Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir og Arnrún María Magnúsdóttir skrifa 10. mars 2025 20:33 Móðir: „Nú ferð þú að fara að byrja á blæðingum, það má búast við því að þetta verði sárt, mikið blóð, því þannig er þetta bara í okkar fjölskyldu, amma þín var líka með mikla verki.” 8 ára dóttir: „Ókey mamma, hvað geri ég þegar þær byrja?“ Móðir: „Ég skal hjálpa þér að finna dömubindi, svo skulum við eiga nóg af verkjalyfjum, því þetta eru oft miklir verkir, en ég veit að þú harkar þetta af þér, alveg eins og við mamma gerðum því svona er það bara að vera kona elskan mín“ 9 ára dóttir: „Mamma ég er að drepast mér er svo illt að ég get ekkert farið í skólann“ Móðir: „Hérna taktu íbúfen og paratabs, endilega prófaðu bara að mæta í skólann þetta er sárt og vont en ég veit að þú getur harkað þetta af þér og stundum er gott að dreifa huganum“ Móðir fær símtal um að sækja dóttur í skóla klukkutíma seinna, sárkvalin af túrverkjum, fer með hana heim, gefur henni kaldan þvottapoka á ennið og hitapoka á magann, hvetur hana til að reyna að sofa meðan þetta líður hjá. Móðir: „Ég er að hringja á barnadeildina og fá þau til að skoða þig elsku barn, þetta er ekki eðlilegt að sjá þig kveljast svona mikið“.Eftir símtal: „Þau vita ekkert hvað þau geta gert fyrir þig og vilja ekki að þú komir þangað, viltu fá hitapoka og þvottapoka á ennið?“ 13 ára dóttir: Öskur grátur! „ég vil deyja þetta er svo ógeðslega vont!“Móðir: „Á morgun förum við að hitta kvensjúkdómalækni sem ég þekki, hann getur örugglega hjálpað okkur, ég skal liggja hjá þér í nótt og halda í höndina þína, þetta líður hjá.“Hjá lækni: „Hún verður að fá getnaðarvarnarpilluna það er eina sem hægt er að gera fyrir hana.“ Ekkert breyttist! Móðir: „Förum og hittum heimilislækninn okkar, hann veit svo margt“ Læknir: Það er ómögulegt að segja hvað geti verið að, það er allt eðlilegt, getur ekki verið að þetta sé depurð og unglingaveiki, endilega prófaðu að fara út í stafagöngu og fá súrefni í heilann, það fær mann til að hugsa skýrt og gleyma sársauka”. Árin liðu og ekkert breyttist! 20 ára dóttir: „Ég er upp á spítala er í mígreniskasti, þau eru að sprauta mig niður með morfíni“ Móðir: „Ástin mín, á ég að koma og sækja þig?“ 21 árs dóttir: „Mamma ég má ekki fara á blæðingar læknarnir segja að ég ráði bara ekki við það“ Móðir: „Guð minn almáttugur, hvað ertu að segja, þetta er miklu verra en þegar ég var barn“ 21 árs dóttir: „Mamma ég glími örugglega við ófrjósemi!“ Móðir: „Elskan mín, hræðilega er sárt að heyra þetta, við förum í gegnum þetta saman, ég stend við hliðina á þér sama hvað mundu það.“ 27 ára dóttir: „Mamma ég kem ekkert heim strax þau vilja leggja mig inn í sterka verkjameðferð til að ná að stoppa verkina“ Móðir: „Er það eitthvað annað en þau hafa verið að prófa síðustu mánuði?“ 27 ára dóttir: „Ég veit það ekki“ Móðir: „Við pabbi þinn komum, þið hjónin eigið ekki að standa í þessu ein, við förum í þetta verkefni saman“ 29 ára dóttir: „Mamma ég er að fara í legnám“ 29 ára dóttir:“Mamma það fannst adenomyosis, systur sjúkdómur endómetríósu út um allt legið mitt“ Móðir: „Ástin mín loksins var einhver sem hlustaði á þig, ég vissi það allan tíma að, þetta var ekkert allt í hausnum á þér!“ Dóttir 30 ára: „Mamma viltu koma með mér í göngutúr í dag?“Móðir 52 ára: „Æi, ég verð að fá að svíkja þig enn eitt skiptið, ég er eitthvað tussuleg og slöpp“ 30 ára dóttir: „Mamma þetta er ekki eðlilegt“ Móðir 52 ára: „Ég er svo þrútin eitthvað, hlýt að hafa borðað hvítlauk, blæs út eins og ég sé komin 8 mánuði á leið, hrikalega sárt, ætla að taka verkjalyf og hvíla mig.“ 30 ára dóttir: „Mamma þú þarft að hitta lækni“Móðir 52 ára: „Elskan mín, ég er búin að hitta marga kvensjúkdómalækni bæði hér fyrir sunnan og norðan, það er allt eðlilegt, ég er bara á svo erfiðum blæðingum“ 30 ára dóttir: „Mamma það er eitthvað að! Viltu fara í legnám?“ Móðir 52 ára: „Það er ekkert að mér segja læknar og þetta er of mikil aðgerð til að gera eitthvað fyrir mig, þau segja að ég sé með svo fallegt leg og allt eðlilegt“ Að lokum Mæðgur fara saman til læknis þar sem dóttir rekur sögu þeirra mæðgna Móðir 52 ára: “Ég fer í legnám rétt fyrir jól, ég vona að þetta hafi einhver áhrif og það finnist eitthvað” Móðir 53 ára: “Það er komið úr niðurstöðunum, ég er með endó og adenó, legið mitt leit hræðilega út mjög illa farið og afar líklegt að ég hafi fæðst með þetta. Þetta er örugglega ástæðan fyrir fósturmissinum og af hverju ég hætti aldrei á blæðingum, öllum þeim hræðilegu verkjum, vanlíðan og því sem ég setti bara á að ég væri móðursjúk á breytingaskeiðinu. Takk fyrir að gefast ekki uppá mér elsku dóttir og hjálpa mér.“ Dóttir: „Mamma þetta var aldrei allt í hausnum á þér!“ Samtalið hér að ofan er raunverulegt samtal mæðgnanna á bakvið þessa grein, þær deila sinni reynslu með þá ósk í hjarta að engar aðrar þurfi að ganga jafn langa þrautagöngu og þær í leit eftir aðstoð. Höfundar sitja báðar í stjórn Endósamtakanna sem standa nú fyrir herferðinni „Þetta er allt í hausnum á þér“ í tilefni af alþjóðlegum mánuði endómetríósu í mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Móðir: „Nú ferð þú að fara að byrja á blæðingum, það má búast við því að þetta verði sárt, mikið blóð, því þannig er þetta bara í okkar fjölskyldu, amma þín var líka með mikla verki.” 8 ára dóttir: „Ókey mamma, hvað geri ég þegar þær byrja?“ Móðir: „Ég skal hjálpa þér að finna dömubindi, svo skulum við eiga nóg af verkjalyfjum, því þetta eru oft miklir verkir, en ég veit að þú harkar þetta af þér, alveg eins og við mamma gerðum því svona er það bara að vera kona elskan mín“ 9 ára dóttir: „Mamma ég er að drepast mér er svo illt að ég get ekkert farið í skólann“ Móðir: „Hérna taktu íbúfen og paratabs, endilega prófaðu bara að mæta í skólann þetta er sárt og vont en ég veit að þú getur harkað þetta af þér og stundum er gott að dreifa huganum“ Móðir fær símtal um að sækja dóttur í skóla klukkutíma seinna, sárkvalin af túrverkjum, fer með hana heim, gefur henni kaldan þvottapoka á ennið og hitapoka á magann, hvetur hana til að reyna að sofa meðan þetta líður hjá. Móðir: „Ég er að hringja á barnadeildina og fá þau til að skoða þig elsku barn, þetta er ekki eðlilegt að sjá þig kveljast svona mikið“.Eftir símtal: „Þau vita ekkert hvað þau geta gert fyrir þig og vilja ekki að þú komir þangað, viltu fá hitapoka og þvottapoka á ennið?“ 13 ára dóttir: Öskur grátur! „ég vil deyja þetta er svo ógeðslega vont!“Móðir: „Á morgun förum við að hitta kvensjúkdómalækni sem ég þekki, hann getur örugglega hjálpað okkur, ég skal liggja hjá þér í nótt og halda í höndina þína, þetta líður hjá.“Hjá lækni: „Hún verður að fá getnaðarvarnarpilluna það er eina sem hægt er að gera fyrir hana.“ Ekkert breyttist! Móðir: „Förum og hittum heimilislækninn okkar, hann veit svo margt“ Læknir: Það er ómögulegt að segja hvað geti verið að, það er allt eðlilegt, getur ekki verið að þetta sé depurð og unglingaveiki, endilega prófaðu að fara út í stafagöngu og fá súrefni í heilann, það fær mann til að hugsa skýrt og gleyma sársauka”. Árin liðu og ekkert breyttist! 20 ára dóttir: „Ég er upp á spítala er í mígreniskasti, þau eru að sprauta mig niður með morfíni“ Móðir: „Ástin mín, á ég að koma og sækja þig?“ 21 árs dóttir: „Mamma ég má ekki fara á blæðingar læknarnir segja að ég ráði bara ekki við það“ Móðir: „Guð minn almáttugur, hvað ertu að segja, þetta er miklu verra en þegar ég var barn“ 21 árs dóttir: „Mamma ég glími örugglega við ófrjósemi!“ Móðir: „Elskan mín, hræðilega er sárt að heyra þetta, við förum í gegnum þetta saman, ég stend við hliðina á þér sama hvað mundu það.“ 27 ára dóttir: „Mamma ég kem ekkert heim strax þau vilja leggja mig inn í sterka verkjameðferð til að ná að stoppa verkina“ Móðir: „Er það eitthvað annað en þau hafa verið að prófa síðustu mánuði?“ 27 ára dóttir: „Ég veit það ekki“ Móðir: „Við pabbi þinn komum, þið hjónin eigið ekki að standa í þessu ein, við förum í þetta verkefni saman“ 29 ára dóttir: „Mamma ég er að fara í legnám“ 29 ára dóttir:“Mamma það fannst adenomyosis, systur sjúkdómur endómetríósu út um allt legið mitt“ Móðir: „Ástin mín loksins var einhver sem hlustaði á þig, ég vissi það allan tíma að, þetta var ekkert allt í hausnum á þér!“ Dóttir 30 ára: „Mamma viltu koma með mér í göngutúr í dag?“Móðir 52 ára: „Æi, ég verð að fá að svíkja þig enn eitt skiptið, ég er eitthvað tussuleg og slöpp“ 30 ára dóttir: „Mamma þetta er ekki eðlilegt“ Móðir 52 ára: „Ég er svo þrútin eitthvað, hlýt að hafa borðað hvítlauk, blæs út eins og ég sé komin 8 mánuði á leið, hrikalega sárt, ætla að taka verkjalyf og hvíla mig.“ 30 ára dóttir: „Mamma þú þarft að hitta lækni“Móðir 52 ára: „Elskan mín, ég er búin að hitta marga kvensjúkdómalækni bæði hér fyrir sunnan og norðan, það er allt eðlilegt, ég er bara á svo erfiðum blæðingum“ 30 ára dóttir: „Mamma það er eitthvað að! Viltu fara í legnám?“ Móðir 52 ára: „Það er ekkert að mér segja læknar og þetta er of mikil aðgerð til að gera eitthvað fyrir mig, þau segja að ég sé með svo fallegt leg og allt eðlilegt“ Að lokum Mæðgur fara saman til læknis þar sem dóttir rekur sögu þeirra mæðgna Móðir 52 ára: “Ég fer í legnám rétt fyrir jól, ég vona að þetta hafi einhver áhrif og það finnist eitthvað” Móðir 53 ára: “Það er komið úr niðurstöðunum, ég er með endó og adenó, legið mitt leit hræðilega út mjög illa farið og afar líklegt að ég hafi fæðst með þetta. Þetta er örugglega ástæðan fyrir fósturmissinum og af hverju ég hætti aldrei á blæðingum, öllum þeim hræðilegu verkjum, vanlíðan og því sem ég setti bara á að ég væri móðursjúk á breytingaskeiðinu. Takk fyrir að gefast ekki uppá mér elsku dóttir og hjálpa mér.“ Dóttir: „Mamma þetta var aldrei allt í hausnum á þér!“ Samtalið hér að ofan er raunverulegt samtal mæðgnanna á bakvið þessa grein, þær deila sinni reynslu með þá ósk í hjarta að engar aðrar þurfi að ganga jafn langa þrautagöngu og þær í leit eftir aðstoð. Höfundar sitja báðar í stjórn Endósamtakanna sem standa nú fyrir herferðinni „Þetta er allt í hausnum á þér“ í tilefni af alþjóðlegum mánuði endómetríósu í mars.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun