Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 09:30 Elín Rósa klárar vorið með Valskonum og heldur svo utan. Vísir/Bjarni „Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu. „Stuttu eftir EM hafa þau samband og þetta gerðist frekar fljótt eftir það,“ segir Elín um áhuga þýska liðsins. Hún segist ávallt hafa stefnt á atvinnumennsku en það sé þó snúið að yfirgefa lið Vals. „Já og nei. Maður stefndi alltaf að þessu. En samt er ótrúlega erfitt að fara úr búbblunni hérna í Val þar sem maður hefur verið í sex ár. Og að fara frá fjölskyldunni og svona. En það er mjög gott að hafa Andreu og Díönu þarna,“ segir Elín. Líkt og hún nefnir þá hittir hún hjá þýska liðinu þær Díönu Dögg Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen sem leika með henni í landsliðinu. Það hjálpi til þegar stórt stökk er tekið úr heimahögunum. Díana Dögg hefur verið Elínu innan handar í tengslum við skiptin.Vísir/EPA „Ég er búin að tala við þær báðar og fá allskonar svör við hinum ýmsu spurningum og góð ráð við hlutum sem maður sjálfur hugsaði ekkert endilega út í. Það verður mjög gott að hafa þær,“ „Ég náttúrulega kann ekki stakt orð í þýsku. Díana er sleip þar þannig að hún hefur hjálpað mjög mikið til við að þýða allskonar og það hefur komið sér mjög vel,“ Þú verður á Duolingo næstu mánuðina? „Já, ég er strax byrjuð,“ segir Elín og hlær. Klárar stakan áfanga samhliða atvinnumennskunni Elín Rósa hefur verið burðarás í liði Vals sem hefur raðað inn titlum undanfarin ár. Hún klárar megnið af sálfræðigráðu við HÍ í sumar og segir nú rétta tímapunktinn til að breyta til. „Ég hugsaði þetta alveg líka fyrir síðasta tímabil. En þetta er ghóður tímapunktur varðandi námið mitt, sem ég er að klára. Líkamlega og andlega finnst mér ég meira tilbúin núna og finnst ég vera á þeim stað núna að taka næsta skref,“ segir Elín sem er á þriðja ári í sálfræði við Háskóla Íslands en mun eftir vorönnina eiga stakan áfanga eftir sem hún vonast til að klára í haust. „Ég mun eiga einn áfanga eftir. Það er smá vesen en vonandi reddast.“ Lært margt á Hlíðarenda Elín Rósa er 22 ára en hefur verið hjá Val frá árinu 2019. 16 ára gömul skipti hún þangað frá Fylki en segir að erfitt verði að kveðja Valskonur eftir góðan tíma þar. „Það er mjög erfitt. Þetta er orðið mjög mikið comfort zone. Síðustu sex ár hafa verið frábær. Ég hef fengið ótrúlega góð tækifæri og er þakklát fyrir það. Gústi [Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals] er búinn að vera öll þessi ár og hefur kennt mér ótrúlega margt og svo náttúrulega Dagur [Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari liðsins] líka og allir aðrir sem koma að þessu,“ segir Elín Vonast til að kveðja með Evróputitli Þrátt fyrir að skiptin í Bundesliguna liggi fyrir er nóg eftir af tímabilinu hér heima. Valskonur eru á toppi Olís-deildarinnar og komnar í undanúrslit EHF-bikarsins. Tap í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum sitja þó aðeins í Elínu. „Klárlega. Þetta var frekar súrt en það er nóg eftir. Við stefnum á að taka næstu titla. Það er tengt frammistöðunni þannig að við einblínum á frammistöðuna. Bara á næstu æfingu og næsta leik sem er alltaf það mikilvægasta,“ segir Elín. Klippa: Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Það væri ekki amalegt að kveðja með Íslandsmeistaratitli og hvað þá Evróputitli? „Nei, það væri ekki leiðinlegt. En maður tekur einn dag í einu, það er ekki hægt að fara fram úr sér,“ segir Elín. Viðtalið má sjá í heild í neðri spilaranum. Landslið kvenna í handbolta Valur Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
„Stuttu eftir EM hafa þau samband og þetta gerðist frekar fljótt eftir það,“ segir Elín um áhuga þýska liðsins. Hún segist ávallt hafa stefnt á atvinnumennsku en það sé þó snúið að yfirgefa lið Vals. „Já og nei. Maður stefndi alltaf að þessu. En samt er ótrúlega erfitt að fara úr búbblunni hérna í Val þar sem maður hefur verið í sex ár. Og að fara frá fjölskyldunni og svona. En það er mjög gott að hafa Andreu og Díönu þarna,“ segir Elín. Líkt og hún nefnir þá hittir hún hjá þýska liðinu þær Díönu Dögg Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen sem leika með henni í landsliðinu. Það hjálpi til þegar stórt stökk er tekið úr heimahögunum. Díana Dögg hefur verið Elínu innan handar í tengslum við skiptin.Vísir/EPA „Ég er búin að tala við þær báðar og fá allskonar svör við hinum ýmsu spurningum og góð ráð við hlutum sem maður sjálfur hugsaði ekkert endilega út í. Það verður mjög gott að hafa þær,“ „Ég náttúrulega kann ekki stakt orð í þýsku. Díana er sleip þar þannig að hún hefur hjálpað mjög mikið til við að þýða allskonar og það hefur komið sér mjög vel,“ Þú verður á Duolingo næstu mánuðina? „Já, ég er strax byrjuð,“ segir Elín og hlær. Klárar stakan áfanga samhliða atvinnumennskunni Elín Rósa hefur verið burðarás í liði Vals sem hefur raðað inn titlum undanfarin ár. Hún klárar megnið af sálfræðigráðu við HÍ í sumar og segir nú rétta tímapunktinn til að breyta til. „Ég hugsaði þetta alveg líka fyrir síðasta tímabil. En þetta er ghóður tímapunktur varðandi námið mitt, sem ég er að klára. Líkamlega og andlega finnst mér ég meira tilbúin núna og finnst ég vera á þeim stað núna að taka næsta skref,“ segir Elín sem er á þriðja ári í sálfræði við Háskóla Íslands en mun eftir vorönnina eiga stakan áfanga eftir sem hún vonast til að klára í haust. „Ég mun eiga einn áfanga eftir. Það er smá vesen en vonandi reddast.“ Lært margt á Hlíðarenda Elín Rósa er 22 ára en hefur verið hjá Val frá árinu 2019. 16 ára gömul skipti hún þangað frá Fylki en segir að erfitt verði að kveðja Valskonur eftir góðan tíma þar. „Það er mjög erfitt. Þetta er orðið mjög mikið comfort zone. Síðustu sex ár hafa verið frábær. Ég hef fengið ótrúlega góð tækifæri og er þakklát fyrir það. Gústi [Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals] er búinn að vera öll þessi ár og hefur kennt mér ótrúlega margt og svo náttúrulega Dagur [Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari liðsins] líka og allir aðrir sem koma að þessu,“ segir Elín Vonast til að kveðja með Evróputitli Þrátt fyrir að skiptin í Bundesliguna liggi fyrir er nóg eftir af tímabilinu hér heima. Valskonur eru á toppi Olís-deildarinnar og komnar í undanúrslit EHF-bikarsins. Tap í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum sitja þó aðeins í Elínu. „Klárlega. Þetta var frekar súrt en það er nóg eftir. Við stefnum á að taka næstu titla. Það er tengt frammistöðunni þannig að við einblínum á frammistöðuna. Bara á næstu æfingu og næsta leik sem er alltaf það mikilvægasta,“ segir Elín. Klippa: Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Það væri ekki amalegt að kveðja með Íslandsmeistaratitli og hvað þá Evróputitli? „Nei, það væri ekki leiðinlegt. En maður tekur einn dag í einu, það er ekki hægt að fara fram úr sér,“ segir Elín. Viðtalið má sjá í heild í neðri spilaranum.
Landslið kvenna í handbolta Valur Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira