Hætti sem landsliðsþjálfari eftir spurningar um kókaínbrot Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2025 13:15 Tobias Bergman var gómaður með kókaín í fórum sínum á skemmtistað í maí 2023 og það hefur nú kostað hann landsliðsþjálfarastarf. NTB/Johan Nilsson Hinn 36 ára gamli Tobias Bergman er hættur sem landsliðsþjálfari karla- og kvennalandsliða Svíþjóðar í borðtennis, vegna dóms fyrir fíkniefnabrot frá árinu 2023. „Þetta er augljóslega áfall fyrir okkur,“ segir í tilkynningu frá sænska borðtennissambandinu þar sem tilkynnt er um brotthvarf Bergmans. Þar segir að hann hafi upplýst sambandið um brot sitt og að í kjölfarið hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um að hann hætti. Sænska blaðið Skånska Dagbladet segir að málið hafi farið af stað eftir að blaðið lagði fram spurningar um brot Bergmans frá sumrinu 2023, sem hann hafi hingað til haldið leyndu fyrir sambandinu. Dagens Nyheter segir að Bergman hafi verið gripinn með minni háttar magn af kókaíni á skemmtistað í Stokkhólmi í maí 2023. „Ég skil það vel að þetta skapi óviðunandi aðstæður fyrir vinnuveitanda minn sem vissi ekki af þessu. Í samráði við SBTF [borðtennissambandið] hef ég ákveðið að hætta störfum. Ég er einnig þakklátur fyrir þann stuðning sem sambandið hefur sýnt mér nú og í framtíðinni,“ segir Bergman í tilkynningunni en þar er tekið fram að borðtennissambandið muni styðja við Bergman svo að hann komist á beinu brautina. Bergman tekur jafnframt fram að deila sambandsins við helstu stjörnu Svía, Truls Möregårdh silfurverðlaunahafa frá Ólympíuleikunum, hafi ekkert með það að gera að hann hætti nú. Bergman hefur stýrt báðum landsliðum Svíþjóðar frá síðasta hausti og þjálfað konurnar frá árinu 2022. Borðtennis Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
„Þetta er augljóslega áfall fyrir okkur,“ segir í tilkynningu frá sænska borðtennissambandinu þar sem tilkynnt er um brotthvarf Bergmans. Þar segir að hann hafi upplýst sambandið um brot sitt og að í kjölfarið hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um að hann hætti. Sænska blaðið Skånska Dagbladet segir að málið hafi farið af stað eftir að blaðið lagði fram spurningar um brot Bergmans frá sumrinu 2023, sem hann hafi hingað til haldið leyndu fyrir sambandinu. Dagens Nyheter segir að Bergman hafi verið gripinn með minni háttar magn af kókaíni á skemmtistað í Stokkhólmi í maí 2023. „Ég skil það vel að þetta skapi óviðunandi aðstæður fyrir vinnuveitanda minn sem vissi ekki af þessu. Í samráði við SBTF [borðtennissambandið] hef ég ákveðið að hætta störfum. Ég er einnig þakklátur fyrir þann stuðning sem sambandið hefur sýnt mér nú og í framtíðinni,“ segir Bergman í tilkynningunni en þar er tekið fram að borðtennissambandið muni styðja við Bergman svo að hann komist á beinu brautina. Bergman tekur jafnframt fram að deila sambandsins við helstu stjörnu Svía, Truls Möregårdh silfurverðlaunahafa frá Ólympíuleikunum, hafi ekkert með það að gera að hann hætti nú. Bergman hefur stýrt báðum landsliðum Svíþjóðar frá síðasta hausti og þjálfað konurnar frá árinu 2022.
Borðtennis Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira