafa opið á laugardögum, fyrst fiskbúða. Þetta eru allt þættir sem neytendur líta á sem sjálfsagða hluti í dag en svona hefur maður nú verið lengi í bransanum. Það mætti halda að þú værir að tala við 80 ára gamlan kall!“ En það eru ekki bara fiskbúðir sem hafa breyst á 35 árum, fiskneysla Íslendinga hefur líka breyst mikið. „Ég man t.d. að á upphafsárum okkar seldi enginn fiskibollur heldur bara fiskfars. Í dag seljum við bara fiskibollur enda vilja neytendur fá þær tilbúnar.“ Neysla tilbúinna fiskrétta hefur líka aukist mjög mikið undanfarin ár á kostnað hefðbundinna fiskflaka sem Kristjáni finnst þó að vissu leyti vera afturför. „Með tilkomu allra þessara matreiðsluþátta í sjónvarpi og á netinu sé ég hvað áhugi fólks hefur aukist á matargerð og það er meira tilbúið en áður til að prufa framandi rétti hjá okkur. Sama fólk virðist þó ekki vera tilbúið að nýta sér fróðleikinn úr þessum þáttum til að elda eigin fiskrétti heima fyrir úr þessu góða hráefni okkar. Mér þætti gaman að sjá það breytast.“ Fiskikóngurinn á sex stráka sem allir hafa komið nálægt rekstrinum og byrjað snemma eins og sjá má. Sérþekking á fiski sem hráefni hefur líka minnkað mikið. „Hér áður fyrr unnu miklu fleiri í fiski og við afgreiðslu á fiski. Flestar þessar stöður eru í dag mannaðar útlendu starfsfólki. Mamma mín vann í fiski þegar hún var ung móðir, hvað heldur þú að margar mömmur á suðvestur horninu vinni í fiski í dag?“ Fiskbúðum hefur fækkað mikið Fiskbúðum hefur líka fækkað mjög á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar ég byrjaði voru um 40-50 fiskbúðir á þessu svæði. Í dag eru þær tólf. Auk þeirra voru stórverslanir á borð við Nóatún og Hagkaup með fín fiskiborð með úrvali af góðum fiski. Þetta sjáum við varla lengur enda svarar það sjaldnast kostnaði að reka fiski- og kjötborð. Nú kemur allt pakkað inn í þessar verslanir.“ Ein gömul og góð frá upphafs árum Fiskikóngsins. En þótt fiskbúðum fækki og sala á pökkuðum fiski aukist hjá verslunarkeðjum er Kristján bjartsýnn. „Þrátt fyrir þessar breytingar held ég að úrval af fersku fiskmeti eigi eftir að aukast og líka á framandi fiski. Íslendingar flytja inn mjög mikið af fiski, t.d. túnfiski, risarækjum og krabba svo dæmi séu tekin og sala á heilum fiski er að aukast, ekki síst vegna fjölda útlendinga sem býr hér á landi. Ég sé fyrir mér að eftir tíu ár verði starfandi 3-5 stórar fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu en sala á fiski muni detta út hjá litlum hverfismatvörubúðum.“ Gaman að vinna í fiski Maður þraukar ekki 35 ár á sama vinnustað nema það sé gaman og Kristján segir það svo sannarlega eiga við um Fiskikónginn. „Það er bara gaman að vinna í fiski, það er ekkert flóknara en það. Mér finnst líka gott að vinna í kulda og fersku loftið þar sem hægt er að vinna sér til hita. Ekki má gleyma frábæru starfsfólki sem ég hef haft á þessum tíma sem heldur upp fjöri og góðum anda á vinnustaðnum. Það er sannarlega forréttindi að vinna svona lengi með góðu fólki.“ Mörgum finnst sjálfsagt ekki eftirsóknarvert að vakna eldsnemma flesta daga vikunnar og vinna í kulda og bleytu innan um fiskilykt. „En svo erum við að afgreiða sömu viðskiptavini í hverri viku, allt árið um kring og það gefur okkur öllum mikinn kraft. Við lifum á hrósi og fáum nóg af því, hvort sem það snýr að fisknum okkar, þjónustu eða hreinlæti. Það eru tæplegast margar verslanir hér á landi sem geta státað að svo löngu og traustu viðskiptasambandi eins og við.“ Elsti sonurinn tók við kyndlinum Alexander Örn Kristjánsson, elsti sonur fiskikóngsins, hefur gegnt hlutverki rekstrarstjóra Fiskikóngsins síðustu tvö árin meðan Kristján hefur einblínt meira á sölu heitra potta gegnum hitt fyrirtækið sitt, Heitirpottar.is. „Ég hleyp þó í skarðið þegar við á, t.d. þegar strákurinn fer í frí og svo kíki ég auðvitað reglulega á mannskapinn og ríf aðeins kjaft eins og mér er einum lagið. Við hjónin eigum sex stráka sem allir hafa komið nálægt rekstrinum með einhverjum hætti. Þannig á það að vera, þessir krakkar hafa gott af því að vinna með höndunum í raunhagkerfinu. Sjáðu til dæmis nýja formann Sjálfstæðisflokksins, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem ólst upp í Hveragerði þar sem fjölskyldufyrirtækið Kjörís er staðsett.“ Flottir feðgar á ferð. Fiskikóngurinn í bakgrunni með krónprinsinn Alexander sem nú er rekstrarstjóri Fiskikóngsins. Kristján horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við ætlum að stækka húsnæði okkar við Sogaveg sem gerir okkur enn betur kleift að hugsa vel um hráefnið okkar og veita betri þjónustu. Miðað við starfsferil minn á Alexander eftir um 20-30 ár í bransanum þannig við erum ekkert á leiðinni að hætta strax.“ Kallar eftir betra viðmóti yfirvalda Kristján hefur lengi haft sterkar skoðanir og látið í sér heyra. Það er engin undantekning á því þessa dagana þótt kóngurinn sé í afmælisskapi. „Mér hefur lengi fundist að viðmót borgaryfirvalda í garð smærri fyrirtækja mætti vera betra og jákvæðara. Ég hef rekið þetta fyrirtæki með góðum árangri undanfarin 35 ár, skapað fjölda starfa, borgað laun umfram taxta og greitt mína skatta. Samt fær maður eiginlega bara skammir frá borginni. Ég mátti ekki skreyta trén hér fyrir utan með jólaseríum og ég þurfti að bíða í 10 ár eftir leyfi til að stækka húsnæði búðarinnar svo dæmi séu tekin.“ Honum finnst að borgaryfirvöld ættu jafnvel að veita verðlaun til fyrirtækja sem starfa í langan tíma. „Ég sé fyrir mér brons, silfur, gull og platínum verðlaun sem hægt er að veita fyrirtækjum sem ná góðum árangri. Það gæti virkað hvetjandi fyrir fyrirtæki sem standa sig vel og ekki veitir af að hæla þeim sem reka góð fyrirtæki.“ Því peningar vaxa nefnilega ekki trjám heldur verða til í einkarekstri. „Ég veit að ég og mitt fólk erum að standa okkur vel. Það eru ekki bara 25 manns á launaskrá hjá okkur heldur sköpum við fullt af afleiddum störfum, sjálfsagt nálægt 50. Stjórnvöld mættu alveg skoða þetta og ég þigg svo sannarlega klapp á bakið.“ Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira
Sjálfur fiskikóngurinn, Kristján Berg Ásgeirsson, trúir því varla að 35 ár séu liðin síðan hann opnaði fyrstu fiskbúðina. „Þá var ég 18 ára gamall en fyrsta fiskbúðin var staðsett í gamla JL húsinu í vesturbæ Reykjavíkur. Þegar ég lít til baka held ég að helstu minningar mínar snúa að botnlausri vinnu sjö daga vikunnar enda er mikil vinna fólgin í því að reka verslun sem höndlar með jafn viðkvæmt hráefni og ferskan fisk. Þetta er ekki eins og að selja potta! Það þarf að bjóða upp á sem mest úrval en á sama tíma má fiskurinn ekki stoppa of lengi í fiskborðinu.“ Fiskikóngurinn með geggjaða rauðsprettu sem hefur örugglega endað í einhverjum dásamlegum rétti. Aðrar góðar minningar snúa m.a. að frábæru starfsfólki okkar og tryggum viðskiptavinum. „Ég sá nú aldrei fyrir mér að reka þessa búð í 35 ár heldur kannski svona 8-10 ár. En svona líður tíminn hratt þegar það er gaman.“ Fyrstur með ýmsar nýjungar Kristján kom fram með margar nýjungar í rekstri Fiskikóngsins. „Við vorum til dæmis fyrsta fiskbúðin sem tók við kreditkortum og buðum fyrstir upp á fiskrétti. Fiskikóngurinn var líka fyrsta fiskbúðin sem var með opið í hádeginu og árið 2005 byrjuðum við að hafa opið á laugardögum, fyrst fiskbúða. Þetta eru allt þættir sem neytendur líta á sem sjálfsagða hluti í dag en svona hefur maður nú verið lengi í bransanum. Það mætti halda að þú værir að tala við 80 ára gamlan kall!“ En það eru ekki bara fiskbúðir sem hafa breyst á 35 árum, fiskneysla Íslendinga hefur líka breyst mikið. „Ég man t.d. að á upphafsárum okkar seldi enginn fiskibollur heldur bara fiskfars. Í dag seljum við bara fiskibollur enda vilja neytendur fá þær tilbúnar.“ Neysla tilbúinna fiskrétta hefur líka aukist mjög mikið undanfarin ár á kostnað hefðbundinna fiskflaka sem Kristjáni finnst þó að vissu leyti vera afturför. „Með tilkomu allra þessara matreiðsluþátta í sjónvarpi og á netinu sé ég hvað áhugi fólks hefur aukist á matargerð og það er meira tilbúið en áður til að prufa framandi rétti hjá okkur. Sama fólk virðist þó ekki vera tilbúið að nýta sér fróðleikinn úr þessum þáttum til að elda eigin fiskrétti heima fyrir úr þessu góða hráefni okkar. Mér þætti gaman að sjá það breytast.“ Fiskikóngurinn á sex stráka sem allir hafa komið nálægt rekstrinum og byrjað snemma eins og sjá má. Sérþekking á fiski sem hráefni hefur líka minnkað mikið. „Hér áður fyrr unnu miklu fleiri í fiski og við afgreiðslu á fiski. Flestar þessar stöður eru í dag mannaðar útlendu starfsfólki. Mamma mín vann í fiski þegar hún var ung móðir, hvað heldur þú að margar mömmur á suðvestur horninu vinni í fiski í dag?“ Fiskbúðum hefur fækkað mikið Fiskbúðum hefur líka fækkað mjög á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar ég byrjaði voru um 40-50 fiskbúðir á þessu svæði. Í dag eru þær tólf. Auk þeirra voru stórverslanir á borð við Nóatún og Hagkaup með fín fiskiborð með úrvali af góðum fiski. Þetta sjáum við varla lengur enda svarar það sjaldnast kostnaði að reka fiski- og kjötborð. Nú kemur allt pakkað inn í þessar verslanir.“ Ein gömul og góð frá upphafs árum Fiskikóngsins. En þótt fiskbúðum fækki og sala á pökkuðum fiski aukist hjá verslunarkeðjum er Kristján bjartsýnn. „Þrátt fyrir þessar breytingar held ég að úrval af fersku fiskmeti eigi eftir að aukast og líka á framandi fiski. Íslendingar flytja inn mjög mikið af fiski, t.d. túnfiski, risarækjum og krabba svo dæmi séu tekin og sala á heilum fiski er að aukast, ekki síst vegna fjölda útlendinga sem býr hér á landi. Ég sé fyrir mér að eftir tíu ár verði starfandi 3-5 stórar fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu en sala á fiski muni detta út hjá litlum hverfismatvörubúðum.“ Gaman að vinna í fiski Maður þraukar ekki 35 ár á sama vinnustað nema það sé gaman og Kristján segir það svo sannarlega eiga við um Fiskikónginn. „Það er bara gaman að vinna í fiski, það er ekkert flóknara en það. Mér finnst líka gott að vinna í kulda og fersku loftið þar sem hægt er að vinna sér til hita. Ekki má gleyma frábæru starfsfólki sem ég hef haft á þessum tíma sem heldur upp fjöri og góðum anda á vinnustaðnum. Það er sannarlega forréttindi að vinna svona lengi með góðu fólki.“ Mörgum finnst sjálfsagt ekki eftirsóknarvert að vakna eldsnemma flesta daga vikunnar og vinna í kulda og bleytu innan um fiskilykt. „En svo erum við að afgreiða sömu viðskiptavini í hverri viku, allt árið um kring og það gefur okkur öllum mikinn kraft. Við lifum á hrósi og fáum nóg af því, hvort sem það snýr að fisknum okkar, þjónustu eða hreinlæti. Það eru tæplegast margar verslanir hér á landi sem geta státað að svo löngu og traustu viðskiptasambandi eins og við.“ Elsti sonurinn tók við kyndlinum Alexander Örn Kristjánsson, elsti sonur fiskikóngsins, hefur gegnt hlutverki rekstrarstjóra Fiskikóngsins síðustu tvö árin meðan Kristján hefur einblínt meira á sölu heitra potta gegnum hitt fyrirtækið sitt, Heitirpottar.is. „Ég hleyp þó í skarðið þegar við á, t.d. þegar strákurinn fer í frí og svo kíki ég auðvitað reglulega á mannskapinn og ríf aðeins kjaft eins og mér er einum lagið. Við hjónin eigum sex stráka sem allir hafa komið nálægt rekstrinum með einhverjum hætti. Þannig á það að vera, þessir krakkar hafa gott af því að vinna með höndunum í raunhagkerfinu. Sjáðu til dæmis nýja formann Sjálfstæðisflokksins, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem ólst upp í Hveragerði þar sem fjölskyldufyrirtækið Kjörís er staðsett.“ Flottir feðgar á ferð. Fiskikóngurinn í bakgrunni með krónprinsinn Alexander sem nú er rekstrarstjóri Fiskikóngsins. Kristján horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við ætlum að stækka húsnæði okkar við Sogaveg sem gerir okkur enn betur kleift að hugsa vel um hráefnið okkar og veita betri þjónustu. Miðað við starfsferil minn á Alexander eftir um 20-30 ár í bransanum þannig við erum ekkert á leiðinni að hætta strax.“ Kallar eftir betra viðmóti yfirvalda Kristján hefur lengi haft sterkar skoðanir og látið í sér heyra. Það er engin undantekning á því þessa dagana þótt kóngurinn sé í afmælisskapi. „Mér hefur lengi fundist að viðmót borgaryfirvalda í garð smærri fyrirtækja mætti vera betra og jákvæðara. Ég hef rekið þetta fyrirtæki með góðum árangri undanfarin 35 ár, skapað fjölda starfa, borgað laun umfram taxta og greitt mína skatta. Samt fær maður eiginlega bara skammir frá borginni. Ég mátti ekki skreyta trén hér fyrir utan með jólaseríum og ég þurfti að bíða í 10 ár eftir leyfi til að stækka húsnæði búðarinnar svo dæmi séu tekin.“ Honum finnst að borgaryfirvöld ættu jafnvel að veita verðlaun til fyrirtækja sem starfa í langan tíma. „Ég sé fyrir mér brons, silfur, gull og platínum verðlaun sem hægt er að veita fyrirtækjum sem ná góðum árangri. Það gæti virkað hvetjandi fyrir fyrirtæki sem standa sig vel og ekki veitir af að hæla þeim sem reka góð fyrirtæki.“ Því peningar vaxa nefnilega ekki trjám heldur verða til í einkarekstri. „Ég veit að ég og mitt fólk erum að standa okkur vel. Það eru ekki bara 25 manns á launaskrá hjá okkur heldur sköpum við fullt af afleiddum störfum, sjálfsagt nálægt 50. Stjórnvöld mættu alveg skoða þetta og ég þigg svo sannarlega klapp á bakið.“
Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira