Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2025 12:08 Tony Wroten í leik með Philadelphia 76ers. ap/Matt Slocum Ekkert verður af því að bandaríski körfuboltamaðurinn Tony Wroten, sem spilaði 145 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma, leiki með Selfossi í 1. deildinni á þessu tímabili. Útlendingastofnun synjaði umsókn hans um dvalarleyfi. Wroten samdi við Selfoss undir lok síðasta árs og æfði með liðinu í janúar. Hann hefur hins vegar ekki spilað með Selfossi þar sem umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað. Fyrir þremur árum fékk Wroten þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að umfangsmiklu svikamáli átján fyrrverandi leikmanna í NBA sem reyndu að svíkja fé út úr velferðarkerfi deildarinnar. Þeir fölsuðu reikninga fyrir læknisþjónustu sem var aldrei innt af hendi. Upphæðirnar í svikamálinu námu um fjórum milljónum Bandaríkjadala. „Hann kemur til landsins til að spila fyrir Selfoss og í desember er sótt um leyfi fyrir hann á grundvelli þess að hann sé íþróttamaður. En því var hafnað á þeim forsendum að hann hefði brotið gegn lögum er varða allt að sextán ára fangelsi á Íslandi,“ sagði Sverrir Sigurjónsson, lögmaður Selfoss, í samtali við Vísi í síðasta mánuði. Selfyssingar skiluðu inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu eða ógn við land og þjóð. En aftur fengu þeir neikvætt svar frá Útlendingastofnun. Samkvæmt heimildum Vísis íhuga Selfyssingar að áfrýja úrskurði Útlendingastofnunnar enda hefur Wroten sýnt áhuga á að spila með liðinu á næsta tímabili. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af 1. deildinni þar sem Selfoss er í ellefta og næstneðsta sæti með tíu stig. Á morgun mætir liðið KFG í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Í viðtali við Vísi á dögunum sagðist Wroten hafa myndað sterk tengsl við Selfoss og Ísland þennan mánuð sem hann dvaldi hér. „Þessi mánuður var frábær. Ég elska Ísland og Selfoss. Og ég trúi því að þennan stutta tíma sem ég var þarna hafi ég breytt öllu liðinu, frá leikmönnum og þjálfara. Sýnt þeim hvað þarf til að vinna. Hvernig á að undirbúa sig og ekki vera sáttur með einn sigur heldur vilja meira,“ sagði Wroten. Wroten lék sem fyrr sagði 145 leiki í NBA á sínum tíma. Eftir að hafa spilað eitt ár með Washington háskólanum valdi Memphis Grizzlies Wroten með 25. valrétti í nýliðavalinu 2012. Hann lék með liðinu í eitt tímabil en var svo skipt til Philadelphia 76ers. Á sínu fyrsta tímabili með Sixers skoraði Wroten 13,0 stig, tók 3,2 fráköst og gaf 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Tímabilið 2014-15 lék Wroten þrjátíu leiki fyrir Sixers og skoraði í þeim að meðaltali 16,9 stig, tók 2,9 fráköst, gaf 5,2 stoðsendingar og stal boltanum 1,6 sinnum áður en hann sleit krossband í hné. Eftir að NBA-ferlinum lauk hefur Wroten farið víða og spilað í Eistlandi, Póllandi, á Spáni, í Egyptalandi, Grikklandi og Úrúgvæ. Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
Wroten samdi við Selfoss undir lok síðasta árs og æfði með liðinu í janúar. Hann hefur hins vegar ekki spilað með Selfossi þar sem umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað. Fyrir þremur árum fékk Wroten þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að umfangsmiklu svikamáli átján fyrrverandi leikmanna í NBA sem reyndu að svíkja fé út úr velferðarkerfi deildarinnar. Þeir fölsuðu reikninga fyrir læknisþjónustu sem var aldrei innt af hendi. Upphæðirnar í svikamálinu námu um fjórum milljónum Bandaríkjadala. „Hann kemur til landsins til að spila fyrir Selfoss og í desember er sótt um leyfi fyrir hann á grundvelli þess að hann sé íþróttamaður. En því var hafnað á þeim forsendum að hann hefði brotið gegn lögum er varða allt að sextán ára fangelsi á Íslandi,“ sagði Sverrir Sigurjónsson, lögmaður Selfoss, í samtali við Vísi í síðasta mánuði. Selfyssingar skiluðu inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu eða ógn við land og þjóð. En aftur fengu þeir neikvætt svar frá Útlendingastofnun. Samkvæmt heimildum Vísis íhuga Selfyssingar að áfrýja úrskurði Útlendingastofnunnar enda hefur Wroten sýnt áhuga á að spila með liðinu á næsta tímabili. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af 1. deildinni þar sem Selfoss er í ellefta og næstneðsta sæti með tíu stig. Á morgun mætir liðið KFG í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Í viðtali við Vísi á dögunum sagðist Wroten hafa myndað sterk tengsl við Selfoss og Ísland þennan mánuð sem hann dvaldi hér. „Þessi mánuður var frábær. Ég elska Ísland og Selfoss. Og ég trúi því að þennan stutta tíma sem ég var þarna hafi ég breytt öllu liðinu, frá leikmönnum og þjálfara. Sýnt þeim hvað þarf til að vinna. Hvernig á að undirbúa sig og ekki vera sáttur með einn sigur heldur vilja meira,“ sagði Wroten. Wroten lék sem fyrr sagði 145 leiki í NBA á sínum tíma. Eftir að hafa spilað eitt ár með Washington háskólanum valdi Memphis Grizzlies Wroten með 25. valrétti í nýliðavalinu 2012. Hann lék með liðinu í eitt tímabil en var svo skipt til Philadelphia 76ers. Á sínu fyrsta tímabili með Sixers skoraði Wroten 13,0 stig, tók 3,2 fráköst og gaf 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Tímabilið 2014-15 lék Wroten þrjátíu leiki fyrir Sixers og skoraði í þeim að meðaltali 16,9 stig, tók 2,9 fráköst, gaf 5,2 stoðsendingar og stal boltanum 1,6 sinnum áður en hann sleit krossband í hné. Eftir að NBA-ferlinum lauk hefur Wroten farið víða og spilað í Eistlandi, Póllandi, á Spáni, í Egyptalandi, Grikklandi og Úrúgvæ.
Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira