Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. mars 2025 08:00 Þann 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn er tilefni til að fagna sigrum í jafnréttismálum en einnig til að beina sjónum að þeim áskorunum sem enn eru til staðar. Í dag, þegar konur standa frammi fyrir bakslagi í réttindabaráttu sinni víða um heim, er mikilvægara en nokkru sinni að styrkja innviði sem tryggja öryggi þeirra og réttindi. Eitt af þeim verkefnum sem styrkja stöðu kvenna hér á landi er innleiðing samræmds verklags heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem ég setti á laggirnar árið 2021 sem heilbrigðisráðherra. Bakslag í jafnréttismálum – sótt að réttindum kvenna Í Bandaríkjunum og víða annars staðar heiminum er staða kvenna í jafnréttismálum síður en svo sjálfgefin. Afturför í lögvernduðum réttindum, til að mynda þegar kemur að kyn- og frjósemisréttindum, er staðreynd sem kallar á viðbrögð. Á sama tíma sjáum við aukna hættu á kynbundnu ofbeldi, bæði innan heimila og í samfélaginu í heild. Slík þróun undirstrikar nauðsyn þess að ríki grípi til markvissra aðgerða til að vernda og styðja konur sem verða fyrir ofbeldi, óháð efnahag eða félagslegri stöðu. Samræmt verklag sem viðurkennd fyrirmynd Eitt af verkefnunum sem hafa vakið athygli á alþjóðavísu er samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem hófst hér á landi árið 2021. Verkefnið hefur þegar skilað árangri og hefur vakið athygli Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem hefur sýnt áhuga á að innleiða svipaða nálgun víðar í Evrópu. Verklagið felur í sér samræmda nálgun í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis. Í stað þess að þolendur séu settir í óljósan farveg eða vísað á milli stofnana, fær hver og ein stuðning frá teymi sérfræðinga, þar á meðal félagsráðgjafa og sálfræðinga. Málin eru unnin markvisst og tryggt að þolendur fái alla þá aðstoð sem þeir þurfa – alt frá lögfræðilegri ráðgjöf til öryggisráðstafana og aðstoðar við samskipti við aðrar stofnanir eins og lögreglu og barnavernd. Aukin fjármögnun og lagalegar úrbætur Þegar innleiðing verkefnisins hófst haustið 2022 var Landspítala falið að leiða framkvæmdina. Til þess var veitt sérstök fjármögnun upp á 90 milljónir króna, sem gerði kleift að ráða inn sérfræðinga í heimilisofbeldisteymi. Jafnframt var gerð breyting á lögum um heilbrigðisstarfsmenn árið 2023 sem skýrði heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um ofbeldi í samráði við þolendur. Heilbrigðiskerfið er oft fyrsti og eini viðkomustaður kvenna sem verða fyrir ofbeldi, og því var brýnt að taka af öll tvímæli um hlutverk þess í því að tryggja öryggi þeirra. Hvað næst? Verkefnið hefur þegar sýnt fram á mikilvægi sitt og stuðningur WHO staðfestir að Ísland getur verið í fararbroddi þegar kemur að því að móta öflugar leiðir til að styðja þolendur ofbeldis. Hins vegar er þetta aðeins eitt skref í baráttunni fyrir jafnrétti. Víða um heim er sótt að réttindum kvenna og það er ekkert gefið í þeim efnum. Í stað þess að taka áunnin réttindi sem sjálfsögð verðum við að verja þau og treysta þá innviði sem tryggja öryggi kvenna og annarra þolenda ofbeldis. Heilbrigðiskerfið er einn lykilþáttur í þessari vernd og verkefni sem þetta sýnir hvernig hægt er að byggja upp kerfi sem virkilega virkar fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er því tilefni til að fagna þeim árangri sem náðst hefur – en einnig til að minna á að baráttan fyrir jafnrétti er stöðug. Hún er ekki aðeins spurning um lagasetningu heldur líka um raunverulegar aðgerðir, fjármögnun og pólitíska forgangsröðun. Þessi vinna heldur áfram, ekki aðeins fyrir konur í dag heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Til hamingju með daginn konur, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Sjá meira
Þann 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn er tilefni til að fagna sigrum í jafnréttismálum en einnig til að beina sjónum að þeim áskorunum sem enn eru til staðar. Í dag, þegar konur standa frammi fyrir bakslagi í réttindabaráttu sinni víða um heim, er mikilvægara en nokkru sinni að styrkja innviði sem tryggja öryggi þeirra og réttindi. Eitt af þeim verkefnum sem styrkja stöðu kvenna hér á landi er innleiðing samræmds verklags heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem ég setti á laggirnar árið 2021 sem heilbrigðisráðherra. Bakslag í jafnréttismálum – sótt að réttindum kvenna Í Bandaríkjunum og víða annars staðar heiminum er staða kvenna í jafnréttismálum síður en svo sjálfgefin. Afturför í lögvernduðum réttindum, til að mynda þegar kemur að kyn- og frjósemisréttindum, er staðreynd sem kallar á viðbrögð. Á sama tíma sjáum við aukna hættu á kynbundnu ofbeldi, bæði innan heimila og í samfélaginu í heild. Slík þróun undirstrikar nauðsyn þess að ríki grípi til markvissra aðgerða til að vernda og styðja konur sem verða fyrir ofbeldi, óháð efnahag eða félagslegri stöðu. Samræmt verklag sem viðurkennd fyrirmynd Eitt af verkefnunum sem hafa vakið athygli á alþjóðavísu er samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem hófst hér á landi árið 2021. Verkefnið hefur þegar skilað árangri og hefur vakið athygli Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem hefur sýnt áhuga á að innleiða svipaða nálgun víðar í Evrópu. Verklagið felur í sér samræmda nálgun í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis. Í stað þess að þolendur séu settir í óljósan farveg eða vísað á milli stofnana, fær hver og ein stuðning frá teymi sérfræðinga, þar á meðal félagsráðgjafa og sálfræðinga. Málin eru unnin markvisst og tryggt að þolendur fái alla þá aðstoð sem þeir þurfa – alt frá lögfræðilegri ráðgjöf til öryggisráðstafana og aðstoðar við samskipti við aðrar stofnanir eins og lögreglu og barnavernd. Aukin fjármögnun og lagalegar úrbætur Þegar innleiðing verkefnisins hófst haustið 2022 var Landspítala falið að leiða framkvæmdina. Til þess var veitt sérstök fjármögnun upp á 90 milljónir króna, sem gerði kleift að ráða inn sérfræðinga í heimilisofbeldisteymi. Jafnframt var gerð breyting á lögum um heilbrigðisstarfsmenn árið 2023 sem skýrði heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um ofbeldi í samráði við þolendur. Heilbrigðiskerfið er oft fyrsti og eini viðkomustaður kvenna sem verða fyrir ofbeldi, og því var brýnt að taka af öll tvímæli um hlutverk þess í því að tryggja öryggi þeirra. Hvað næst? Verkefnið hefur þegar sýnt fram á mikilvægi sitt og stuðningur WHO staðfestir að Ísland getur verið í fararbroddi þegar kemur að því að móta öflugar leiðir til að styðja þolendur ofbeldis. Hins vegar er þetta aðeins eitt skref í baráttunni fyrir jafnrétti. Víða um heim er sótt að réttindum kvenna og það er ekkert gefið í þeim efnum. Í stað þess að taka áunnin réttindi sem sjálfsögð verðum við að verja þau og treysta þá innviði sem tryggja öryggi kvenna og annarra þolenda ofbeldis. Heilbrigðiskerfið er einn lykilþáttur í þessari vernd og verkefni sem þetta sýnir hvernig hægt er að byggja upp kerfi sem virkilega virkar fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er því tilefni til að fagna þeim árangri sem náðst hefur – en einnig til að minna á að baráttan fyrir jafnrétti er stöðug. Hún er ekki aðeins spurning um lagasetningu heldur líka um raunverulegar aðgerðir, fjármögnun og pólitíska forgangsröðun. Þessi vinna heldur áfram, ekki aðeins fyrir konur í dag heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Til hamingju með daginn konur, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar