„Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. mars 2025 13:02 Luis Enrique er sigurviss fyrir kvöldið, enda yfirspilaði lið hans Liverpool í síðustu viku. Getty/Antonio Borga Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain, er fullur sjálfstrausts fyrir leik liðs hans við Liverpool á Anfield í kvöld. Um er að ræða síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Á einhvern ótrúlegan hátt vann Liverpool fyrir leik liðanna 1-0 en PSG hafði algjöra yfirburði í París síðasta miðvikudag. Harvey Elliott stakk rýtingi í hjarta stuðningsmanna PSG með marki undir lok leiks. PSG var með algjöra yfirburði allan leikinn en frammistaða Alisson Becker í marki Liverpool var á meðal þeirra betri sem sést hafa í keppninni. Búast má við frábrugðnum leik í kvöld þar sem Liverpool á til að skapa sérstaka stemningu á Anfield á Meistaradeildarkvöldum. Þeir rauðklæddu vilja vafalaust sýna betri frammistöðu en í síðustu viku. Luis Enrique, þjálfari PSG, er hins vegar fullur sjálfstrausts. „Jafnvel þó við séum undir eftir fyrri leikinn munum við spila okkar eigin leik frá byrjun. Þrátt fyrir úrslitin í París hefðum við ekki viljað spila neitt öðruvísi,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í gær. „Það eina í stöðunni er að vinna og það er það sem keyrir okkur áfram. Ég held að það komi Arne Slot ekki á óvart hvernig við stillum upp, rétt eins og ég hef ákveðnar hugmyndir um það hvernig hann mun stilla upp,“ segir Enrique sem telur að sigurlið kvöldsins fari alla leið í úrslit. „Ég mun ekki gefa upp hvernig við nálgumst leikinn, en við munum sjá tvö af bestu liðum Evrópu sem eru bæði fær um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar. Og ég tel að liðið sem fer áfram muni fara alla leið,“ segir Enrique enn fremur. Leikur Liverpool og PSG er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34 Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20 Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Á einhvern ótrúlegan hátt vann Liverpool fyrir leik liðanna 1-0 en PSG hafði algjöra yfirburði í París síðasta miðvikudag. Harvey Elliott stakk rýtingi í hjarta stuðningsmanna PSG með marki undir lok leiks. PSG var með algjöra yfirburði allan leikinn en frammistaða Alisson Becker í marki Liverpool var á meðal þeirra betri sem sést hafa í keppninni. Búast má við frábrugðnum leik í kvöld þar sem Liverpool á til að skapa sérstaka stemningu á Anfield á Meistaradeildarkvöldum. Þeir rauðklæddu vilja vafalaust sýna betri frammistöðu en í síðustu viku. Luis Enrique, þjálfari PSG, er hins vegar fullur sjálfstrausts. „Jafnvel þó við séum undir eftir fyrri leikinn munum við spila okkar eigin leik frá byrjun. Þrátt fyrir úrslitin í París hefðum við ekki viljað spila neitt öðruvísi,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í gær. „Það eina í stöðunni er að vinna og það er það sem keyrir okkur áfram. Ég held að það komi Arne Slot ekki á óvart hvernig við stillum upp, rétt eins og ég hef ákveðnar hugmyndir um það hvernig hann mun stilla upp,“ segir Enrique sem telur að sigurlið kvöldsins fari alla leið í úrslit. „Ég mun ekki gefa upp hvernig við nálgumst leikinn, en við munum sjá tvö af bestu liðum Evrópu sem eru bæði fær um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar. Og ég tel að liðið sem fer áfram muni fara alla leið,“ segir Enrique enn fremur. Leikur Liverpool og PSG er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34 Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20 Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33
Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34
Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20
Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53