Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 7. mars 2025 12:01 Í apríl verða tvö ár síðan Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð. Með því var markað nýtt upphaf að öflugu samstarfi allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og fyrirtækja og stofnana sem þar starfa á sviði ferðaþjónustu. Á þessum tíma hefur fjölda verkefna verið hleypt af stokkunum og óhætt að segja að á ekki lengri tíma hafi mjög margt áunnist, en einnig hafa línur verið lagðar fyrir komandi tíma. Öflugir og fjölbreyttir samstarfsaðilar Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Markaðsstofan er bæði markaðs- og áfangastaðastofa og vinnur að þróun og markaðssetningu á áfangastaðnum í heild. Áherslan er á að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur með sjálfbærni að leiðarljósi. Markaðsstofan á einnig að efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar milli sveitarfélaga, atvinnulífsins og stoðkerfisins sem og íbúa svæðisins. Afþreyingu, söfn, gistingu, veitingastaði, baðstaði og margt fleira má nú finna í flóru þeirra aðildarfélaga sem standa að Markaðsstofunni ásamt sveitarfélögunum og stjórnvöldum. Alls eru þetta um 180 aðilar. Framtíðarsýn fyrir áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýninni og reynt er að tryggja jákvæða þróun svæðisins sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Eitt af fyrstu verkefnum Markaðsstofunnar var því að vinna að stefnumörkun með hagaðilum. Þar skapaðist vettvangur til þess að stilla saman strengi og eiga góðar umræður um gildi og þróun áfangastaðarins. Rætt var um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á, og já, mögulega ekki bjóða upp á. Þar voru svo lagðar línurnar að þeirri framtíðarsýn að vera leiðandi í sjálfbærni, ein heild fyrir fjölbreytta upplifun, staður til að hægja á, samfélag lífsgæða og gestrisinn áfangastaður. Það leiðarljós sem sett var fyrir áfangastaðinn í takti við þessa framtíðarsýn er að: höfuðborgarsvæðið sévinalegur og nærandi áfangastaður, iðandi af menningu og lífi, en jafnframt einstök náttúruperla sem býr að þeirri hreinu orku sem einkennir Ísland. Eitt af þeim markmiðum sem Markaðsstofan vinnur að með hagaðilum er að áfangastaðurinn verði meðal þeirra 10 efstu á lista GDS vísitölunnar sem ber saman frammistöðu áfangastaða þegar kemur að sjálfbærni og hvetur þá áfram í átt að sjálfbærri framtíð. Svæðið var þar í 17. sæti á árinu 2024. Fleiri dæmi um markmið er að horft er til þess að fjölga gistinóttum ferðamanna úr 2,9 nóttum í 3,2 nætur á höfuðborgarsvæðinu. Þar með dvelja ferðamenn lengur á svæðinu og nýta sér í meira mæli þá fjölbreyttu afþreyingu, veitingar og gistingu sem svæðið býður upp á. Jafnframt er markmiðið að auka og viðhalda ánægju ferðamanna með höfuðborgarsvæðið, sem og að auka ánægju íbúa í garð gestanna sem sækja það heim. Fjölbreytt verkefni í átt að framtíðarsýn Í dag miða öll verkefni Markaðsstofunnar í samstarfi við hagaðila að þeirri framtíðarsýn og stefnu sem sett hefur verið fram og á það jafnt um samstarf, þróun sem markaðssetningu. Meðal stefnumörkunar- og þróunarverkefna sem stofan hefur unnið á síðustu tveimur árum má nefna greiningu á seglum höfuðborgarsvæðisins og greiningu á völdum svæðum. Slík svæði eru til að mynda Álafosskvos í Mosfellsbæ og nú er unnið að svipaðri greiningu á Granda og gömlu höfninni í Reykjavík sem og Hafnarfirði og fleiri stöðum. Einnig stendur Markaðsstofan fyrir rannsóknum á ferðavenjum og ánægju ferðamanna sem og ánægju íbúa í garð ferðaþjónustu og ferðamanna. Markaðsstofan vann einnig stefnu í tengslum við þolmörk og móttöku skemmtiferðaskipa fyrir Reykjavíkurborg í samstarfi við Faxaflóahafnir til ársins 2030. Einnig vann Markaðsstofan í samstarfi við SSH að útivistarvefnum utumallt.is þar sem finna má fjölda göngu- og hjólaleiða ásamt útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu sem nýtast jafnt fyrir íbúa og ferðamenn. Markaðsstofan vinnur að markaðssetningu áfangastaðarins undir merkjum Visit Reykjavík. Markaðssetningin og almannatengslin fela m.a. í sér neytendamarkaðssetningu þar sem hjartað er vefurinn visitreykjavik.is sem fékk um 1 milljón heimsókna á fyrsta árinu ásamt efnissköpun fyrir samfélagsmiðla og samstarf með áhrifavöldum og fjölmiðlum. Markaðsstofan fer einnig með umsýslu Reykjavík City Card, gestakorts svæðisins fyrir erlenda ferðamenn, og vinnur að þróun á því fyrir allt höfuðborgarsvæðið . Erlent og innlent tengslastarf verður einnig sífellt öflugra en þar má sérstaklega nefna HITTUMST ferðasýninguna sem nú verður haldin í annað sinn í maí en síðast sóttu hana um 1000 aðilar og hátt í 50 aðilar í ferðaþjónustu kynntu þar þjónustu sína. Mikilvægur vettvangur Við hjá Markaðsstofunni munum halda áfram af fullum krafti að vinna að þeim markmiðum sem við höfum sett okkur með okkar samstarfsaðilum fyrir áfangastaðinn ásamt því að ýta undir tengslastarf og samvinnu meðal aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Við munum áfram vinna að því að hvetja þá sem ekki hafa gerst aðilar að stofunni að koma í okkar öfluga hóp og taka þátt í samtalinu og samstarfinu – því saman erum við sterkari. Það er mikilvægt að eiga slíkan vettvang á höfuðborgarsvæðinu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum stillt saman strengi. Þannig má búa til ný tækifæri fyrir áfangastaðinn, auka slagkraftinn og stuðla að sátt um málefni ferðaþjónustunnar. Við erum bara rétt að byrja! Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins / Visit Reykjavik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Ferðaþjónusta Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í apríl verða tvö ár síðan Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð. Með því var markað nýtt upphaf að öflugu samstarfi allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og fyrirtækja og stofnana sem þar starfa á sviði ferðaþjónustu. Á þessum tíma hefur fjölda verkefna verið hleypt af stokkunum og óhætt að segja að á ekki lengri tíma hafi mjög margt áunnist, en einnig hafa línur verið lagðar fyrir komandi tíma. Öflugir og fjölbreyttir samstarfsaðilar Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Markaðsstofan er bæði markaðs- og áfangastaðastofa og vinnur að þróun og markaðssetningu á áfangastaðnum í heild. Áherslan er á að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur með sjálfbærni að leiðarljósi. Markaðsstofan á einnig að efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar milli sveitarfélaga, atvinnulífsins og stoðkerfisins sem og íbúa svæðisins. Afþreyingu, söfn, gistingu, veitingastaði, baðstaði og margt fleira má nú finna í flóru þeirra aðildarfélaga sem standa að Markaðsstofunni ásamt sveitarfélögunum og stjórnvöldum. Alls eru þetta um 180 aðilar. Framtíðarsýn fyrir áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýninni og reynt er að tryggja jákvæða þróun svæðisins sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Eitt af fyrstu verkefnum Markaðsstofunnar var því að vinna að stefnumörkun með hagaðilum. Þar skapaðist vettvangur til þess að stilla saman strengi og eiga góðar umræður um gildi og þróun áfangastaðarins. Rætt var um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á, og já, mögulega ekki bjóða upp á. Þar voru svo lagðar línurnar að þeirri framtíðarsýn að vera leiðandi í sjálfbærni, ein heild fyrir fjölbreytta upplifun, staður til að hægja á, samfélag lífsgæða og gestrisinn áfangastaður. Það leiðarljós sem sett var fyrir áfangastaðinn í takti við þessa framtíðarsýn er að: höfuðborgarsvæðið sévinalegur og nærandi áfangastaður, iðandi af menningu og lífi, en jafnframt einstök náttúruperla sem býr að þeirri hreinu orku sem einkennir Ísland. Eitt af þeim markmiðum sem Markaðsstofan vinnur að með hagaðilum er að áfangastaðurinn verði meðal þeirra 10 efstu á lista GDS vísitölunnar sem ber saman frammistöðu áfangastaða þegar kemur að sjálfbærni og hvetur þá áfram í átt að sjálfbærri framtíð. Svæðið var þar í 17. sæti á árinu 2024. Fleiri dæmi um markmið er að horft er til þess að fjölga gistinóttum ferðamanna úr 2,9 nóttum í 3,2 nætur á höfuðborgarsvæðinu. Þar með dvelja ferðamenn lengur á svæðinu og nýta sér í meira mæli þá fjölbreyttu afþreyingu, veitingar og gistingu sem svæðið býður upp á. Jafnframt er markmiðið að auka og viðhalda ánægju ferðamanna með höfuðborgarsvæðið, sem og að auka ánægju íbúa í garð gestanna sem sækja það heim. Fjölbreytt verkefni í átt að framtíðarsýn Í dag miða öll verkefni Markaðsstofunnar í samstarfi við hagaðila að þeirri framtíðarsýn og stefnu sem sett hefur verið fram og á það jafnt um samstarf, þróun sem markaðssetningu. Meðal stefnumörkunar- og þróunarverkefna sem stofan hefur unnið á síðustu tveimur árum má nefna greiningu á seglum höfuðborgarsvæðisins og greiningu á völdum svæðum. Slík svæði eru til að mynda Álafosskvos í Mosfellsbæ og nú er unnið að svipaðri greiningu á Granda og gömlu höfninni í Reykjavík sem og Hafnarfirði og fleiri stöðum. Einnig stendur Markaðsstofan fyrir rannsóknum á ferðavenjum og ánægju ferðamanna sem og ánægju íbúa í garð ferðaþjónustu og ferðamanna. Markaðsstofan vann einnig stefnu í tengslum við þolmörk og móttöku skemmtiferðaskipa fyrir Reykjavíkurborg í samstarfi við Faxaflóahafnir til ársins 2030. Einnig vann Markaðsstofan í samstarfi við SSH að útivistarvefnum utumallt.is þar sem finna má fjölda göngu- og hjólaleiða ásamt útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu sem nýtast jafnt fyrir íbúa og ferðamenn. Markaðsstofan vinnur að markaðssetningu áfangastaðarins undir merkjum Visit Reykjavík. Markaðssetningin og almannatengslin fela m.a. í sér neytendamarkaðssetningu þar sem hjartað er vefurinn visitreykjavik.is sem fékk um 1 milljón heimsókna á fyrsta árinu ásamt efnissköpun fyrir samfélagsmiðla og samstarf með áhrifavöldum og fjölmiðlum. Markaðsstofan fer einnig með umsýslu Reykjavík City Card, gestakorts svæðisins fyrir erlenda ferðamenn, og vinnur að þróun á því fyrir allt höfuðborgarsvæðið . Erlent og innlent tengslastarf verður einnig sífellt öflugra en þar má sérstaklega nefna HITTUMST ferðasýninguna sem nú verður haldin í annað sinn í maí en síðast sóttu hana um 1000 aðilar og hátt í 50 aðilar í ferðaþjónustu kynntu þar þjónustu sína. Mikilvægur vettvangur Við hjá Markaðsstofunni munum halda áfram af fullum krafti að vinna að þeim markmiðum sem við höfum sett okkur með okkar samstarfsaðilum fyrir áfangastaðinn ásamt því að ýta undir tengslastarf og samvinnu meðal aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Við munum áfram vinna að því að hvetja þá sem ekki hafa gerst aðilar að stofunni að koma í okkar öfluga hóp og taka þátt í samtalinu og samstarfinu – því saman erum við sterkari. Það er mikilvægt að eiga slíkan vettvang á höfuðborgarsvæðinu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum stillt saman strengi. Þannig má búa til ný tækifæri fyrir áfangastaðinn, auka slagkraftinn og stuðla að sátt um málefni ferðaþjónustunnar. Við erum bara rétt að byrja! Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins / Visit Reykjavik.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun