Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar 9. mars 2025 09:03 Rektorskjör er framundan í Háskóla Íslands. Í framboði er Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Hluti af starfi hans sem prófessor er að sinna kennslu í lyfjafræði á þriðja ári í tannlæknisfræði og hefur hann fyrir löngu stimplað sig inn sem einn vinsælasti kennari deildarinnar. Það er því ekki víst að allir nemendur tannlæknadeildar fagni þessu framboði, enda skiljanlegt að vilja ekki missa hann úr kennslu við deildina. En stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Hann skilur vel hvað þarf til að geta helgað sig námi í háskóla að fullu og er tilbúinn að styðja nemendur í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi. Magnús hefur ekki bara einstaka hæfileika til að umgangast ungt fólk af virðingu og væntumþykju í kennslu, heldur er hann jafnframt afbragðs vísindamaður og hefur djúpan skilning og sterka sýn í heimi vísindanna. Hann veit hvar skórinn kreppir og talar opinskátt um leiðir til úrbóta. Aukin nýsköpun og samkeppnishæfur háskóli í alþjóðlegu samhengi er þar efst á blaði. En fyrst og fremst er Magnús mannvinur og maður samkenndar. Ég er ekki viss um hægt sé að meta áhrif þess, er hann stóð þétt að baki eiginkonu sinni, þegar hún greindi opinberlega frá alvarlegum veikindum sínum. Það þarf hugrekki og þor til að stíga fram á fjölmennu málþingi og greina alþjóð frá þeim dómsdegi sem var í nánd. Í öllu því ferli kom glöggt í ljós hve traustur og hlýr Magnús er. Að búa yfir slíkri reynslu, að geta talað opinskátt um lífið eins og það er á einlægan hátt og halda alltaf áfram með markmiðin á hreinu, er okkur hinum til eftirbreytni. Þess vegna mun ég ekki hika við að kjósa Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor við Háskóla Íslands. Ég veit að hann mun hafa markmiðin á hreinu og halda öllum ráðamönnum rækilega við efnið, verði hann kjörinn. Höfundur er lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Rektorskjör er framundan í Háskóla Íslands. Í framboði er Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Hluti af starfi hans sem prófessor er að sinna kennslu í lyfjafræði á þriðja ári í tannlæknisfræði og hefur hann fyrir löngu stimplað sig inn sem einn vinsælasti kennari deildarinnar. Það er því ekki víst að allir nemendur tannlæknadeildar fagni þessu framboði, enda skiljanlegt að vilja ekki missa hann úr kennslu við deildina. En stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Hann skilur vel hvað þarf til að geta helgað sig námi í háskóla að fullu og er tilbúinn að styðja nemendur í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi. Magnús hefur ekki bara einstaka hæfileika til að umgangast ungt fólk af virðingu og væntumþykju í kennslu, heldur er hann jafnframt afbragðs vísindamaður og hefur djúpan skilning og sterka sýn í heimi vísindanna. Hann veit hvar skórinn kreppir og talar opinskátt um leiðir til úrbóta. Aukin nýsköpun og samkeppnishæfur háskóli í alþjóðlegu samhengi er þar efst á blaði. En fyrst og fremst er Magnús mannvinur og maður samkenndar. Ég er ekki viss um hægt sé að meta áhrif þess, er hann stóð þétt að baki eiginkonu sinni, þegar hún greindi opinberlega frá alvarlegum veikindum sínum. Það þarf hugrekki og þor til að stíga fram á fjölmennu málþingi og greina alþjóð frá þeim dómsdegi sem var í nánd. Í öllu því ferli kom glöggt í ljós hve traustur og hlýr Magnús er. Að búa yfir slíkri reynslu, að geta talað opinskátt um lífið eins og það er á einlægan hátt og halda alltaf áfram með markmiðin á hreinu, er okkur hinum til eftirbreytni. Þess vegna mun ég ekki hika við að kjósa Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor við Háskóla Íslands. Ég veit að hann mun hafa markmiðin á hreinu og halda öllum ráðamönnum rækilega við efnið, verði hann kjörinn. Höfundur er lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar