Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu um verkefni næturinnar.
Fjölmargir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum vímu- eða og fíkniefna, og voru þeir fluttir á lögreglustöð eða látnir lausir eftir atvikum.
Þá var tilkynnt um líkamsárás í hverfi 101, og var einn handtekinn á vettvangi. Önnur líkamsárás í hverfi 105 var afgreidd með lögregluskýrslu.
Tilkynnt var um líkamsárás og hótanir í hverfi 210, og aðra í hverfi 220 og voru bæði mál afgreidd með lögregluskýrslu.
Tilkynnt var um árekstur og afstungu í hverfi 113, og er málið í rannsókn.