Um er að ræða fágæta dýrgripi í eigu Ljósmyndasafns Íslands sem afar sjaldan sjást. Hugmyndin af sýningunni segir Einar hafa kviknað fyrir löngu síðan, fimm ár séu frá því að hann byrjaði markvisst að rannsaka, mynda og þróa verkefnið. En samhliða sýningunni gefur Þjóðminjasafnið út bókina Aftur – Í fótspor Sigfúsar Eymundssonar, með rúmlega 130 ljósmyndum ásamt texta eftir Einar Fal.
Fjölmennt var á opnun í Þjóðminjasafninu á laugardag.














