„Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 08:01 Klefinn sem landsliðinu býðst í keppnishöllinni er ekki upp á marga fiska. Samsett/Handbolti.is/Vísir Aðstæður karlalandsliðsins í handbolta sem mætir Grikklandi eru ekki upp á marga fiska. Vængbrotið lið mætir Grikkjum í Chalkida í undankeppni EM í dag. „Þetta er þokkalegt hótel en veðrið er gott og það er sól. menn geta setið úti og fengið sér kaffibolla. Það er mjög kærkomið fyrir okkur sem búa á Íslandi. Ég hef ekki yfir miklu að kvarta, ennþá,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson aðspurður hvernig fari um landsliðsmenn Íslands þar ytra. Sérkennileg aðstaða blasti hins vegar við strákunum okkar í keppnishöllinni í Chalkida í Grikklandi þar sem leikurinn fer fram. Myndir úr klefa landsliðsins má sjá hér á vefsíðu Handbolti.is. Laugardalshöll er á þónokkrum undanþágum hjá alþjóðasamböndum vegna aðstöðunnar hér heima en þá er spurningin hversu margar undanþágurnar eru í Chalkida. „Ef [Laugardals-] höllin er á miklum undanþágum þá er mjög undarlegt að þessi höll bara standist einhverjar kröfur. Maður er svo sem ýmsu vanur í þessum bolta, bæði sem leikmaður og þjálfari. Þetta eru bara allskonar hallir sem maður spilar í. Þegar allt kemur til alls er völlurinn yfirleitt svipaður og dúkurinn eins og í Höllinni. Þannig að við látum það ekki trufla okkur,“ segir Snorri Steinn. Aðspurður hvort leikmenn láti sig hafa það að fara í sturtu í höllinni segir hann: „Ég er reyndar ekki mikið að mónitora það hvar þeir fara í sturtu, leikmennirnir. En það kæmi óvart ef þeir færu í sturtu í höllinni bæði og á æfingum og líka jafnvel eftir leikinn á morgun. Þá fer betur um menn hérna í hótel sturtunni,“ segir Snorri léttur. Viðtal við Snorra úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Grikklands hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Handbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
„Þetta er þokkalegt hótel en veðrið er gott og það er sól. menn geta setið úti og fengið sér kaffibolla. Það er mjög kærkomið fyrir okkur sem búa á Íslandi. Ég hef ekki yfir miklu að kvarta, ennþá,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson aðspurður hvernig fari um landsliðsmenn Íslands þar ytra. Sérkennileg aðstaða blasti hins vegar við strákunum okkar í keppnishöllinni í Chalkida í Grikklandi þar sem leikurinn fer fram. Myndir úr klefa landsliðsins má sjá hér á vefsíðu Handbolti.is. Laugardalshöll er á þónokkrum undanþágum hjá alþjóðasamböndum vegna aðstöðunnar hér heima en þá er spurningin hversu margar undanþágurnar eru í Chalkida. „Ef [Laugardals-] höllin er á miklum undanþágum þá er mjög undarlegt að þessi höll bara standist einhverjar kröfur. Maður er svo sem ýmsu vanur í þessum bolta, bæði sem leikmaður og þjálfari. Þetta eru bara allskonar hallir sem maður spilar í. Þegar allt kemur til alls er völlurinn yfirleitt svipaður og dúkurinn eins og í Höllinni. Þannig að við látum það ekki trufla okkur,“ segir Snorri Steinn. Aðspurður hvort leikmenn láti sig hafa það að fara í sturtu í höllinni segir hann: „Ég er reyndar ekki mikið að mónitora það hvar þeir fara í sturtu, leikmennirnir. En það kæmi óvart ef þeir færu í sturtu í höllinni bæði og á æfingum og líka jafnvel eftir leikinn á morgun. Þá fer betur um menn hérna í hótel sturtunni,“ segir Snorri léttur. Viðtal við Snorra úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Grikklands hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Handbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti