Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 7. mars 2025 12:01 Í apríl verða tvö ár síðan Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð. Með því var markað nýtt upphaf að öflugu samstarfi allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og fyrirtækja og stofnana sem þar starfa á sviði ferðaþjónustu. Á þessum tíma hefur fjölda verkefna verið hleypt af stokkunum og óhætt að segja að á ekki lengri tíma hafi mjög margt áunnist, en einnig hafa línur verið lagðar fyrir komandi tíma. Öflugir og fjölbreyttir samstarfsaðilar Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Markaðsstofan er bæði markaðs- og áfangastaðastofa og vinnur að þróun og markaðssetningu á áfangastaðnum í heild. Áherslan er á að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur með sjálfbærni að leiðarljósi. Markaðsstofan á einnig að efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar milli sveitarfélaga, atvinnulífsins og stoðkerfisins sem og íbúa svæðisins. Afþreyingu, söfn, gistingu, veitingastaði, baðstaði og margt fleira má nú finna í flóru þeirra aðildarfélaga sem standa að Markaðsstofunni ásamt sveitarfélögunum og stjórnvöldum. Alls eru þetta um 180 aðilar. Framtíðarsýn fyrir áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýninni og reynt er að tryggja jákvæða þróun svæðisins sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Eitt af fyrstu verkefnum Markaðsstofunnar var því að vinna að stefnumörkun með hagaðilum. Þar skapaðist vettvangur til þess að stilla saman strengi og eiga góðar umræður um gildi og þróun áfangastaðarins. Rætt var um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á, og já, mögulega ekki bjóða upp á. Þar voru svo lagðar línurnar að þeirri framtíðarsýn að vera leiðandi í sjálfbærni, ein heild fyrir fjölbreytta upplifun, staður til að hægja á, samfélag lífsgæða og gestrisinn áfangastaður. Það leiðarljós sem sett var fyrir áfangastaðinn í takti við þessa framtíðarsýn er að: höfuðborgarsvæðið sévinalegur og nærandi áfangastaður, iðandi af menningu og lífi, en jafnframt einstök náttúruperla sem býr að þeirri hreinu orku sem einkennir Ísland. Eitt af þeim markmiðum sem Markaðsstofan vinnur að með hagaðilum er að áfangastaðurinn verði meðal þeirra 10 efstu á lista GDS vísitölunnar sem ber saman frammistöðu áfangastaða þegar kemur að sjálfbærni og hvetur þá áfram í átt að sjálfbærri framtíð. Svæðið var þar í 17. sæti á árinu 2024. Fleiri dæmi um markmið er að horft er til þess að fjölga gistinóttum ferðamanna úr 2,9 nóttum í 3,2 nætur á höfuðborgarsvæðinu. Þar með dvelja ferðamenn lengur á svæðinu og nýta sér í meira mæli þá fjölbreyttu afþreyingu, veitingar og gistingu sem svæðið býður upp á. Jafnframt er markmiðið að auka og viðhalda ánægju ferðamanna með höfuðborgarsvæðið, sem og að auka ánægju íbúa í garð gestanna sem sækja það heim. Fjölbreytt verkefni í átt að framtíðarsýn Í dag miða öll verkefni Markaðsstofunnar í samstarfi við hagaðila að þeirri framtíðarsýn og stefnu sem sett hefur verið fram og á það jafnt um samstarf, þróun sem markaðssetningu. Meðal stefnumörkunar- og þróunarverkefna sem stofan hefur unnið á síðustu tveimur árum má nefna greiningu á seglum höfuðborgarsvæðisins og greiningu á völdum svæðum. Slík svæði eru til að mynda Álafosskvos í Mosfellsbæ og nú er unnið að svipaðri greiningu á Granda og gömlu höfninni í Reykjavík sem og Hafnarfirði og fleiri stöðum. Einnig stendur Markaðsstofan fyrir rannsóknum á ferðavenjum og ánægju ferðamanna sem og ánægju íbúa í garð ferðaþjónustu og ferðamanna. Markaðsstofan vann einnig stefnu í tengslum við þolmörk og móttöku skemmtiferðaskipa fyrir Reykjavíkurborg í samstarfi við Faxaflóahafnir til ársins 2030. Einnig vann Markaðsstofan í samstarfi við SSH að útivistarvefnum utumallt.is þar sem finna má fjölda göngu- og hjólaleiða ásamt útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu sem nýtast jafnt fyrir íbúa og ferðamenn. Markaðsstofan vinnur að markaðssetningu áfangastaðarins undir merkjum Visit Reykjavík. Markaðssetningin og almannatengslin fela m.a. í sér neytendamarkaðssetningu þar sem hjartað er vefurinn visitreykjavik.is sem fékk um 1 milljón heimsókna á fyrsta árinu ásamt efnissköpun fyrir samfélagsmiðla og samstarf með áhrifavöldum og fjölmiðlum. Markaðsstofan fer einnig með umsýslu Reykjavík City Card, gestakorts svæðisins fyrir erlenda ferðamenn, og vinnur að þróun á því fyrir allt höfuðborgarsvæðið . Erlent og innlent tengslastarf verður einnig sífellt öflugra en þar má sérstaklega nefna HITTUMST ferðasýninguna sem nú verður haldin í annað sinn í maí en síðast sóttu hana um 1000 aðilar og hátt í 50 aðilar í ferðaþjónustu kynntu þar þjónustu sína. Mikilvægur vettvangur Við hjá Markaðsstofunni munum halda áfram af fullum krafti að vinna að þeim markmiðum sem við höfum sett okkur með okkar samstarfsaðilum fyrir áfangastaðinn ásamt því að ýta undir tengslastarf og samvinnu meðal aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Við munum áfram vinna að því að hvetja þá sem ekki hafa gerst aðilar að stofunni að koma í okkar öfluga hóp og taka þátt í samtalinu og samstarfinu – því saman erum við sterkari. Það er mikilvægt að eiga slíkan vettvang á höfuðborgarsvæðinu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum stillt saman strengi. Þannig má búa til ný tækifæri fyrir áfangastaðinn, auka slagkraftinn og stuðla að sátt um málefni ferðaþjónustunnar. Við erum bara rétt að byrja! Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins / Visit Reykjavik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Ferðaþjónusta Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í apríl verða tvö ár síðan Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð. Með því var markað nýtt upphaf að öflugu samstarfi allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og fyrirtækja og stofnana sem þar starfa á sviði ferðaþjónustu. Á þessum tíma hefur fjölda verkefna verið hleypt af stokkunum og óhætt að segja að á ekki lengri tíma hafi mjög margt áunnist, en einnig hafa línur verið lagðar fyrir komandi tíma. Öflugir og fjölbreyttir samstarfsaðilar Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Markaðsstofan er bæði markaðs- og áfangastaðastofa og vinnur að þróun og markaðssetningu á áfangastaðnum í heild. Áherslan er á að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur með sjálfbærni að leiðarljósi. Markaðsstofan á einnig að efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar milli sveitarfélaga, atvinnulífsins og stoðkerfisins sem og íbúa svæðisins. Afþreyingu, söfn, gistingu, veitingastaði, baðstaði og margt fleira má nú finna í flóru þeirra aðildarfélaga sem standa að Markaðsstofunni ásamt sveitarfélögunum og stjórnvöldum. Alls eru þetta um 180 aðilar. Framtíðarsýn fyrir áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýninni og reynt er að tryggja jákvæða þróun svæðisins sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Eitt af fyrstu verkefnum Markaðsstofunnar var því að vinna að stefnumörkun með hagaðilum. Þar skapaðist vettvangur til þess að stilla saman strengi og eiga góðar umræður um gildi og þróun áfangastaðarins. Rætt var um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á, og já, mögulega ekki bjóða upp á. Þar voru svo lagðar línurnar að þeirri framtíðarsýn að vera leiðandi í sjálfbærni, ein heild fyrir fjölbreytta upplifun, staður til að hægja á, samfélag lífsgæða og gestrisinn áfangastaður. Það leiðarljós sem sett var fyrir áfangastaðinn í takti við þessa framtíðarsýn er að: höfuðborgarsvæðið sévinalegur og nærandi áfangastaður, iðandi af menningu og lífi, en jafnframt einstök náttúruperla sem býr að þeirri hreinu orku sem einkennir Ísland. Eitt af þeim markmiðum sem Markaðsstofan vinnur að með hagaðilum er að áfangastaðurinn verði meðal þeirra 10 efstu á lista GDS vísitölunnar sem ber saman frammistöðu áfangastaða þegar kemur að sjálfbærni og hvetur þá áfram í átt að sjálfbærri framtíð. Svæðið var þar í 17. sæti á árinu 2024. Fleiri dæmi um markmið er að horft er til þess að fjölga gistinóttum ferðamanna úr 2,9 nóttum í 3,2 nætur á höfuðborgarsvæðinu. Þar með dvelja ferðamenn lengur á svæðinu og nýta sér í meira mæli þá fjölbreyttu afþreyingu, veitingar og gistingu sem svæðið býður upp á. Jafnframt er markmiðið að auka og viðhalda ánægju ferðamanna með höfuðborgarsvæðið, sem og að auka ánægju íbúa í garð gestanna sem sækja það heim. Fjölbreytt verkefni í átt að framtíðarsýn Í dag miða öll verkefni Markaðsstofunnar í samstarfi við hagaðila að þeirri framtíðarsýn og stefnu sem sett hefur verið fram og á það jafnt um samstarf, þróun sem markaðssetningu. Meðal stefnumörkunar- og þróunarverkefna sem stofan hefur unnið á síðustu tveimur árum má nefna greiningu á seglum höfuðborgarsvæðisins og greiningu á völdum svæðum. Slík svæði eru til að mynda Álafosskvos í Mosfellsbæ og nú er unnið að svipaðri greiningu á Granda og gömlu höfninni í Reykjavík sem og Hafnarfirði og fleiri stöðum. Einnig stendur Markaðsstofan fyrir rannsóknum á ferðavenjum og ánægju ferðamanna sem og ánægju íbúa í garð ferðaþjónustu og ferðamanna. Markaðsstofan vann einnig stefnu í tengslum við þolmörk og móttöku skemmtiferðaskipa fyrir Reykjavíkurborg í samstarfi við Faxaflóahafnir til ársins 2030. Einnig vann Markaðsstofan í samstarfi við SSH að útivistarvefnum utumallt.is þar sem finna má fjölda göngu- og hjólaleiða ásamt útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu sem nýtast jafnt fyrir íbúa og ferðamenn. Markaðsstofan vinnur að markaðssetningu áfangastaðarins undir merkjum Visit Reykjavík. Markaðssetningin og almannatengslin fela m.a. í sér neytendamarkaðssetningu þar sem hjartað er vefurinn visitreykjavik.is sem fékk um 1 milljón heimsókna á fyrsta árinu ásamt efnissköpun fyrir samfélagsmiðla og samstarf með áhrifavöldum og fjölmiðlum. Markaðsstofan fer einnig með umsýslu Reykjavík City Card, gestakorts svæðisins fyrir erlenda ferðamenn, og vinnur að þróun á því fyrir allt höfuðborgarsvæðið . Erlent og innlent tengslastarf verður einnig sífellt öflugra en þar má sérstaklega nefna HITTUMST ferðasýninguna sem nú verður haldin í annað sinn í maí en síðast sóttu hana um 1000 aðilar og hátt í 50 aðilar í ferðaþjónustu kynntu þar þjónustu sína. Mikilvægur vettvangur Við hjá Markaðsstofunni munum halda áfram af fullum krafti að vinna að þeim markmiðum sem við höfum sett okkur með okkar samstarfsaðilum fyrir áfangastaðinn ásamt því að ýta undir tengslastarf og samvinnu meðal aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Við munum áfram vinna að því að hvetja þá sem ekki hafa gerst aðilar að stofunni að koma í okkar öfluga hóp og taka þátt í samtalinu og samstarfinu – því saman erum við sterkari. Það er mikilvægt að eiga slíkan vettvang á höfuðborgarsvæðinu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum stillt saman strengi. Þannig má búa til ný tækifæri fyrir áfangastaðinn, auka slagkraftinn og stuðla að sátt um málefni ferðaþjónustunnar. Við erum bara rétt að byrja! Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins / Visit Reykjavik.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun