Innlent

Hrækti framan í lög­reglu­þjón

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Fjórir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum vímu- og fíkniefna.
Fjórir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum vímu- og fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð til vegna óláta og ofbeldistilburða í miðbæ Reykjavíkur í nótt, en við komu á vettvang tók einn maðurinn sig til og hrækti framan í lögreglumann. Maðurinn var færður í lögreglutök og handtekinn vegna óspekta og ofbeldis, og var vistaður í fangaklefa.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en þar segir að talsverður erill hafi verið í miðbæ vegna ölvunarláta, stympinga og pústra milli manna.

Þá var einni krá lokað vegna skorts á rekstrarleyfi.

Bílinn valt og endaði á þakinu

Á lögreglustöð 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, var lögregla kölluð til vegna umferðarslyss þar sem bíll hafði oltið og endað á þakinu.

Einnig var tilkynnt um umferðarslys þar sem bíll hafði endað utan vegar, en engin slys urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×